ESB sýnir nú sitt rétta kúgunarandlit


     Framkvæmdastjórn ESB sgist ekki geta blandað sér í
deilur Íslendinga og Breta. En hún snýst um að Bretar
ÞVERBRUTU grundvallarlög ESB og EES-samningsins,
og reðust á saklausan íslenzkan banka í Bretlandi með
þeim skelfilegum afleiðingum að móðurbanki hans á Ís-
landi fór í þrot. Beittu meira að segja brezkum hryðju-
verkalögum, sem er EINSTAKT í veraldarsögunni í svona
tilfelli.

   ESB hefur nú sýnt sitt rétta kúgunarandlit. Þeir stóru og
sterku meiga ÞVERBRJÓTA grunnreglur sambandsins til að
ná sýnu fram gagnvart minni þjóðum, þótt þær hafi sam-
þykkt fjórfrelsið, grunnsáttmála ESB. Hvaða erindi á smá-
þjóðin Ísland i í slíkt hryðjuverkasamband gegn smáþjóðum?

  Það er aldeilis með ólíkindum að enn skuli vera Íslendingar
sem vilja kyssa á vöndinn og ganga slíkum kúgurum á hönd.
Vera í VINÁTTUSAMFÉLAGI með einu stærsta ríki ESB sem hefur
gert hryðjuverkaárás á Ísland. - Hversu langt er hægt að ganga
í andþjóðlegum viðhorfum? Eru ESB- sinnum á Íslandi EKKERT
heilagt lengur?
mbl.is ESB blandar sér ekki í deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lets hope Iceland wins the case......Iceland can then pay back some of the money they owe the Brits (and the French, and the Dutch, and the Germans, and Denmark, and Sweden, and Finnland etc etc etc.......)

zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Fair play (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: A.L.F

ESB er bara fratt, og hefur aldrei verið til staðar fyrir smærri þjóðir, við ættum ferkar að reyna að sækjast eftir samstarfi við Norðmenn en að eltst við þetta ESB kjafttæði.

A.L.F, 15.10.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er sorglegt mál. Ég er alvarlega farinn að hallast á að við erum í stríði við heiminn. Það á að ganga frá okkur.

Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er ekki affarasælast og í raun eina leiðin að leysa málið fyrir dómsstólum, þar sem við stöndum utan sambandsins?

Hins vegar finnst mér að ESB ætti fortakslaust að fordæma þessa gjörð Breta, sem þeir hafa greinilega alls ekki hugsað sér að gera.

Það verðu fróðlegt að sjá hvort Nató bregst við.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:13

5 identicon

Það er aðgerðaleysi og fávitaháttur íslenskra ráðamanna sem bjuggu til þessa atburðarás. Þeir VISSU í hvað stefndi - en kusu að gera ekkert í málinu - og LUGU að þjóðinni um að allt væri með felldu þrátt fyrir viðvaranir úr öllum áttum. Þeirra er skömmin að hafa gert þjóðfélagið gjaldþrota.

Babbitt (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:21

6 identicon

Gordon Brown er idiot!  Ætli honum og bresku þjóðinni muni líða vel að vita af rússnesku kjarnorkuvopnabúri rétt norðan við þá, nánar tiltekið á Íslandi?

Það er einstakt að Nato-ríki beiti öðru Nato-ríki hryðjuverkalögum.  Þessi lög áttu að vera til að verjast Al-Qaida og öðrum hryðjuverkaógnunum, ekki ríki sem er í bandalagi við þá.

Þjóðernissinninn (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:24

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Babbitt. Hvað sem segja má um íslenzk stjónvöld þá fóru bresk stjórnvöld
OFFARI í málinu og ÞVERBRUTU stofnsáttmála ESB. Og nú hefur BRUSSEL
lagt blessun sína yfiir það. Hina efnahagslegu hryðjuverkaárás á Ísland.
Samt heldur ESB-trúboðið á Íslandi áfram!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.10.2008 kl. 21:28

8 identicon

Babbit: Þessi hætta var sýnileg um 2005 og menn eins og Ragnar Önundarson vöruðu við henni þá án þess að á þá væri hlustað. Þær sakir verður að gera upp þegar um hægist. Um það er ég sammála þér.

Ef þú ert hinsvegar að vísa í skýrslu bresku hagfræðinganna frá því á þessu ári  þá kom hún allt of seint. Lausafjárkreppan var þegar byrjuð og miklu færri valkostir í stöðunni. Mér skilst að menn hafi reynt að gera allt sem þeir gátu til þess að koma Icesave til Bretlands en að eigendurnir hafi neitað þar sem breska fjármálaeftirlitið setti ströng skilyrði.

Mér þætti gaman að vita hvaða ráðstafanir aðrar þú sérð að hafi verið hægt að gera eins og staðan var þegar skýrslan ver gerð.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:32

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er allt hárétt hjá þér Guðmundur.Nú eigum við að hætta strax öllum vangaveltum um að ganga í ESB.Atburðir síðustu daga ættu að sína okkur öllum að Evrópusambandsins bíður ekkert annað en fátækt og upplausn.Ég var einn af þeim sem var svo bláeygur að halda að þetta væru lýðræðisleg samtök, en framferði Breta og svo stuðningur ESB við þá hefur opnað augu mín.Við eigum skylyrðislaust að hætta öllu samstarfi við þennann hrokalýð í þeirra hernaðarbrölti. og alls ekki að hleypa þeim með neinar herflugvélar á Keflavíkurflugvöll eins og til stendur.

Sigurgeir Jónsson, 15.10.2008 kl. 21:39

10 identicon

Ekkert ESB það er betra að drukkna á leiðinni að synda í land en að vera étinn að hákarli,og þeir sem seigja að Bretar séu vinnir okkar þurfa ekki óvini, og ætti að kæra fyrir landráð og Danir eru með minnimátakennd ,og ættu að skammast sín kv Adolf

ADOLF (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:39

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta er rétt hjá þér Hans. Breska fjármálaeftirlitið setti allt of ströng skilyrði
til að lögskrá Icesave í Bretlandi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.10.2008 kl. 21:42

12 Smámynd: Jens Ruminy

Þú ert að rugla saman nokkur hluti Guðmundur Jónas, fjórfrelsið sem þú nefnir og Íslendingar hafa notfært sér svo sannarlega kemur einmitt ekki í veg fyrir árásir á lönd utan ESB. Gleymdu ekki að framkvæmdastjórn ESB er einmitt ekki yfirstjórn yfir ESB-lönd sem hefur tekið öll völd frá þeim eins og ESB-gagnrýnendur halda alltaf fram. Þar kemur ekkert fram gagnvart lönd utan ESB sem hefur ekki verið rætt INNAN ESB. Þ.e. framkvæmdastjórn ESB skiptir sér í besta falli ekki af "árásum" aðildarríkis á ríki utan ESB. Ísland hefði þar af leiðandi staðið nú miklu betur innan ESB þar sem þar ræða menn saman og lönd hjálpast að innan ESB, og þar hefði Ísland getað fengið jafnan hljómgrunn fyrir sín sjónarmið og Bretar, Hollendingar o.s.fr.v.

Þessi einangraða staða sem Ísland nú er í er bein afleiðing þeirrar pólitískrar kreddu að vera utan slíku samstarfi eða heldur að njóta bara réttindi án þess að samþykkja pliktir. Þeir sem aldrei vildu nokkuð með ESB hafa að gera eru nú þeir sem væla hæst að ekki hafi borist hjálp þaðan.

Talandi um réttlæti: Það er því miður þekkt fyrirbæri að stór og pólitísk sterk lönd ráðast á lítil ef tækifæri gefst. En jafnvel Ísland reynir að hagnast á slíku árási ef það verður ekki sjálft fyrir. Tökum dæmi:
fyrir u.þ.b. ári síðan kom þýska leyniþjónustan yfir skrá kúnna banka í Liechtenstein sem voru að fjárfesta þar í landi en slepptu að tilkynna slíkt við skattstofu heima fyrir. Engin leið var að fá þessa skrá nema að brjóta lög í Liechtenstein. Samt sýndu íslensk yfirvöld þessari skrá mikinn áhuga þó hún væri afrakstur áráss í formi þjófnaðar á þetta 17.000 íbúa land við bakka Rín-árinnar. Enginn Íslendingur stóð þá á lappirnar til að verja Liechtenstein. Búinn að gleyma því?

Jens Ruminy, 15.10.2008 kl. 23:09

13 Smámynd: Sævar Einarsson

ESB, ASÍ, UMFS,VMA bla bla bla, NATO þjóð lýsti yfir stríði á aðra NATO þjóð og það er grafalvarlegt mál sem Bretar skulu fá að borga fyrir dýru verði, þorskastríðið og þeirra tap í peningum er djókur miðað við það sem þeir koma til með að þufa að borga í skaða og miskabætur til Íslands.

Sævar Einarsson, 15.10.2008 kl. 23:42

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jens RUMINY. Þín málflutningur hér er EKKI svaraverður. Enda EKKI ÍZLENZKUR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.10.2008 kl. 00:56

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

jens RUMINY. Þínn  málflutningur hér er EKKI svaraverður!
eNDA EKKI ÍSLENZKUR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.10.2008 kl. 00:59

16 Smámynd: Sigurjón

Jens spyr nú samt áleitinna spurninga Guðmundur.  Það lítur ekki vel út að þú neitir að svara þeim á þeim grundvelli að hann sé ekki íslenzkur, þrátt fyrir að búa hér og skrifa afbragðs mál.

ESB hefur fyrir löngu sannað sig sem þunglamalegt tröll sem við eigum ekkert erindi í.  Tölum frekar við Norðmenn.

Sigurjón, 16.10.2008 kl. 03:45

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...Guðmundur, ...þessir "bloody foreigners" vita bara ekkert í sinn haus...

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:00

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Við Íslendingar megum nú alveg bæta okkur í mannasiðum.

Efast ekki um að margar aðrar þjóðir megi það líka.

Svona heilt yfir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:01

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég sé ís skrifað með zetu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:03

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ok...þú varst búinn að leiðrétta það!

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:04

21 identicon

Guðmundur - er þér alvara með þessu svari til Jens?  Birtu endilega lista yfir það hverjir mega birta athugasemdir.  Mega svartir skrifa hér? Konur? Gamalmenni? Eða bara hvítir miðald(r)a íslenskir karlmenn?

Birtu endilega nákvæman lista yfir það hverjir eru velkomnir hér (fyrst ég að rífa svona kjaft verð ég eflaust ekki á honum)  okkur hinum til upplýsingar.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:49

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Öhömm...ég er kannski hér í óleyfi?

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:56

23 identicon

það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld þjóðarframleiðsla.

Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.

Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga spilaskuldirnar.

Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann
með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs av den isländska statens depositionsskydd.

RagnarA (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:45

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo verðar íslenskir túristar í Kaupmannahöfn brjálaðir þegar þeir fá ekki að halda áfram að spreða þar út á kreditkortin sín.

Þarf maður að vera hissa á því? 

Þó mér finnist of gróft af verslunareigendum að klippa kortin, það hefði nú bara mátt neita að taka við þeim. En mörgum þeirra svíður sjálfsagt enn kaupin á Magasin og Illum á sínum tíma og komast í hefndarhug við þessar aðstæður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 20:34

25 identicon

Guðmundur Jónas. Með þessum orðum þínum: " Jens RUMINY. Þín málflutningur hér er EKKI svaraverður. Enda EKKI ÍZLENZKUR!" hefur þú afhjúpað þig sem þjóðernissinnaðan útlendingahatara í stíl við nasista Þýskalands fyrir miðja síðustu öld.

Þú ert ómerkilegur lýðskrumari og þú mátt hafa ævarandi skömm af þínum málflutningi.

BigBrother (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband