Myntsamstarf við Norðmenn ef flot á krónu mistekst !
27.11.2008 | 00:18
Allar líkur eru á að krónan verði sett á flot eftir helgi. Gríðarlegir
hagsmunir eru í veði að styrking hennar verði sem fyrst og að
gengið komist í eðlilegt horf. Mjög fljótlega á að koma í ljós
hvort það takist. Ekki kemur hins vegar til greina að bíða of
lengi, því bæði fólk og fyrirtæki bíður meiriháttar gjaldþrot mis-
takist það. Þá kemur heldur ekki til greina að eyða dýrmætum
gjaldeyri í að verja vonlausa stöðu. Nógu samt höfum við tapað
Íslendingar.
Tillaga Frjálslynda ber því að skoða jákvætt um myntsamstarf
við Norðmenn. Upptaka evru er hins vegar algjört rugl.
Íslendingar og Norðmenn eiga mikla sameiginlegra hagsmuna
að gæta í framtíðinni. Samstarf á sviði öryggis- og varnarmála
er augljóst. Þá á samstarf á sviði auðlindamála eftir að stór-
aukast, ekki síst finnist olía á Drekasvæðinu, eins og allar líkur
eru á. Þá eiga þjóðirnar mikilla hagsmuna að gæta varðandi
fiskveiðar.
Efnahagskerfið varðandi útflutning er ekki svo ólíkt. Mikil-
vægur þáttur í útflutningi þjóðanna er í formi orku og fisk-
jar. - Gengishagsmunir hvað þessa mikilvægu þátta varðar
gæti því farið ágætlega vel saman. - Svo má ekki gleyma
því að báðar þjóðir standa utan ESB. Norðmönnum er því
hagur í því að Ísland verði áfram utan ESB, því annars
væri EES-samningurinn í uppnámi. - Einnig má ekki gleyma
sögulegra tengsla þessara tveggja frændþjóða.
Allt er þetta spurning um pólitískan vilja þjóðanna. Ís-
lendingar eiga fáa kosti í stöðunni mistakist krónuflotið.
Mörg ár tekur að taka upp evru. Auk þess að aðild að
ESB kemur ekki til greina. Upptaka dollars má skoða, en
myntsamstarf við Norðmenn á að láta reyna á fyrst. Því í
slíku samstarfi verður hinn nauðsynlegi sveiganleiki ætið
til staðar. Í samstarfi geta tveir vinir alltaf rætt stöðuna,
ekki síst þegar um svo marga hagsmuni aðra er að ræða,
eins og um var getið.
Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vasklega haldið á pennanum þarna gamli. Ég er sammála þér varðandi myntsamstarf við norðmenn.
Freyr Arnórsson, 27.11.2008 kl. 00:27
Ég held að við mundum þurfa að sætta okkur við að missa allan gjaldmiðils sveigjanleika hvort sem við tökum upp Norska krónu eða dollar. Hagsmunir stærri þjóðarinnar mundu alltaf ráða... Mér finnst skipta meira máli að dollar er mun sterkara myntsvæði og við verslum þó nokkuð mikið með dollara nú þegar í olíu, orku, áli, fiski og öðru. Síðan er olíuverð komið í rétt yfir $50 og þetta gæti búið til stórar sveiflur í Norsku krónunni...
Róbert Viðar Bjarnason, 27.11.2008 kl. 00:32
RÓbert. Er hér ekki að tala fyrir upptöku noskrar krónu. Heldur myntsamstarf þar sem ákveðinn sveiganleiki yrði ætið til staðar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.11.2008 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.