Brandari dagsins í Evrópumálum.
21.11.2008 | 00:24
Enn og aftur ítrekar framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá
ESB, Olli Rehn, að fiskveiðar verði erfiðasta úrlausnarefnið
í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Segir tilslakanir
verða óverulegar frá sjávarútvegsstefnu sambandsis. Ekki
komi til greina að Ísland fái meiriháttar undanþágur frá
henni. ESB-umsóknarferlið gæti tekið allt að 5 ár. Þetta
kom fám á RÚV í gær.
Brandari dagsins kom hins vegar frá Hans Martens, hjá
hugveitunni European Policy Center. Hann býst einnig við
að sjávarútvegsmál verði erfið í samningaviðræðum við Ís-
land. En HVETUR ÍSLENDINGA SAMT TIL AÐ FARA Í ESB TIL
AÐ BREYTA STEFNU ESB INNAN FRÁ. Séu Íslendingar ósáttir
við sjávarútvegsstefnu ESB eiga þeir einmitt að ganga í ESB
til að breyta henni INNAN FRÁ..
Ef hægt er að tala um brandara dagsins þá er það einmitt
slík fullyrðing. Skotar og raunar Bretar sem næst stærsta
þjóð ESB hafa í áratugi reynt að ná fram breytingum á sam-
eiginlegri sjácarútvegsstefnu ESB. Enda hefur hún nánast
lagt breskan sjávarútveg í rúst. En ALLTAF brugðist. Hvernig
í ÓSKÖPUNUM er þá hægt að leiða líkum að því að örsmá þjóð
eins og Íslendingar geti það? Með um 0.4% af atkvæðum
Evrópuþingsins og hafandi ENGANN fulltrúa í framkvæmda-
stjórn ESB? - Þvílik BLEKKING OG HRÆSNI !
Ljóst er að Brusselvaldið reynir nú allt sem það getur til að
lokka Ísland inn í ESB með allar sínar dýrmætu auðlindir. - Og
nýtur við þau áform dyggs stuðnings Samfylkingarinnar og
annara ESB-sinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Já alveg hreint ótrúlegur loddaragangur í gangi, það var hins vegar ágætt að Olli skyldi endurtaka það einu sinni enn að Íslendingar fái engar undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.11.2008 kl. 00:34
eins og esb sinnar hafa marg oft sannað. þá er messt megnið allt sem þeir segja hrein lýgi eða ýkjur.
Fannar frá Rifi, 21.11.2008 kl. 10:49
Sömuleiðis Fannar
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.11.2008 kl. 13:27
að við tökum upp 70% af lögum sambandsins. EFTA rannsakaði þetta og fékk rétt í kringum 6%.
semsagt lygi eða að "óháðu" fræðimennirnir eins og td. Eiríkur Bergmann hafi bara ekki rannsakað þetta nóg.
svona svo við tökum eitt dæmi.
Fannar frá Rifi, 21.11.2008 kl. 15:09
Fannst Hans M góður líka það sem mér datt í hug að þetta væri eins og að köttur segði við hagamús að nú skildi hún skriða upp í ginið á honum og verða étin en reyna síðan að breyta meltingarveginum og kattar eðlinu innan frá Það væri heillavænlegra fyrir hana heldur en að halda áfram að vera hagamús
Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.11.2008 kl. 23:25
Ég held að þetta sé einhver best og raunsæasta lýsing sem ég heyrt af ESB Jón Aðalsteinn.
Fannar frá Rifi, 22.11.2008 kl. 00:31
Af 35 þáttum sem samið er um við inngöngu í ESB eru 21 sem falla beint undir EES samning. Um það bil 6 til 8 eru að hluta til í EES og ljóst að lanbúnaða- og sjávarútvegsmálaflokkarnir verða þeir erfiðustu. Sbr. fjölda viðtala við bæði fulltrúa ESB og sérfræðinga.
Gaman að heyra menn búa til allskonar vandamál fyrirfram sem þeir vita ekkert um.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2008 kl. 01:19
Hvað sagði Oli sambandsstækkunarstjóri? Inn á eftir Króatíu einhverntíman í kringum 2012 og evru í besta falli 2 til 3 árum síðar.
mikið gagn af því að eyða tíma og orku í þessi mál sem leysa engan vanda í dag, heldur þvert á móti skapa vandamál og minnka traustið á efnahagskerfið.
Ef við eigum að geta staðið upprétt aftur þá verðum við hafa trú á því að við getum staðið upp. Magnús, þú og þinn flokkur hefur aldrei haft trú á Ísland eða Íslendinga. Alla þann tíma sem samfylkingn hefur verið í ríkistjórn þá hefur hún talað niður traust á krónuna í kapp við gömlu bankanna.
Ef viðskiptaráðherra lands treystir ekki eigin gjaldmiðli þá gerir enginn annar það heldur.
Fannar frá Rifi, 22.11.2008 kl. 02:35
Þakka innlitin hér. Samfylkin þarf sem fyrst að úthýsa úr íslenzkum stjórn-
málum. Alla vega á sá flokkur sem enga trú hefur á íslenzkri framtíð EKKERT í ríkisstjórn Ísland að gera.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.11.2008 kl. 21:39
Góður pistill, Guðmundur Jónas, hittir beint í mark. Olli Rehn ætlast til þess, að VIÐ aðlögum okkur að EBé og reglum þessi, EKKI að bandalagið aðlagi SIG að okkar þörfum. Vitaskuld breytir það ekki meginstefnu sinni og reglum í einhverjum aðildarviðræðum við neina eina þjóð. Sjávarútvegsstefnan er eins og skriðþungt, mörghundruð þúsunda tonna olíuskip – óbreytanleg í einstökum samningum og er ekki endurskoðuð nema á 10 ára fresti og þá án neitunarvalds einstakra ríkja og m.a.s. án frumvarpsréttar einstakra ríkja þar um í EBé-þinginu. Allt, sem fer utan þessarar meginstefnu, varðar einungis tímabundna aðlögun nýrra ríkja að henni; engar undanþágur eru varanlegar. Með þessu passar bandalagið sig á því að láta ekki viðkomandi þjóð finna fyrir skellinum fyrr en hún er orðin fastflækt og véluð inn í bandalagið. Klókt!
Tek svo undir orð þín um þessa svikatungu, blekkingarinnar þjón Hans Martens, sem fjölmiðlar hér eru svo andvaralausir að endurtaka og slengja framan í auðblekkta þjóð – auðblekkta vegna forvinnu þeirrar sem vel smurðar (og EBé-styrktar?) áróðursmaskínur Brysselbáknsins hér á landi hafa unnið hér á landi árum saman. Ennfremur er Samfylkingin næstum því en masse hlynnt þessu máli, af því að margir þar grípa það á lofti sem skynsamlegt að vera á með ÖLLU sem Davíð hefur verið á móti. Hækjuhugsun einkennir ennfremur þetta lið í forystunni þar, að geta ekki tekið ábyrgð á því að standa að rekstri sjálfstæðs þjóðarbús. Slíkt fólk er óhæft til landsforræðis.
Kær kveðja!
Jón Valur Jensson, 23.11.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.