Evrókrataflokkur ! Bless bless Framsókn !
16.11.2008 | 00:27
Eftir miðstjórnarfund Framsóknarflokksins um helgina er ljóst að
flokkurinn er orðin Evrókrataflokkur eins og Samfylkingin. Einungis
er eftir að stimpla það formlega á flokksþinginu í janúar n.k. Þar með
er flokkurinn orðin litil hjáleiga við móðurfleyið, hina ESB-sinnuðu
Samfylkingu. - Nú munu ALLLIR kjóðsendur og stuðningsmenn
flokksins sem aðhyllast þjóðleg viðhorf yfirgefa hann . Ekki er hægt
lengur að treysta Framsóknarflokknum fremur en Samfylkinguinni
fyrir að standa vörð um fullveldi og hagsmuni Íslands. Heldur þvert
á móti.
Framsóknarflokkurinn hefur löngum mikið sótt fylgi sitt til bænda og
sjómanna. Nú munu þær mikilvægu stettir yfirgefa flokkinn. Því með
ESB aðild mun íslenzkur landbúnaður verða fyrir miklum áföllum. Þá
mun hinn framseljanlegu kvóti á Íslandsmiðum færast stöðugt í hendur
útlendinga með ESB-aðild með skelfillegum afleiðingum fyrir íslenzkt
þjóðarbú. Ekki síst nú eftir að sjávarútvegurinn hefur öðlast mun meiri
VIGT í hagkerfinu eftir hrun bankakerfisins. Því eftir ESB-aðild munu
útlendingar öðlast sama rétt og Íslendingar til frjárfestinga í íslenzkum
útgerðum og kvóta þeirra. Furðulegt hvað margir Íslendingar hugsa
EKKERT um þær stórkostlegu efnahagslegu afleiðingar sem það á
eftir að hafa, göngum við í ESB.
Gékk í Framsóknarflokkinn 1976 og starfaði fyrir hann þar til fyrir
fáum árum er Halldór Ásgrímsson fyrrv. formaður lýsti því yfir að Ís-
land yrði komið í ESB árið 2012. Kaus samt flokkinn í síðustu kosn-
ingum, enda taldi þáverandi formann Jón Sigurðsson sannan þjóð-
hyggjumann. Annað kom svo á daginn. Nú kemur það ekki til greina
að kjósa eða styðja Framsóknarflokkinn lengur. Flokkurinn er í mínum
huga nú orðin Evrókrataflokkur þótt hinn formlegi stimpill verði ekki
settur fyrr en í janúar. Því sjálfur formaðurinn tekur nú undir ESB-
trúboðið innan flokksins, og hefur því svkið hinn þjóðlega arm flokk-
sins endanlega sem enn hefur reynt að þrauka í flokknum.
Hér eftir er Framsóknarflokkurinn minn aðal pólitíski andstæðingur
eins og allir þeir flokkar sem vilja ganga Brusselvaldinu á hönd. Von-
andi að fram komi heilsteyptur þjóðlegasinnaður flokkur á svið ís-
lenzkra stjórnmála sem fyrst, sbr. grein mín hér á undan.
Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Facebook
Athugasemdir
Nú þurrkast Framsókn endanlega út þeir eru komnir í rassgatið á Imbu
Gummi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:32
Nákvæmlega Gummi !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 00:40
Held nú kannski að það séu ekkert svo margir Íslendingar sem að aðhyllast þetta heldur hafa þeir bara svolítið hátt og ástandið í dag er eins og það hafi verið búið til til að flæma okkur í ESB
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.11.2008 kl. 00:53
Sæll Guðmundur.
Því miður ætlar Framsóknarflokkurinn að dansa með lýðskrumi sem þessu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.11.2008 kl. 01:30
Besta von þeirra um pólitískan frama er að ganga í Samfylkinguna.
Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 03:05
Skelegg og sterk grein hjá þér, Guðmundur Jónas. – Samúðarkveðja frá mér vegna þessara umskipta þegar Framsóknarflokkurinn er heillum sínum horfinn.
Já, þjóðarflokkur er nauðsyn og það áður en Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir formlega að breyta sér í Ósjálfstæðisflokk.
Jón Valur Jensson, 16.11.2008 kl. 03:35
Heidarlegt hja ter Gudmunduer Jonas. Tetta er otolandi undanslattur og hreinn vingulshattur formanninum.
Rett sem Jon Valur, nu tarf ad stofna fjoldahreifingu um andstoduna gegn ESB, sem sidar verdur ad oflugum stjornmalaflokki sem bidur fram i naestu kosningum og naer mjog miklu fylgi. Vid turfum Bjarna Hardarson og marga fleiri goda menn sem vilja leida ta miklu barattu sem framundan er i tessum malum. Vid turfum lika tjodholla Sjalfstaedismenn med okkur sem hroklast eiga af teirri skutu mjog fljotlega. Ta turfum vid ver tilbuinn og bjoda ta velkomna um bord i Tjodarskutuna. Tjodarflokkurinn yrdi oflugur malsvari i barattunni vid utolulidid og fyrir fullveldi /jodarinnar. Kaemi mer ekki a ovart ad ef vel tekst til ta yrdi Tjodarflokkurinn lang staersta og oflugasta stjornmalaflid a Islandi ad lokum naestu kosningum
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 10:12
Takk fyrir innlitin hér ágæta fólk. Uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum er
óumflýjanleg. Vona og trúi að út úr þeirri uppstokkun komi stór og sterkur
Íslenzkur Þjóðarflokkur. Landi og íslenzkri þjóð til heilla. Spurning hvar
vettvangur slíkrar umræðu á að byrja? Þarf að gerast mjög fljótlega, helst
áður en Sjálfstæðisflokkurinn breytist í Ósjálfstæðisflokk eins og Jón Valur
segir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.