Magnús Stefáns kominn út úr ESB-skápnum


   Það er alltaf kostur þegar stjórnmálamenn koma hreint fram í
stjórnmálum, ekki síst í stórpólitískum hitamálum og Evrópumálum.
Þannig reið Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins
fram á vaðið á heimasíðu sinni  í gær. Þar segir Magnús að Íslend-
ingar verði nú þegar að sækja um inngöngu í ESB og taka upp
evru. Að hans mati á ríkisstjórnin að tylkynna það strax að það
verði gert.  Athyglisvert  er að  Magnús  kemur úr  kjördæmi  þar
sem fiskveiðar og landbúnaður eru helstu atvinnuvegirnir, og þar
sem andstaðan er hvað mest gegn ESB-aðild. Varla til að auka
fylgi Framsóknar þar. Og allra síst á landsvísu!

  Magnús bætist þannig í hóp ESB-sinna innan þingflokks Framsókn-
arflokksins, með Valgerði Sverrisdóttir og Birki Jóni Jónssyni. Birkir
hefur að  vísu  ekki lýst  yfir  jafn afdráttarlausum stuðningi við ESB
og Valgerður  og  Stefán. Hins vegar boðar hann þá furðulegu þings-
ályktunartillögu að þjóðin fái að kjósa um það fyrst hvort sækja beri
um aðild að ESB eða ekki. - Því eðlilegast er að vilji Alþingis liggji
hreint fyrir um aðildarumsókn að ESB eða ekki. Að henda því í kjós-
endur um hvort hefja beri aðildarviðræður eða ekki án þess að ljós
vilji Alþingis liggi fyrir er út í hött og í raun vanvirða við þingræðið.
Því er það krafa kjósenda að fá að vita um hreina afstöðu Birkis
í þessu mesta stórpólitíska hitamáli lýðveldisins. Það er lágmarks
krafa til stjórnmálamanna að þeir hafi skýra afstöðu í slíku stórmáli.
Annars eiga þeir að leita sér að öðru starfi.

   Það er mikið þjóðarhapp í dag að standa utan ESB með eigin mynt.
Þá er fjöregg þjóðarinnar alfarið í hennar höndum. ESB-helsið yrði
það versta sem yfir frjálsa íslenzka þjóð gæti dunið, fyrr og síðar.
Ekki síst þegar við er að fást stórbrotin vandamál sem þurfa skjótrar
lausnar á ÞJÓÐLEGUM FORSENDUM,  Íslandi og þjóðinni til  heilla. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Tók einmitt eftir þessu með Magnús. Það er ágætt að vita hvar menn standa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.10.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband