Burt með Samfylkinguna !


   Að sjálfsögðu vissi bankamálaráðherra að hverju stefndi með
bankanna allt frá því í mars eins og fyrrverandi stjórnarmaður
Kaupþings fullyrðir.  Og að sjálfsögðu vissi bankamálaráðherra
að hverju stefndi fyrir margt löngu eins og forstjóri Fjármála-
eftirlitsins  segir.  Bæði bankamálaráðherra og fjármáláeftirlitið,
sem raunverulega BERA MESTA ÁBYRGÐ á bankakerfinu og öllum
fjármálastofnunum í landinu eðli másins samkvæmt, hafa GJÖR-
SAMLEGA BRUGÐIST.  GJÖRSAMLEGA.  Samfylking getur því engan
vegin leikið hvíta dúfu í því hvernig komið er. Nú verður hún að
axla ábyrgð!

  Við þetta bætist svo að banka- og viðskiptaráðhera hefur allt
frá því að  hann tók sæti í ríkisstjórn talað  gjalmiðil þjóðarinnar
niður. Og ALDREI jafn sterkt og nú. Og ríkisstjórnarflokkur hans,
Samfylkingin, segja nú gjalldmiðilin ónýtan. Hvar í veröldinni yrði
það liðið að ráðherra í ríkisstjórn talaði gjaldmiðil þjóðar sinnar
niður? Og það einmitt á ögurstundu þegar þjóðin hefur  orðið
fyrir algjöru  bankahruni, og á allt sitt undir nú að gjaldmiðill
hennar standist hamfarinar. Hvar í heiminum myndi slíkur and-
þjóðfélagssinnaður flokkur fá að sitja í ríkisstjórn?

   Á þetta bætist svo að þessi sami flokkur sér þá lausn eina út
úr efnahagskreppu dagsins að koma landi og þjóð og auðlindum
hennar undir erlend yfirráð. Setja þjóðina í allsherjar fjötra til
framtíðar. Sambandsríki, sem helsti spekingur Samfylkingarinnar
til skamms tíma, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, setur nú frat
á. Segir ESB gjaldþrota og mikla kreppu til margra ára þar fram-
undan. Gefur skít í evru en vill fremur dollar.

   Það er alveg ljóst að Samfylkingin verður einn helsti dragbítur-
inn í þeirri efnahagsuppbyggingu sem nú er framundan. Flokkur
sem trúir ekki á íslenzka framtíð og íslenzka þjóð ber því að víkja.
Og flokkur sem dregur lappirnar í stríðsátökum okkar við Breta
á einnig skilyrðislaust að víkja.

   Og það STRAX !

 

 


mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hér er sorglegt dæmi um vangetu stjórnmálamanns, af borgarafundi sem haldinn var í Iðnó á laugardaginn. „Hann“, varaformaður Samfylkingarinnar öskraði á fólkið og boðaði þeim vaxta- og skattahækkun, áframhaldandi verðtryggingu, nema við göngu í Evrópusambandið og tökum upp Evru.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 10.11.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Því miður er þetta alveg rétt, þessi flokkur sýndi það af sér í upphafi að menn leyfðu sér að leika ýmsum skjöldum meðal annars varðandi það að tala niður gjaldmiðil íslensku þjóðarinnar sitt á hvað.

Nú leikur flokkurinn þann stórkostlega hráskinnaleik í þeim ógöngum fjármálahruns á heimsvísu að reyna að troða upp á þjóðina Esb aðild vegna þess hins sama. Meira segja er Jón Baldvin í trúboði sem slíku líkt og hann eigi þangað eitthvað erindi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.11.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvað viljið þið í staðinn. Framsókn? Þar vilja flestir ganga í ESB. Sem og að þau komu okkur í þetta vesen því þau stjórnuðu bankamálum fram til 2007. Og eru þá menn að tala um ESB hluta framsóknar eða fornaldarhluta framsóknar.

Frjálslynda sem hafa það helst að markmiði nú að yfirtaka kvótann með því að yfirtaka skuldir útgerðarinnar? Reikningur upp á milljarða. Kannski Kristinn Gunnars sem ráðherra.

Vg kannski? Sem leggja áherslu á ríkisumsvif?

Varðandi það sem Ágúst sagði þá sagði hann að ef við fellum út verðtryggingu algjörlega þá munu lífeyrissjóðir hrynja. Held að engin mótmæli því nú með þessa krónu.

Menn verða nú að velta fyrir sér hvað þeir fá í staðinn

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Í dag vilum við ALLT nema hina and-þjóðfélagssinnuðu,
and-þjóðlegu og óíslenzku Samfylkingu! Sem er ávísun á eymd og volæði!
Til frambúðar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.11.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok! Allt í lagi Guðmundur. Ég persónulega sé ekki Guðjón Arnar sem ráðherra eða Grétar Mar, Kristinn H Gunnars, Guðna Ágústs, Bjarna Harðarson, Ögmund, Steingrím, Álfheiði ,Árna Þór, Kolbrúnu Halldórs, Jón Bjarnason og fleiri og fleiri. Þetta er ekki fólk sem ég treysti að geti leitt okkur út úr þeirri kreppu sem við erum í. Fæst þeirra með þekkingu á efnahagslífi og rekstri.

Því tel ég að ef fólk hugsar þetta þá ættir þú kannski að horfa á hinn flokkinn í stjórn. Hann er búinn að vera óslitið við völd. Hann hefur farið með efnahagsmál allann þennan tíma og staðna í dag er nú kannski ferkar Xd að kenna.

Held líka að fólk verði að átta sig á þegar að ríkissjóður verður rekinn með halla upp á kannski 150 milljarða og við erum að taka lán til að reyna að bjarga krónu skrattanum upp á 700 milljarða þá verðum við að borga þetta og því væri óvarlegt af stjórnmálamönnum að neita því að það gæti þurft að hækka skatta. Það er svo spurning hvernig það er gert. Ef ég þekki Samfylkingu rétt verður reynt að láta þá bitna helst á þeim sem geta borgað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2008 kl. 01:27

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú ert sauður GJK. Sverta þá í stjórninni sem eiga minnsta sök á málum. Sveiattan.

Ég treysti frekar Evrópuráðinu til að reka þetta land farsællega en íslenzku hagsmunasinnuðu sveitapólitíkunum. Sjálfstæði er fólgið í fólkinu í landinu, ekki hver stjórnar. 

Páll Geir Bjarnason, 10.11.2008 kl. 02:19

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þetta fólk sem þú telur upp hér myndi ég treysta langt um betur
en hinu and-þjóðlega ráðherraliði Samfylkingarinnar, sem ENGA trú hefur
á landi og þjóð og því síður íslenzkri framtíð. Heldur vill öfurselja öllu hinu
gjörspillta Brusselvaldi á hönd, sem eftir 10 heil ár situr uppi með óendur-
skoðaða reikninga. Kannski Guðmundur Ólafsson hagfr. hafi þess vegna
nú loks komist að því að ESB er gjaldþrota.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.11.2008 kl. 21:32

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Benedikt minn. Þú ert kratablindur á  Björgvin, sem vissi þetta allt
fyrstur manna á Íslandi hér, sem BANKAMÁLARÁÐHERANN! Og gerði
EKKERT Í  ÞVÍ!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 00:38

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fjármálaeftirlitið hefur gefið það út að ekki hafi verið rætt sérstaklega við ráðherra fyrr en í ágúst. Bæði Árna Matt sem er jú fjármálaráðherra og Björgvin. Þú verður að athuga að ráðherra hefur ekki aðgang að gögnum nema í gegnum Seðlabanka og FME og þeir sögðu að bankarnir væru stórir en þeir væru í góðu lagi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2008 kl. 00:54

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta þýðir ekkert Magnús. Hanner er gjörsamlega blindur af öfgafullu hatri til Samfylkingarinnar. Þreytist ekki að skíta hana út, hún virðist EIN bera ábyrgð á ÖLLU sem illa fer í heiminum.

Páll Geir Bjarnason, 12.11.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband