ESB-aðild aldrei eins víðs-fjarri
15.10.2008 | 10:48
ESB-aðild Íslands hefur aldrei verið eins víðsfjarri og nú. Útrás
bankakerfisins er hrunið sem hefur verið eitt af máttarstólpum
hagkerfisins undanfarin ár. Nú hafa hinar hefðbundnu atvinnu-
greinar tekið við. Sjávarútvegur verður þar fremstur ásamt ál-
iðnaði í útflutningi. Bara út af því hversu sjávarútvegurinn er
okkur mikilvægur nú kemur aðild að ESB alls ekki til greina. Þá
verður íslenzkur landbúnaður mun þýðingarmeiri fyrir Íslendinga
eftir þá efnahagskreppu sem nú gengur yfir. Aðild Íslands að
ESB myndi hins vegar gera honum afar erfitt fyrir. Þá hefur það
ALDREI verið eins þýðingarmíkið fyrir Íslendinga að geta stundað
FRJÁLS VIÐSKIPTI við þjóðir heims. Það gætum við alls ekki yrðum
við aðilar að ESB. - Íslenzk sendinefnd væri EKKI nú stödd í Rúss-
landi í dag værum við undir Brusselvaldinu svo nærtækt dæmi sé
tekið. Þá yrði afar ógeðfellt fyrir Íslendinga að ganga í samband
eins og ESB þar sem annar stærsti aðili þess, Bretar, hafa beitt
okkur hryðjuverkalögum og rústað okkar efnahag. Bersýnilega
með velþóknun og samþykki Brusselvaldsins, þrátt fyrir að grunn-
lög ESB vori þar ÞVERBROTIN.
Því er það meiriháttar tímaskekkja hjá þrem þekktum félögum
í Framsóknarflokknum að skrifa blaðagrein í Fréttablaðið í dag,
ákallandi ESB og EVRU og Alþjóðlega gjaldeyrisvarasjóðinn.
Þvílíkur koss á vöndinn og uppgjafarviðhorf eru með eindæmum.
Komnir á rétta braut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi
Ég vildi óska þess að ég gæti verið sammála þér. En eins og staðan er í dag, höfum við ekki gjaldmiðil, hvorki innanlands né á alþjóðamarkaði. Inneignir fyrirtækja eru frystar, svo ekki er hægt að nálgast fé sem annars ætti að vera handbært og hvorki innflutnings- né útflutningsfyrirtæki geta átt í eðlilegum viðskiptum.
Það þarf skýrar, róttækar aðgerðir til að endurvinna þó ekki væri nema hluta þess traust
Eins og gjaldmiðilsskýrsla Framsóknar leiddi í ljós höfðum við tvo meginvalkosti. Nú er annar þeirra út úr myndinni. Því miður.
Gestur Guðjónsson, 15.10.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.