Samfylking, burt úr utanríkisráðuneytinu !
11.11.2008 | 00:31
Hvaða síðmenntuð þjóð í veröldunni myndi láta það viðgangast
að setja á sig hryðjuverkalög, algjörlega að ósekju? Hvaða frið-
elskandi þjóð í heiminum myndi láta það viðgangast að setja sig
á stall með Talibönum og Al-kaída? Mestu dráps- og morðhundum
heims! Jú. Það undarlega er þá virðist sú þjóð tíl. Íslendingar. -
Og það í boði Samfylkingarinnar af því er virðist.
Hvers vegna í ÓSKÖPUNUM hefur utanríkisráðuneytið ekki mót-
mælt með viðeigandi hætti hryðjuverkalögum Breta gagnvart Ís-
lenzkri þjóð? Og fylgt þeim eftir! Og það af fullri hörku! Hryðju-
verkalögum sem enn eru í fullu gildi. Hryðjuverkalögum sem stór-
sköðuðu íslenzka hagsmuni í upphafi. Hryðjuverkalögum sem enn
eru að valda Íslendingum stórkostlegu tjóni á hinu alþjóðlega við-
skiptasviði. Og hvers vegna í ÓSKÖPUNUM er málstaður Íslands
hvergi nærri kynntur á alþjóðavettvangi? Skipulega og hnitmiðað!
Með aðstoð bestu kynningamiðla sem völ er á erlendis! Og hvers
vegna er ekki fyrir löngu búið að kæra bresk stjórnvöld? Og hvers
vegna í ÓSKÖPUNUM er ekki krafist skyndifundar hjá NATO þar
sem hryðjuverkalögum Breta er harðlega mótmælt og þess kraf-
ist að NATO sjái svo um að Bretar láti þau niður falla. Því það er
algjört einsdæmi að eitt Nato-ríki beiti öðru Nato-ríki hryjuverka-
lögum, og komist upp með það! Og hvers vegna er ekki fyrir
löngu búið að afturkalla loftvarnir Breta á jólaföstu yfir Íslandi?
Sem yrðu jafn gáfulegar og Al-Kaída sæu um loftvarnir yfir New
York. Og hversvegna hefur sendiherra Íslands í Bretlandi ekki
verið kallaður heim? Og stjórnmálaslítum hótað!
Ef þörf er á að hreinsað sé til í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti,
og að fjármála-og bankamálaráðherra segi af sér, þá er EKKI
SÍÐUR þörf á að hreinsað verði til í utanríkisráðuneytinu. Það
hefur GJÖRSAMLEGA brugðist í því að standa vörð um íslenzka
hagsmuni og íslenzkan málstað. Enda hefur sósíaldemókrat-
isminn á Íslandi aldrei gert það. Svo öfgafull er hans aljóða-
hyggja...
Samfylkinguna því burt úr íslenzka utanríkisráðuneytinu!
Og það STRAX !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Facebook
Athugasemdir
Málstaður Íslands hefur verið kynntur í öllum helstu fjölmiðlum heims. Það eru lögfræðingar að vinna í Bretlandi að okkar málstað. Þessu hefur verið mótmælt í Nató þar sem að fundarsalur var rýmdur vegna alvarleika athugasemda okkar. Ingibjörg skrifaði ávarp til allra breskra þingmanna sem sendiherra okkar flutti þeim. Þessu hefur verið mótmælt á þingi EFTA og ESB fulltrúa. Þú manns kannski að hér voru hundruð erlendra fréttamanna á blaðamannafundum þar sem þessu var komið vel á framfæri.
Og veit ekki hvað þú heldur að hægt sé að gera með því að slíta samstarfi við Bretland og Holland. Hlustaðir þú ekki á Hollenska fréttamannin sem var í Silfri Egils. Þar og í Bretlandi eru hundruð þúsunda manna sem Íslenskur banki hafði tekið á móti öllum sparnaði þeirra og svo bara einn dag þá var allt lokað og þau vissu ekkert. Og skv. EES og orðum Geirs þá voru við í ábyrgðum fyrir einhverjum hluta innistæðana og skv. Davíð ætluðum við ekkert að borga. Síðan er allt annað mál með Kaupþing. Og eftir því sem ég best veit er Geir Haarde yfirmaður efnahagsmála og hefur ráðið norskan herfræðing sem á að ráða því hvernig þessi mál eru kynnt fjölmiðlum og málstaður okkar kynntur í útlöndum.
Svo til gamans af því að þú ert fyrrverandi framsóknarmaður, hvað segjum við nú um Framsókn Guðmundur villt þú fá í stjórn menn eins og Bjarna Harðar eftir fréttir kvöldsins? http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item236187
Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2008 kl. 00:44
Magnús. Ættir að skammast þín að voga þér að halda hér uppi málsvörn
fyrir hina AND-ÞJÓÐLEGU Samfykingu, sem vinnur markvíst geng íslenzkum
hagsmunum og íslenzkum málstað.! Tengist ekkert Framsókn Magnús.
Hef fyrir löngu sagt mig úr þeim Evrókrataflokki eins og ég hef sagt þér fyrir
margt löngu. Hins vegar á Bjarni Harðar og allir sannir Íslendingar minn
stuðning!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 00:55
Sæll Guðmundur.
Í raun og veru hefur engin opinber yfirlýsing verið send Bretum varðandi þetta mál sem við Íslendingar höfum fengið frásögn um, því miður.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.11.2008 kl. 01:04
Hvaða friðelskandi þjóð myndi lýsa yfir stríði við Írak eins og Íslendingar gerðu?
Tvískinningur og bull. Íhald og Framsókn gerðu okkur varanlaga að fífli, sér í lagi fyrir sjálfum okkur.
Skulum ekkert vera að flika okkur sem slíka. Skil ekki heldur hvernig þú vilt að Samfylkingin stjórni Breska ríkinu.
Skil ekki heldur hvers vegna þú skipar þér í sveit með Bjarna Harðar og vilt einangra Evrópu frá Íslandi. Hvers eiga Evrópubúar að gjalda?
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 01:10
Þið verðið að athuga að Geir er enn að vonast eftir samningum enda allar þjóðir búnar að skilyrða hugasanlega aðstoð við okkur við aðkomum IMF og eins að við náum samningum við Breta. Það er nokkuð ljóst að ef við greiðum ekkert er þjóðin búin að fá á sig stimpil sem landið sem ekki er hægt að treysta í viðskiptum.
Hér er frétt af bréfi Ingibjargar til breskra þingmanna:
ngibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sent breskum þingmönnum bréf þar sem hún gagnrýnir bresku ríkisstjórnina harðlega fyrir þann skaða sem hún hafi valdið öllum Íslendingum með framgöngu sinni gegn íslensku bönkunum á dögunum. Hún hvetur þingmennina til að beita sér fyrir endurreisn á fyrri samskiptum þjóðanna.
Dagblaðið The Independent segir frá þessu í dag.
Fram kemur í breska blaðinu að um sé að ræða afar óvenjulega gagnrýni á bresku stjórnina frá erlendum ráðherra, “an extraordinary diplomatic attack on the British Government” eins og það er orðað.
Blaðið segir að Ingibjörg Sólrún saki jafnvel bresk stjórnvöld um að stuðla að árásum á Íslendinga sem heimsæki Bretland með því að skapa andúð á landinu. Um þetta segir orðrétt: “Ms Solrun Gisladottir even accused the Government of provoking attacks on Icelanders visiting Britain by stoking hostility towards her country. “Icelanders as a nation have been tarred with the same brush and are suffering real abuse in some cases,” she said.”
Blaðið segist hafa afrit af bréfinu undir höndum. Ekki kemur fram hvort það var sent öllum þingmönnum á breska þinginu eða aðeins völdum hópi.
Fram kemur að Austin Mitchell, þingmaður Verkamannaflokksins sem er formaður þverpólitískrar íslensk-breskrar nefndar þingsins, hafi hvatt David Miliband utanríkisráðherra til að beita sér fyrir því að leysa togstreituna við Íslendinga. Hann telur að Bretar hefðu átt að hjálpa Íslendingum í fjármálakreppunni en segir að í staðinn hafi þeir aukið á vandann.
Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2008 kl. 01:19
Hvaða bull er í þér nafni Sigurðson. Hlustaðu ekki á Útvarp Sögu s.l
föstudag? Þar lýsti nafni okkar Ólafsson hagfr. mikill ESB sinni til margra
ára, bæði frat á ESB og evru. Sagði ESB gjaldþrota og vildi fremur dollar
en evru. Nafni vor er því kominn á þá skoðun að við eigum alls ekki að
EINANGRA okkur innan ESB heldur hafa ALLAN HEIMINN undir. Svo skil
ég ekki þetta Írakskjaftaði í þér. Hef aldrei stutt það, og fyrir mörgum árum
gengin úr litla krataflokknum, Framsókn.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 01:26
Og Geir mótmælti formlega við Breta daginn sem þessum lögum var beitt á bankana. Þetta las maður í öllum Breskum fjölmiðlum næstu daga á eftir, sá viðtöl við hann á Sky, BBC, Bloomberg, og fleiri Breskum og Bandarískum fjölmiðlum.
En eins og ég sagði heyrir þetta mál undir Forsætisráðuneytið og það er Geir sem skipuleggur það.
Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2008 kl. 01:27
Magnús minn. Utanríkisráðuneytið HEFUR GJÖRSAMLEGA BRUGÐIST A-Ö
að halda uppi málsvörn Íslands gagnvart Bretum og Samfylkingarflokknum
í Bretlandi. GJÖRSAMLEGA! Og vegna þess hafa þjóðlega sinnaðir Íslendingar farið af stað með meiriháttar undirskriftarsöfnun og heimasíðu til að MÓTMÆLA yfirgangi Breta, þar sem íslenzk stjórnvöld, utanríkisráðuneytið, HEFUR ALGJÖRLEGA BRUGÐIST. það er ekki flóknara en það. Og í Spegli RÚV í kvöld var þetta meiriháttað undirstrikað. Utanríkisráðuneytið HEFUR ALGJÖRLEGA BRUGÐIST, og fyrir það ætti Ingibjörg Sólrún að sjá sóma sinn í því OG SEGJA AF SÉR!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 01:41
Hvaða friðelskandi þjóð myndi lýsa yfir stríði við Írak eins og Íslendingar gerðu?
Tvískinningur og bull. Íhald og Framsókn gerðu okkur varanlaga að fífli, sér í lagi fyrir sjálfum okkur.
Skulum ekkert vera að flika okkur sem slíka. Skil ekki heldur hvernig þú vilt að Samfylkingin stjórni Breska ríkinu.
Skil ekki heldur hvers vegna þú skipar þér í sveit með Bjarna Harðar og vilt einangra Evrópu frá Íslandi. Hvers eiga Evrópubúar að gjalda?
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 06:54
Skil ekki þín skrif nafni. Hef aldrei skilið Íraksstríðið eða stutt. Þarft svo ekki að hafa ábyggjur af Bjarna Harðar. Hann er hættur á Alþingi.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 10:06
Það er margt sem þú skilur ekki Guðmundur. Mikill skaði sem svona óeðlilegt hatur í garð stjórnmálafls veldur sálarlífinu og öllu hugsanaferli.
Páll Geir Bjarnason, 12.11.2008 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.