Mun Sjálfstæðisflokkur fresta ákvörðunartöku um ESB?
29.12.2008 | 00:25
Ekki er talið ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fresti að taka
ákvörðun um að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu
á landsfundi flokksins í janúar. - Bæði er það að þorri sjálf-
stæðismanna er mjög ósáttur við að slík ákvörðun sé tekin
undir síendurteknum hótunum Ingibjargar Sólrúnar formanns
Samfylkingarinnar um kosningar og þá stjórnarslit, samþykki
flokkurinn ekki aðildarumsókn. Ekki komi til greina að Ingibjörg
og Samfylkingin hafi áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessu
stórmáli. Þá eru mjög alvarlegar skiptar skoðanir í flokknum um
afstöðuna til aðildar Íslands að ESB, sem auðveldlega geta leitt
til afdrífaríks klofnings í flokknum verði látið sverfa til stáls milli
tveggja ólíkra fylkinga. - Því þótt Evrópunefnd flokksins hafi
verið skipuð og hún látin safna gögnum út og suður um málið
er svo langt í frá að tveggja daga landsfundur geti komist að
niðurstöðu svo sátt verði um í svo meiriháttar pólitísku hitamáli.
Þá eru ótal tæknilegum spurningum ósvarað varðandi fram-
kvæmd málsins, sem taka muni fjölmarga mánuði að vinna úr
áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur um aðildarumsókn.
Allt bendir því til að landsfundur Sjálfstæðisflokksins fresti
ákvörðunartöku í Evrópumálum, og láti það þá í hlut Sam-
fylkingarinnar hvort hún slíti ríkisstjórnarsamstarfinu eða
ekki, sem hvort sem er verður ekki langlíft úr þessu. - En þá
er það líka orðin spurning hvort það hafi ekki verið vanhugsað
hjá flokksforystu Sjálfstæðisflokksins að leggja upp í Evrópu-
leiðangurinn með þessum hætti? Og sem þá hlýtur að skrifast
fyrst og fremst á hinn Evrópusambandssinnaða vara-formann
flokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir.........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er í klípu.
Offari, 29.12.2008 kl. 00:53
Rétt er það Offari.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.12.2008 kl. 00:57
Ég held að þeir verði að samþykkja aðildarviðræður ef þeir ætla að halda áfram. Ég hef reyndar misst trú á sjálfstæðisflokkinn í þessari kreppu. En það er ekkert betra sem bíður ef við förum að kjós núna.
Offari, 29.12.2008 kl. 01:13
ég vil leiðrétta þig Guðmundur.
Landsfundurinn er ávalt í 4 daga. er settur á fimmtudegi, málefnavinna á föstudegi og laugardagsmorgni. síðan tekur við umræða og samþykki í sal á laugardags eftirmiðdegi og á sunnudeginum þegar þing er síðan slitið. kosningar til formanns, varaformanns og í miðstjórn er ávalt kosið á Landsfundi.
nema að þessu hafi verið breytt þvert á viðtekna venju og hefðir þá geri ég ráð fyrir að Landsfundurinn standi í 4 dagar, frá 29. Janúar til 1. Febrúar.
Fannar frá Rifi, 29.12.2008 kl. 01:38
"Landsfundi flokksins, sem ráðgert var að færi fram í október 2009, verður flýtt og hann haldinn dagana 29. janúar til 1. febrúar nk. þar sem mörkuð verða stefnumið flokksins til næstu missera."
http://www.xd.is/?action=grein&id=13411
eins og sést þá eru þetta alveg heilir 4 dagar sem menn munu fá til þess að ákvarða framtíðina.
heldurðu ekki að Þorgerður Katrín berji ekki einhverri evrópustefnu í gegn eða reyni það allavega?
Fannar frá Rifi, 29.12.2008 kl. 01:59
Samkvæmt skoðannakönnunum er Sjálfstæðisflokkurinn nú kominn niður í þriðja sæti í stærð stjórnmálaflokka hérlendis.Fylgið mælist um 22% og hlýtur að benda til þess að kjósendur séu fremur ósáttir við stefnu flokksins í evrópumálum. Til þess að flokkurinn nái vopnum sínum á ný og komist í "eðlilega" stærð áður en kosið verður (hvenær sem það nú verður) er nauðsynlegt fyrir flokkinn að komast að heilstæðri stefnu í evrópumálum. Megin þorri kjósenda flokksins sætta sig ekki lengur við stefnu sem heitir skýrt og skorinort EKKI Á DAGSKRÁ!
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:34
Þótt ekki sé ég sjálfstæðismaður þá tel ég þig hér vera á algjörum villigötum
Sigurður. Í því sambandi vísa ég í skoðanajkönnun Gallups fyrir mjög stuttu
þar sem yfir 50% flokksmanna eru á móti aðild að ESB er rúm 20% með.
Ástæða fylgistapsins er jú efnahagsástandið og ekki síst að hafa myndað
ríkisstjórn með hinnu ömurlegu Samfylkingu. Við það brást Sjálfstæðisflokkurinn sinni borgaraskyldu sinni að halda vinstrisinnuðum
afturhaldsöflum og and-þjóðlegum öflum eins og eru í Samfylkingunni frá
landstjórninni. Er nú að gjalda þess.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.12.2008 kl. 10:45
Með fullri virðingu Guðmundur þá halda þessi rök hjá þér ekki vatni. Það skal tekið fram að ekki er ég heldur Sjálfstæðismaður.
Það er að ljóst að fylgistap Sjálfstæðisflokksins má að einhverjum hluta rekja til efnahagsástandsins en engan veginn til þess að hafa myndað stjórn með Samfylkingunni. Það segir sig sjálft að þeir Sjálfstæðismenn sem voru ósáttir við stjórnarmyndun með Samfylkingu fara varla að kjósa Samfylkinguna í stað Sjálfstæðisflokks. Þó svo að VG hafi tekið bróðurpartinn af fylgistapinu þá er glettilega mikið af Sjálfstæðismönnum sem hafa snúið sér að Samfylkingunni einmitt vegna stefnu flokkanna í Evrópumálum. Þeir "sjallar" koma því ekki fram í þeirri könnun sem þú vísar í. Ennfremur er ljóst að eini kosturinn til þess að halda í tveggja flokka stjórn eftir sl. kosningar er núverandi stjórnarsamstarf. Sjálfstæðismenn áttu þrjá kosti. Tveggja flokkastjórn með Samfylkingu, þriggja flokka stjórn. Eða að vera einfaldlega ekki í stjórn og það sér það hver maður hver þessara kosta er vænlegastur.
Að lokum vil ég mótmæla því harðlega að það sé borgaraskylda Sjálfstæðisflokks að halda einhverjum aðilum eða öflum frá völdum. Flokkurinn hefur ákveðinn stefnumál og reynir, rétt eins og aðrir flokkar að afla þeim fylkis meðal almennings. Í krafti þess fylkis reynir hann að koma stefnumálum sínum fram með því að vera hluti af ríkisstjórn í samstarfi við einhvern annan flokk eða flokka.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:13
"en engan veginn til þess að hafa myndað stjórn með Samfylkingunni."
Við erum öll á móti samfylkingunni og þolum hana ekki.
Sigurður. þú áttar þig kannski ekki á því að fyrsta hlutanum í nafni flokksins. Hann heitiri nefnilega Sjálfstæðisflokkurinn.
þó svo að einhverjir elítu sinnar láta mjög á sér bera þá eru þeir ekki margir á meðal kjósenda flokksins.
aukning samfylkingarinnar má að mestu rekja til fylgis taps Framsóknar. auk þess eru yfir 10% sem ekki vilja kjósa neinn flokk á þingi í dag.
aukning á fylgi vinstri grænna kemur ekki frá framsókn né samfylkingunni. það kemur beint frá Sjálfstæðisflokknum. enda eru sjálfstæðismenn langþreyttir á evrópurausi forystunar sem vill gefa eftir til að þókknast samfylkinguni.
það má ráða af skrifum þínum Sigurður að þú ert samfylkingarmaður.
Fannar frá Rifi, 29.12.2008 kl. 14:25
Við erum öll á móti samfylkingunni og þolum hana ekki.
Hverjir í ósköpunum eru þessi öll sem talað er um?
Ég átta mig hins vegar á því að ykkur félögunum er verulega í nöp við Samfylkinguna. Ennfremur skil ég vel fyrri hlutann í nafni Sjálfstæðisflokksins. En í ljósi fylkis við flokkinn og eins hvernig stjórnarfari hér á landi er háttað mun hann ávalt þurfa samstarf við annan flokk eða flokka ætli hann á annað borð að vera í ríkisstjórn.
Fyrst að þið viljið ekki sjá Sjálfstæðisflokkinn í samstarfi við Samfylkingu þá næ ég ekki alveg hvern þið viljið sjá hann í samtarfi við. Það eru ekki svo margir kostir í stöðunni.
Skemmtilegt samt sem áður að þú skulir ráða það á skrifum mínum að ég sé Samfylkingamaður, en það er hins vegar ekki rétt hjá þér. Ég kaus þá ekki í síðustu kosningum og verð að viðurkenna að ég þyrfti að hugsa mig verulega um ef kosið yrði nú. En fari svo að Sjálfstæðismenn taki þá stefnu á komandi landsfundi að sækja um ESB aðild kæmi hann verulega til greina hjá mér.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:59
kjósendur sjálfstæðisflokksins.
Vinstri Grænir hefðu verið mun betri. maður veit alla vega hvar þeir standa. þar er ekki vindhana hátturinn í eftirhlaup eftir nýjustu skoðanakönnunum.
núverandi lægð hjá flokknum í skoðannakönnunum hefur fyrst og fremst að gera með forystu flokksins og efnahagsvandann.
Fannar frá Rifi, 29.12.2008 kl. 15:14
Sigurður. Það er mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn brást skyldu sinni
sem stærsti borgaralega sinnaði flokkurinn að framlengja ekki fyrri ríkisstjórn og þá með innkomu Frjálslyndra. Vill sjá tvær blokkir í íslenzkum
stjórnmálum takast á eins og víðast hvar annars staðar í kringum okkur.
Mið/hægri blokk þar sem m.a öll þjóðleg öfl eru, - og vinstri blokk. -
Ef það stórpólitíska slys verður að Sjálfstæðisflokkurinn gerist ESB-flokkur
eftir landsfundinn er að mínu viti komið kjörið tækifæri fyrir sterkan og
heilsteypptan BORGARALEGAN flokk á ÞJÓÐLEGUM grunni sem ALFARIÐ
hafni aðild Íslands að ESB. Flokk sem allir frjálslyndir borgarasinnaðir
kjósendur sem villja frjálst og fullvalda Ísland geti 100% treyst. Flokk
sem hefur það höfuðmarkmið að halda hinu vinstrisinnaða afturhaldi í
skefjum.
Svo bara er ég hissa á þessu ESB áhuga þínum Sigurður, svo framanlega
sem þú villt frjáls Ísland og efnahagslegar framfarir. Því hvorugt mun
verða innan stórs miðstýrðs ríkjabandalags eins og ESB, sem allt bendir
til að verði ekki langlíft. - Alla vega hefur ÖRRÍKIÐ Ísland EKKERT þangað
að gera þar áhrifalaust MEÐ ÖLLU!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.12.2008 kl. 16:48
Ekki beint hægt að segja að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi leitt okkur til aukins sjálfstæðis. Flokkurinn barðist jú fyrir að því að USA væri hér og til að gjalda þeim höfum við verið í gegnum tíðina undirlægjur USA.
Og nú hafa þeir svipt okkur fjárhagslegu sjálfstæði með bölvaðri frjálshyggjunni og "frelsi atvinnulífsins"
Og nú er svo komið eins og ég hef sagt þúsund sinnum: Við sækjum um og göngum í ESB og verðum 28 ríkið í hópi nær allra annarra sjálfstæðra Evrópuríkja.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.12.2008 kl. 22:37
Guðmundur.Þú veist það mætavel að það var engin leið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka Frjálslynda uppí ríkisstjórn. Frjálslyndir hefðu sett þá ófrávíkjanlegu kröfu að kvótakerfið yrði aflagt og það gæti Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fallist á öðruvísi en að klofna í herðar niður. Framsóknarflokkurinn var einnig ekki líklegur til afreka því flokkurinn hefur logað í illindum flokksmanna á milli. Það sama hefur síðan verið að gerast hjá Frjálslyndum, þannig að þetta er að mínu viti ekki vænlegur kostur, fyrir utan það að vera algerlega óaðgengilegur fyrir Sjálfstæðismenn.
Nær væri að sú leið sem Fannar frá Rifi nefnir hefði gengið þ.e.a.s Sjálfstæðisflokkur og VG. Sá galli hefði reyndar fylgt að allar virkjanir og álversframkvæmdir hefðu verið aflagðar, en þeir flokkar hafa þó hingað til gengið í takt í Evrópumálum.
Ég vil ekki meina að við eigum að ganga í ESB hvað sem það kostar. Ég vil sækja um aðild sjá hvaða samningum við náum. Leggja hann svo í dóm kjósenda. Íslendingar eru ekki fífl þó svo að við séum ekki meistarar í að mótmæla. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til að hafna ESB aðild séu óásættanlegar kvaðir innan í þeim samning. Við yrðum þá að leita annað til þess að tryggja þjóðarhag.
Örríkið Ísland er nú þegaralgerlega áhrifalaus útkjálki með handónýtan gjaldmiðil og er í miklum efnahagsvanda um þessar mundir.Við búum við óðaverðbólgu þar sem eignir okkar og kaupmáttur brennur glatt á verðbólgubálinu. Við höfum hæstu stýrivexti í hinum siðmenntaða heimi sem eru á góðri leið með að sigla drjúgum hluta heimila og fyrirtækja í gjaldþrot. Það er mikið ábyrgðarleysi stjórnvalda að skoða ekki hvað er í boði hjá ESB í stað þess að horfa aðgerðalaus á heimilin í landinu blæða út.
Undarlegt er það að nær öll lönd álfunar telja sig betur settar innan ESB en utan hennar. Hvers vegna ætti það að vera öðruvísi háttað með Ísland? Það vantar ekki lýsingarnar hjá ykkur ESB andstæðingum um hvers lags miðstýringarbákn ESB sé. Þar verði engar framfarir engin frjáls og svo framvegis. Það fer hins vegar minna fyrir tillögum ykkar um hvernig við á annan hátt getum náð okkur upp úr þeim forapytt sem við sitjum föst í.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 09:51
Sigurður. það eina sem lesa má af skrifum þínum er minnimáttar tilfinning og aumingja háttur.
ef við myndum yfirfæra þessa hugsun á daglegt líf þá ættiru að vera að biðja um að flytja aftur heim til foreldra þinna og láta þau hugsa um þig og skammta þér vasapening.
Fannar frá Rifi, 30.12.2008 kl. 14:06
Mun Sjálfstæðisflokkur fresta ákvörðunartöku um ESB?
JÁ án efa munu þeir reyna að draga málið á langinn til að komast hjá klofningi í sínum röðum
Sævar Finnbogason, 30.12.2008 kl. 14:29
Fannar frá Rifi. Ég hef sýnt fyllstu kurteisi í umræðum hér og sætti mig fullkomlega við það að þú og Guðmundur eruð á annarri skoðun en ég.
Sem betur fer er skoðanafrelsi hér á landi og þér er frjálst að lesa úr skrifum mínum hvað sem er og hafa þær skoðanir á mér sem þér sýnist. Það er hins vegar alþekkt þegar menn eru farnir að skorta rök til að standa fyrir máli sínu að þá byrja þeir að nota svona skítkast eins og þú notar í kommenti nr.16. Þau ummæli dæma sig sjálf og segja mun meira um hvernig mann þú hefur að geyma, heldur enn nokkurn tíma mig.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.