Vonandi stórt rússneskt lán í dag !
15.10.2008 | 00:22
Sendinefnd embættismanna frá Seðlabanka Íslands og
fjármálaráðuneytinu hefur ásamt sendiherra Íslands í
Moskvu, rætt í gær við fulltrá rússneska fjármálaráðuneyti-
sins um stórlán til Íslendinga vegna gjaldeyrisskorts á
Íslandi eftir hrun bankakerfisins. Reuter fréttastofan segir
að lánskjör verði afar hagstæð, 30 til 50 punktar yfir milli-
bankavöxtum, sem eru afar góð kjör. Allt þetta kemur í ljós
í dag.
Ef Rússar verða svo vingjarnlegir og hjálplegir að veita
okkur slíkan stuðning á ögurstundu, og að Norðmenn
með sinn dyrgra gjaldeyrisvarasjóð veiti okkur einnig
gott lán, er aðstoðar Alþjóðlega gjaldeyrisvarasjóðsins
algjörlega óþarfur. Sem þýðir mikilvægt frelsi fyrir Ísland.
Því þar með kæmust við fljótt út úr þeim gjaldeyrisskorti
sem nú háir mjög íslenzku atvinnulífi. Gæti virkað sem
meiriháttar vítamínssprauta svo Íslendingar komist fljótt
út úr þeim hremmingum sem yfir þá hafa dunið.
Að sjálfsögðu hlýtur slík velvild af hendi Rússa ef af verður
stórauka samskiptum Íslands og Rússlands í framtíðinni,
sem hafa þó ætið verið góð og mikil fyrir. Því Íslendingar
hafa orðið fyrir MIKLUM VONBRIGÐUM hvernig margar þjóðir
sem þeir hafa talið sem vini hafa algjörlega brugðist á ögur-
stundu. Jafnvel beitt okkur efnahagslegum hryðjuverkaárás-
um. - Þá munnu sterkari efnahagsleg tengsl við Rússa stór-
minnka allan þrysting á að Ísland gangi í ESB og taki upp
evru. Rússlandi er stórstækkandi markaður þar sem fríversl-
unarsamningur milli þjóðanna yrði áhugaverður.
Íslandingar, Norðmenn og Rússar eiga gríðarlegra hagsmuni
að gæta í Norðurhöfum í framtíðinni. Nú eiga þessar þjóðir að
efna til mikilvægrar samvinnu sín á milli á sem flestum sviðum.
Það er sorglegt hversu sýn núverandi utanríkisráðherra er á
andþjóðlegum nótum varðandi hvernig íslenzk þjóð skuli vinna
sig út úr þeim vanda sem við er að fást í dag. Falla í faðminn
á ESB, þótt þar sé þjóð sem beitt hefur okkur efnahagslegri
hryðjuverkaárás, með skelfilegum afleiðingum, taka upp evru
sem ALDREI muni þjóna íslenzkum hagsmunum, og festa Ísland
í neti Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins.
Ingibjörg Sólrún vill að stjórn Seðlabankans stigi til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu Guðmundur, þetta er það besta sem ég hef séð skrifað um þetta allt saman. Takk fyrir.
Gerir fólk sér ekki almennt grein fyrir þeim auðæfum sem leynast í Norðurhöfum í framtíðinni? Eiga Íslendingar og Norðmenn að deila þessu, sem og öllum okkar auðlindum okkar. með restinni af Evrópu, þar sem mörg löndin eiga ekki neitt. Því eigum við að gera það.
Mér lýst vel á tillögu þína með samstarf við Rússa og Norðmenn. Ekki voru hinir vinir okkar þegar á þurfti að halda og ekki eru þeir að styðja aðrar þjóðir innan bandalagsins (ESB) sem eru í vandræðum, eins og lofað var, en ein þeirra leitaði til Alþjóðagjaldeyrisjóðsins í dag.
Sömuleiðis er ég arfavitlaus yfir utanríkisráherra okkar. Hún hættir aldrei að rugla og sóa gjaldeyrir okkar í þetta blessaða öryggisráð sem við höfum nákvæmlega ekkert í að gera. Og hvað þá með öll þessi sendiráð. Í öllum viðtölum og greinum, jarmar hún um ESB, eins og við séum að fara inn í það núna eftir allt sem hefur gerst.
Við skulum fara í mál við Bretann og vinna. Vinna þá nú eins og við unnum þá áður.
Við eru Íslendingar og sjálfstæð þjóð. Við erum, þótt nú frjósi aðeins meira en við spáðum til um, sterk og rík þjóð. Ekki bara rík heldur ríkasta þjóð í heimi ef auðlindum okkar er deild á hvern Íslending.
Halla Rut , 15.10.2008 kl. 00:40
Sæll Guðmundur.
Það væri betur að þetta gengi eftir.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.