Þörf á þjóðlegum stjórnmálaflokki !
2.11.2008 | 00:43
Eðlilega er mikil reiði í þjóðfélaginu í dag. Enda mikil óvissa
og margir hafa misst vinnu og fjármuni. Eitt má þó aldrei gerast.
Að þjóðin missi vonina og trúna á framtíðina. Því miður virðast
viss pólitísk öfl kynda undir því í dag. Hafa jafnvel gripið til
múgæsinga. - Við því verður að bregðast.
Ný skoðanakönnun í Mbl í dag vekur manni hroll. Því skv.
henni virðist úrtöluliðið úr Samfylkingunni sem minnst hefur
trú á íslenzkri framtíð bera þar sigurinn. En ljóst er líka að
gjörbreytt mynd er að skapast í íslenzkum stjórnmálum. Þar
mun fara fram mikil uppstokkun ekki síður en í þjóðfélaginu
öllu. Nýtt Ísland er í mótun.
Svo virðist að Sjálfstæðisflokkurinn sé í miklum vanda. Að
klofningur sé orðin staðreynd í honum. Formaður hans og
vara-formaður tala ekki í tækt í einu mesta pólitíska hita-
máli á lýðveldistímanum. Afstöðuna til Evrópusambandsins.
Sama má segja reyndar um aðra flokka eins og Framsóknar-
flokkinn, sem er meiriháttar klofinn flokkur og fylgið eftir því.
Og Frjlaslyndir ná engum hljómgrunni.
Á RÚV í gærkvöldi sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor
í stjórnmálafræði, að aðstæður eins og nú hafa skapast þar sem
fólk er orðið mjög óánægt með gömlu flokkana leiði oft til þess að
nýir flokkar eigi tækifæri. - Rétt mælt hjá Gunnari. Oftast hefur
þetta gerst á vinstri-kantinum. Í dag virðist hins vegar tæki-
færin ekki síst vera á mið-hægri kanti íslenzkra stjórnmála.
Uppstokkun þar blasir við. Hreinsun og uppgjör í kjölfar alls
þess sem gerst hefur. Tækifæri fyrir nýjan róttækan mið/hægri-
flokk á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI virðist blasa við. Allur sá mikli
fjöldi Íslendinga sem enn trúa á framtak einstaklingsins en
með félagslegri ábyrgð, með trúna á hin ÞJÓÐLEGU GILDI og
ÞJÓÐLEGU VIÐHORF þarfnast pólitísks vettvangs í dag. Það
er svo augljóst. - Sterk viðspyrna gegn hinni alþjóðasinnuðu
vinstrimennsku verður að koma til ef sjálfstæði og fullveldi
Íslands, þjóðmenningin og tungan, skuli bjargað. Það er ekki
flóknara en það!
Vonandi á því heilsteyptur þjóðlegur stjórnmálaflokkur eftir
að rísa upp úr því mikla pólitíska umróti og uppgjöri sem nú er
framundan. Stór og sterkur íslenzkur flokkur, Íslandi og íslenzkri
þjóð til heilla... Áfram Ísland!!!
Um þúsund mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eða finna Íslending sem kann að seigja satt
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2008 kl. 00:52
Verður nú að skýra hvað átt er við með þjóðlegum flokki. Þjóðlegur flokkur er nú í mínum skilningi eitthvað í á við þjóðernisflokk og þeir eru aldrei skilgreindir sem miðjuflokkar heldur öfga hægriflokkar. Og hvaða þjóðlegu viðhorf ert þú að tala um? Og hvernig eiga þjóðleg gildi að koma okkur út úr þeim vandamálum sem við eru í núna?
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2008 kl. 00:55
Einangrunasinnar allra landa sameinist.
Fáum stjórnendur frá Albaníu, þar var einangrunin reynd hvað mest. Þeir kunna fagið. Létu digurbarkalega í fjölmiðlum um að gjörvöll heimsbyggðin væri á villigötum, nema hið smá einangraða ríki.
Flott sýn til framtíðar. Förum alls ekki að hætti Dana og göngum í ESB. Með því gætu lífskjör orðið hér lík og í Danmörku. Veðjum á Albaníu.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 01:13
Þetta var góð grein hjá þér Guðmundur Kristjánsson
Sigurður Þórðarson, 2.11.2008 kl. 01:20
Magnús. Hvað sem þú leitar getur þú hvergi fundið kynþáttahyggju eða
þjóðernisofstæki í minum skrifum. Hins vegar bendi ég þig á að hægt er
að vera öfga-alþjóðasinni og rasisti gegn sinni egin þjóð!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2008 kl. 10:19
Og Guðmundur nafni. Mestu einanagrasinnanir eru nú einmitt þeir sem vilja
múra Ísland inn í ESB frá öllum umheiminum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2008 kl. 10:21
Það ég er ekki að segja þig vera þjóðrernisofstæki. En hinsvegar var ég að velta fyrir hvað þjóðlegstefna mundi gana út á?
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2008 kl. 10:38
Magnús. Sú þjóðlega stefna sem ég er að tala fyrir gengur út á að standa
vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands, ÞJÓÐFRELSIÐ. - Og standa vörð
um íslenzka þjóðmenningu og tungu sem dýrmætt framlag okkar til
heimsmenningarinnar. Þjóðleg hugsjón sem lítur á ALLA kynþætti og
þjóðir (´þjóðerni) og ALLA hina ólíku menningarheima á JAFNRÉTTISGRUNDVELLI. Þetta er sú þjóðlega stefna sem ég tala fyrir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.