Óskiljanleg sýn og viðbrögð utanríkisráðherra !
13.10.2008 | 11:06
Það er óskiljanleg framtíðarsýn utanríkisráðherra sem fram kom í
Mbl í dag. Ísland fallist í náðfaðm IMF, síðan ESB og taki upp evru.
Því í efnahagskreppunni hefur einmitt veikleiki ESB og evrusvæði-
sins berlega komið í ljós. Þá virðist utanríkisráðherra hreinlega ekki
hafa verið að fylgjast með viðburðum síðustu daga. Hryðjuverkaárás
Breta á Ísland virðist ekki hafa kallað fram viðeigandi viðbrögð af
hálfu utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðherra virðist með engin
áform uppi um að að svara árásum Breta af fullri hörku, og slá skjald-
borg yfir íslenzka hagsmuni. Þvert á móti hrópar utanríkisráðherra
á þjóðarsundrungu í stað þjóðarsamtöðu með ESB-trúboði við slíkar
kringumstæður.
Það þarf að rannsaka aðgerðarleysi utanríkisráðuneytisins gagnvart
brezkum stjórnvöldum þegar þau ákváðu að beita hryðjuverkalögum
á saklausan íslenzka banka í Bretlandi, með þeim afleiðingum að lang-
stærsta fyrirtæki Íslendinga fór í þrot. Varnir fyrir hinum íslenzka
málstaðar í Bretlandi var nær hvergi að finna frá hendi utanríkisráðu-
neytisins, allan þann tíma meðan öll breska pressan fór hamförum
gegn Íslandi. Og nú vill utanríkisráðherra gera það að aðalmáli að
Ísland fari undir sæng Breta í ESB. ESB-þjóðina sem hefur unnið
eitt mesta efnahagslega skemmdarverk á einni þjóð sem sögur fara
af! ESB-þjóðina sem hefur þverbrotið grunnlög ESB og EES með of-
fari gegn saklausu íslenzku fyrirtæki í Bretlandi. ÁN NEINNA VIÐ-
BRAGÐA utanríkisráðherra.
Þá hefur utanríkisráðherra ALGJÖRLEGA vanrækt að kæra Breta
fyrir NATO vegna beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Að
eitt NATO-ríki beiti slíkum hryðjuverkalögum gegn öðru NATO-ríki
hlýtur að vera stórbrot á stofnlögum NATO. Utanríkisráðherra
virðist láta slíkt líka í léttu rúmi liggja.
Það er mjög alvarlegt mál, þegar utanríkisráðherra sér ekki til þess
að utanríkisráðuneytið gæti þjóðarhagsmuna Íslendinga á ögurstundu,
eins og hér hefur verið bent á.
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.