Fólk og fyrirtæki gera uppreisn !


    Ef Seðlabankinn og ríkisstjórnin komast upp með það að
stýrivextir hækki í 18%  mun  fólk og  fyrirtæki einfaldlega
gera uppreisn . 18% stýrivexti ofan í bullandi samdrátt og
kreppu er gjörsamlega út í hött. -   Fyrirtækin, undirstaða
atvinnu og verðmætasköpunar blæða hreinlega út. Og hvað
er þá eftir?  

   Komi í ljós að þetta er gert vegna kröfu Alþjóðlega gjald-
eyrisvarasjóðsins á að hafna þeirri kröfu. Lán hans verður
allt of dýru verði keypt.  - Enda þá komið á daginn að sá
sjóðir hugsar bara um kapitalið en ekki um afkomu fólks og
fyrirtækja. Ráðgjafar sjóðsins eru þá augljóslega algjörlega 
veruleikafirrtir búandi  í filabeinstúrni. Eins og margir hafa
haldið fram!

  Því verður með engu móti trúað að stýrivextir verði hækk-
aðir um 6% í dag. Hlýtur að vera misskilningur. Hljóta að
LÆKKA um 6% eins og öll þjóðin hefur verið að bíða eftir
vikum og mánuðum saman....
mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jonniy. Þú ert þá að segja að Samtök atvinnulífsins og ASÍ séu fifl?  Öll
helstu samtök er tengjast atvinnulífinu hafa kallað á verulegar vaxta-
lækkanir, því annars blasir alsherjar gjaldþrot við. Það sjá allir og vita sem
sem eitthvað hugsa og skilja.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 10:27

3 identicon

Hvernig kemur þetta beint við heimilin í landinu og verðtryggðu lánin?

Launamaður (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband