Utanríkisráðuneytið hefur algjörlega brugðist !


   Í öllu því erlenda fjölmiðlafári um efnahagsástandið á Íslandi
í kjölfar yfirtöku íslenzka ríkisins á bönkunum, hefur utanríkis-
ráðuneytið ALGJÖRLEGA brugðist. Því það er FRUMSKYLDA
íslenzka utanríkisráðuneytisins að verja  íslenzka hagsmuni
og íslenzkan málstað á erlendri grundi. Ekki síst þegar ráðist
er á Ísland af fullum þunga í kjölfar  falls íslenkra banka og
útibúa þeirra erlendis.

  Jón Hákon Magnússon hjá almenningstengslafyrirtækinu KOM,
sagði á RÚV í dag, að upplýsingamiðlun stjórnvalda  séu fyrir
neðan allan hellur. Áratugi taki að byggja upp ímynd en aðeins
nokkra daga að eyðileggja hana. Til þurfi upplýsingamiðlun á
Íslandi til að miðla upplýsingum á ensku til erlendra fjölmiðla.

  Það er til skammar hvernig utanríkisráðuneytið hefur algjör-
lega brugðist í því að VERJA málstað og hagsmuni íslenzkrar
þjóðar á erlendri grundu, ekki síst á Bretlandi.

  Það virðist í tísku um þessar mundir að krefjast þess að þessi
og hinn skuli  segja af sér fyrir afglöp í starfi. Utanríkisráðu-
neytið og þeir sem því stjórna virðast komnir á slíkan afsagnar-
lista.  - Augljóslega !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Þessu er ég svo sannarlega sammála. Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með erlendis frá. Það hefur verði amatör bragur á blaðamannafundunum og eins og þú segir réttilega frá þá talar engin máli Íslands og íslenskra hagsmuna. Þetta er til skammar!

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 10.10.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Ef það hefur farið fram hjá ykkur krötum að skollin er á fjármálaleg
heimskreppa, og að Stóra-Bretland hafi gert efnahagslega stórárás á litla
Ísland á grundvelli hryðjuverkalaga, og rústað þar með stærsta banka þjóðarinnar með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina, - og haldið samt að Bretar þurfi ekki i að svara fyrir það stórglæp, þá skulið þið kratar andskotanst úr stjórnarráðinu hið snarasta!.  Það er FRUMSKYLDA utanríkisráðherra  að VERJA málstað og hagsmuni Íslands á erlendri grundu. Það hefur ALLS EKKI VERIÐ GERT! Hræddir? Við bresku kratavini ykkar?
Alveg dæmigert fyrir ykkar öfgakenndu alþjóðahyggju. Hafið aldrei
skilið ÞJÓÐLEGA HAGSMUNI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.10.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Guðmundur sammála þér utanríkisráðuneytið hefur því miður brugðist og þar með svikið Íslensku þjóðina nú á ögurstundu.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 10.10.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Er hér alls ekki að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er í veikinda-
fríi og ber hér enga ábyrgð á. Óska henni bara alls þess besta og að hún
nái góðri heilsu sem allra fyrst.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.10.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Er þér sammála, utanríkisráðuneytið átti að sjálfsögðu að vera með blaðamannafund hér og í Bretlandi á vegum sendiráðsins þar, til viðbótar við daglega fundi forstætis og viðskiptaráðherra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.10.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband