Stýrivaxtahækkun í boði Samfylkingar


   Það er aldeilis fráleitt að það sé hægt að kenna Seðlabankanum
um stýrivaxtahækkunina. Hann er einungis að framfylgja stefnu
og  ákvörðun  ríkisstjórnarinnar.  Ríkisstjórnarinnar  sem  hefur
samþykkt  skilyrði  Alþjóða gjaldeyrissjóðsins., m.a. um þessa 50%
stýrivaxtahækkun.  En Samfylkingin barðist fremst flokka í því að
leitað yrði til þessa sjóðs, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAÐI. Blind alþjóða-
hyggja Samfylkingarinnar hefur því nú leitt til þess að ökurvextirnir
snarhækka og fólk og fyrirtæki fara í þrot. Sósíalisma andskotans
hefur Samfylkingin þannig leitt yfir þjóðina.

   Aldrei var fullreynt að fá lán frá vinvettum þjóðum, eins og Norður-
landaþjóðum, Japönum, Rússum og fl. þjóðum, ÁÐUR en leitað var til
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, með þeim ofur-skilyrðum sem nú eru að
koma í ljós.  Samfylkingin truflaði það ferli strax í upphafi, og kom í
raun í veg fyrir það. Ábyrgð hennar er því mikil hvernig komið er!

   
mbl.is Frostkaldur andardráttur IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég segi líka "Hvaða bull er þetta" hjá bókhaldaranum sem aðhyllist þjóðleg, mið/hægrisinnuð viðhorf. Er ekki marg búið að koma fram að "vinveittar þjóðir" hafa sett þau skilyrði að fyrst þurfi aðild IMF áður en þau telja sig geta komið til aðstoðar.  Hætta svo þessu kjaftæði að kenna einum frekar en öðrum um. Ég sé ekki að það séu margir sem geta fríað sig.

hh (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:33

2 identicon

Hættið þessu væli... báðir tveir. IMF virðist vera okkar eina von, við þurfum fjármagnið og við þurfum sérfræðiaðstoðina- all flestir hagfræðingar hér á landi eru þessu sammála. Ég er sjálfstæðismaður, ég er ekki evrópusinni, en ég geri mér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Við getum ekki hoppað á milli landa og grátbeðið um smáaur í hverju horni, við höfum ekki tímann í það og það skilar litlu af sér. Þetta hefur ekkert með alþjóðahyggju að gera. Þetta hefur með framtíðar lífskjör okkar Íslendinga að gera.

Gulli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:34

3 identicon

Ég er hjartanlega sammála Ómari....það eru fyrst og síðast sjallarnir sem hafa komið okkur þangað sem við erum...

Það er öfga hægri stefna....ekki vinstri heldur hægri sem hefur sett okkur í þessa stöðu..

PEOPLE IN GLASS HOUSES

Aldís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Samfylkingin kolruglaði ferlið í upphafi á grundvelli blindrar alþjóðahyggju
hennar. Kom í veg fyrir aðstoð vinveittra þjóða í upphafi en öskraði stað þess á Alþjóða gjldeyrissjóðin sem enhverra TÖFRALAUSN. Nákvæmlega
og hún bullar um ESB og evru sem tofralausn. En nú er komið í ljós að
aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er meiriháttar HELSI fyrir íslenzka þjóð,
nákvæmlega sem ESB yrði. Það er eðlilegt að ykkur krötum líði illa þegar
ykkur er bent á sannleikann. - Svi þýkist þið vera hvítar dúfur sem beri
enga ábyrgð á neinu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 15:48

5 identicon

Sæll Guðmundur

Fræddu mig endilega um það hvernig Samfylkingin "kolruglaði ferlið í upphafi á grundvelli blindrar alþjóðahyggju". Hvaða vinveittu þjóðir voru reiðubúnar að koma inn með nægilegt fjármagn og hvernig hindraði Samfylkingin það?

Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:59

6 identicon

Ég væri nú til í að heyra rök Aldísar um hvernig hægristefna kom okkur í þessi vandræði, þegar það voru einmitt sósalískar aðgerðir Bandaríkjastjórnar sem hrundu af stað þessu ferli. Einnig myndi ég vilja vita hvernig hún sér fyrir sér að landið væri ef við hefðum haft sósíalíska vinstristjórn við völd og búið við þann litla hagvöxt sem þeim fylgja.

Gulli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:14

7 identicon

Já Gulli þú eins og aðrir hægrimenn og ég geri ráð fyrir að þú sért sjalli eða jafnvel uppgjafar framsóknarmaður viljið fría ykkur af ástandinu...það er fáranlega staða að vinstrimenn svari fyrir hvernig kapítalisminn og nýfrjálshyggjan hefur leikið okkur...þannig kasta menn steinum úr glerhúsi....þú ert kannski sammála Hannesi Hólmstein að sósíalistar með konur í fararbroddi hafi sett okkur í þessa stöðu en ekki peningagráðugir íslenskir jakkafatakarlar. Ég get ekki séð að önnur lönd séu eins illa úti þó að hægri stjórn sé við lýði....

Þetta kallar maður að hengja bakara fyrir smið...tími sjálfstæðisflokksins er liðinn og að ég tali nú ekki um framsókn....það er í sjálfu sér bara hlægilegt/sorglegt hvernig komið er fyrir honum..

Aldís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:36

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Arnar. Samfylkingin er haldin blindri alþjóðahyggju, sbr að halda að kostir
séu fleiri við ESB aðild og upptöku evru. Sem hvort tveggja er út í hött.
Sama á við um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Af því þetta er alþjóðlegt fyrirbæri
þá setur Samfylkingin strax samansem merki milli hans og alls þess sem í
boði er. Þess veggna byrjaði Samfylkingin sama öskrið að leita til þessa
Alþjóða gjaldeyrissjóðs og hún hefur verið að hrópa á ESB sem einhverja
töfralausn. Var því dragbítur á samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn að leita
FORMLEGA til vinveittra ríkja um aðstoð. Þess vegna sitjum við nú í  súpunni með algjörlega óaðgengileg skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins með 18%
stýrivexti, sem mun RÚSTA öllu atvinnulífi gjörsamlega og virka sem olía
á eld á fjármálakrepuna á Íslandi í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 16:46

9 identicon

Það var og... auðvitað tókst Aldísi ekki að svara spurningunni, en kom með persónulegt skítkast í staðin. Á að taka þig alvarlega?

Gulli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:07

10 identicon

Þú biður mig um að spá fyrir hvernig hlutirnir hefðu verið...ég get bara ekki svarað því nema ef ég hefði sömu eiginleika og Nostradamus hafði...

 Sannleikurinn er sár Gulli þinn...og þú svarðir heldur ekki mér...ekki það að mér sé ekki nákvæmlega sama...ég er bara orðin dauðþreytt á miðaldra íhaldspúkum...eins og svo margt annað ungt fólk

Og þú þarft ekki að taka mig alvarlega frekar en að ég taki þig alvarlegan...ég er jú ekki í pólitík!!

Aldís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:13

11 identicon

og já ég gleymdi alveg að þakka Davið og félögum fyrir að vera búin að setja sennilega mig, fjölskylduna mína og megnið af menntaða unga fólkinu í landinu á hausinn....takk...takkk og á ég kannski líka að þakka þér Gulli...

Aldís (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:19

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar lýsti yfir skipbroti kapíalismans í dag í viðtali við Höskuld Höskuldsson lyfjafræðing á Útvarpi Sögu. Fyrrum Seðlabankastjóri BNA, Greenspan að nafni ef ég man rétt gerði slíkt hið sama og baðst að auki afsökunar á þeirri flónsku sinni að hafa trúað á alræðismátt Kenningarinnar í áratugi.

Hin volduga og örugga sjálfvirka stjórn markaðarins reyndist eftir allt saman vera sá pilsfaldakapítalismi sem vinstri menn hafa bent á um áratuga skeið. Sjálfum finnst mér jafn hlægileg heimska að trúa á kennisetningar hvort sem þær koma frá hægri eða vinstri.

Það er oft erfitt að sætta sig við hinn sára sannleika. En um þetta dugar engin rökræða. Veikindi verða ekki læknuð með orðaskaki við sjúklinginn Aldís mín.

Árni Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 17:32

13 identicon

Þú varst búinn að koma með þessar staðhæfingar áður og ég skildi þær þá. Var bara að spyrja hvort þú hefðir einhvern rökstuðning eða dæmi.

Ef ég reyni að finna efnisatriðið innan um fullyrðingarnar þá er það helst að af því Samfylkingin öskraði svo hátt á IMF að það hafi verið dragbítur á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti leitað formlega til vinveittra ríkja um einhverja þá aðstoð sem hefði gert sama gagn við að enduheimta trúverðugleika okkar og áætlun á vegum IMF.

Ekki man ég nein dæmi úr fréttum eða neinar þær staðreyndir sem renna stoðum undir þessa ályktun þína. Þvert á móti. Ég man ekki betur en það hafi verið forsætisráðherra (sem var sjálfstæðismaður síðast þegar vissi) sem skammaðist hæst út í okkar gömlu vinaþjóðir fyrir að bregðast okkur.  Sagði hann ekki frá því að fyrrabragði að hann hefi afþakkað aðstoð Norðmanna þegar þarlendur kollegi hans hringdi í hann? Upplýsti ekki Seðlabankinn okkur um það að ástæðan fyrir því að við fengum ekki gjaldeyrislánalínur frá seðlabanka Bandaríkjanna um leið og hin Norðurlöndin og Ástralía væri sú að þeir vildu ekki lána okkur? Ég man ekki til þess að IMF hafi einu sinni verið komið til tals þegar við misstum af samflotinu í aðstoðinni frá Bandaríkjunum en þú hefur kannski einhverjar heimildir sem engir aðrir búa yfir.

Þú kannski útskýrir fyrir okkur við tækifæri hvaða vinaþjóðir það voru sem Samfylkingin fældi frá samstarfsflokki sínum með öskrum um IMF? Eða endurtekur bara í blindni fullyrðingar þínar um blindu ef það hentar betur.

Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:07

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tek fram að ég er ekki sjálfstæðismaður Arnar. Hef þvert á móti ætíð verið
á móti þessari ríkisstjórn sem flotið hefur nú að fegðarósi. Var ætíð MJÖG
á móti þátttöku Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni. Tel hana eiga STÆRSTA
þátt í því hvernig komið er hafandi sjálfan banka-og viðskiptaráðherra
og stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins úr sínum röðum, sem GJÖRSAMLEGA
sváfu á verðinum. Auðvitað hafði ríkisstjórnin átt að hafa leitað til okkar
helstu vinaþjóða á PÓLITÍSKUM grunni (ekki einungis á vegum Seðlabankans) þegar vitað var að hverju stefndi. Samfylkingin dró lappirnar
svo gjörsamlega þar. Þá hefðu þær brugðist allt öðru vísi við heldur en
nú þegar allt er komið í þrot. Rússanir hefðu þá strax brugðist t.d skjótt
við meðan alþjóðlega fjármálakreppan var ekki komin með fullum þunga.
Því nú er upplýst að stjórnvöld vissu fyrir löngu að hverju stefndi, sbr
neyðarfundur viðskiptaráðherra með breska fjármálaráðherranum í
sept.  En Samfylkingin batt bara fyrir augun og einblíndi á IMF. Gerði
engar fyrirbyggjandi ráðstafanir í tíma. Því erum við nú í IMF-súpunni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 21:40

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það væri gaman að vita hvernig fólk ætlaði að leysa þau vandamál sem við erum í ef ekki með IMF. Það kom í ljós að það var engin þjóð tilbúin að lána okkur gjaldeyri nema að IMF væri búin að taka út efnahagskefið hér. Enda ef þið hugsið þetta þá mundum við ekki lána peninga úr Seðlabanka okkar varsjóðinn okkar ef við hefðum enga tryggingu um að okkur yrði greitt til baka.

Seðlabankastjóri Norðmanna sagð fyrir 2 vikum að auðvita mundu þeir líta jákvætt á að aðstoða okkur. en áður þyrfti IMF að fara yfir stöðu okkar. Hann sagði að það væri venja í svo stórum málum.

Og ef við hefðum ekki fengið neina aðstoð þá yrði staðan fljótlega að hér færi að skorta nauðþurftir sem mundi sprengja upp verðið og þá hefði kreppan farið að bíta fyrir alvöru.

Það þýðir ekkert að tala um að við fengjum pening fyrir útflutning því að engin vill skipta krónum við okkur eða

eiga gjaldeyrisviðskipti við okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2008 kl. 22:21

16 identicon

"Var ætíð MJÖG á móti þátttöku Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni. Tel hana eiga STÆRSTA þátt í því hvernig komið er hafandi sjálfan banka-og viðskiptaráðherra og stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins úr sínum röðum, sem GJÖRSAMLEGA sváfu á verðinum."

Á nú að reyna að kenna bankamálaráðherra til eins árs um þær ófarir sem Sjálfstæðismenn og Framsókn (lengst af) hafa leitt okkur út í síðustu áratugina? Ekki veit ég hvort ég á að hlæja eða gráta. Þú ert nú meiri bullukollurinn.

Sem betur fer hefur 70 prósent þjóðarinnar séð ljósið og vill hefja aðildarviðræður að ESB (ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI INNGANGA NEMA MEÐ SAMÞYKKI ÞJÓÐARINAR). Sem betur fer sjá níu af hverjum tíu Íslendingum að skipta þarf um skipstjóra í Seðlabankanum.

Því oftar sem ég ramba inn á þetta blogg, því meira fjarlægist ég "þjóðleg, mið/hægrisinnuð viðhorf."

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:28

17 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Venjan hefur verið sú að ekki er fyrr búið að taka ákvarðanir en farið er að tala sig út úr þeim.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2008 kl. 23:41

18 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við höfum ekki efni á að borga vextina af IMF lánunum hvað þá efborganirnar. Það er svo einfallt. Allt tal um að það sé betra eða verra en eitthvað annað er bara bull. Lausn á of miklum erlendum skuldum getur aldrei verið að taka meira lán þó það sé greinilega eina hugmynd ríkisstjórnarinnar. Nú verður að herða sultarólina og fara að borga þetta niður og hætta að bæta við vandann. Við hefðum betur gert það eftir síðust kosningar, því þá hefði ekki verið svona mikið af að greiða en betra seint en aldrei.

Héðinn Björnsson, 31.10.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband