Stórfelldur niðurskurður í utanríkisráðuneytinu


   Eitt af þeim ráðuneytum sem almest er hægt að skera stórlega
niður í ljósi efnahagsástandsins er í utanríkisráðuneytinu. Enda
mun þjóðin krefjast þess. Utanríkisráðuneytið hefur þanist út
á undanförnum árum í engu samræmi við hagsmuni þjóðarinnar
né bolmagn. - Fækkun sendiráða, útrýmingu allskyns gæluverk-
efna og allra þátta sem ekki eru taldir bráðnauðsynlegir á að
skera niður. Sjálfgefið er að loftrýmiseftirlit sem Bretar áttu að
sinna í desember falli niður. Ekki kemur til greina að þeir sinni
slíku eftirliti í ljósi samskipta þjóðanna. Í sparnaðarskýni verðum
við að hætta alfarið við slíkt eftirlit. Í ljósi þess að Bandaríkjamenn
töldu ekki lengur þörf á ratsjárkerfinu umhverfis Ísland og sem
kostar okkur hátt á annan milljarð króna að reka á ári ber að
taka til skoðunar að hætta því. Slíkum peningum er miklu betur
komið til uppbyggingar Landhelgisgæslu og öðrum öryggismálum
innanlands. - Ef Nato telur hins vegar þörf á slíku ratsjáreftirliti
verði því heimilt að reka það. Þá á að hætta með Schengen sam-
starfið sem kostar fleiri hundruð milljónir að reka á ári án sýni-
legs árangurs. Þurfum alls ekki á slíku rugl-kerfi að halda ekki
frekar en eyþjóðirnar Bretar og Írar.

   Ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sér sig ekki
fært að skera útgjöld til utanríkismála niður um allt að helming
á hún í slíkt embætti ekkert að gera. Utanríkisráðuneytið hefur
um fjölmörg ár verið rekið sem meiriháttar mont-ráðuneyti  í
engu samræmi við íslenzka hagsmuni, og nú verður að verða
lát á því. - Það er sá ískaldi veruleiki sem við blasir  í dag... 
mbl.is Horfið frá beiðni um loftrýmiseftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já ætli þurfi nú ekki eitthvað að taka til hendinni í þessu efni, það mætti ætla.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.10.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

  • "Í sparnaðarskyni verðum við að hætta alfarið við slíkt eftirlit. Í ljósi þess að Bandaríkjamenn töldu ekki lengur þörf á ratsjárkerfinu umhverfis Ísland og sem kostar okkur hátt á annan milljarð króna að reka á ári ber að taka til skoðunar að hætta."

Þetta eru ótrúleg orð jafnmikils sjálfstæðissinna og þú ert, Guðmundur Jónas, Mundu, að Jón Sigurðsson og ýmsir aðrir, m.a. Jónas frá Hriflu, vildu hafa hér landvarnir og heimavarnarlið.

"Í sparnaðarskyni"!! Þessi desemberviðurvist herflokksins kostar 50 milljónir! Er engu til fórnandi vegna öryggis okkar, eða eru þér Kremlverjar kærari en svo, að þú viljir 'móðga' þá með minnsta eftirlit, hvað þá varnarviðbúnaði? Segðu mér þá: Hvers vegna eigum við að treysta þeim?

Sjálfur hef ég síðast skrifað um þessi mál hér:

Með kærri kveðju, 

Jón Valur Jensson, 31.10.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband