Uppgangur vinstrimennsku áhyggjuefni !
30.12.2008 | 00:30
Uppgangur hvers konar vinstrimennsku á Íslandi í dag
er orðið verulegt áhyggjuefni. Ekki síst ef jarðvegur er að
skapast fyrir raunverulegri vinstristjórn. En skv. síðustu
skoðanakönnun er hinn rótæki vinstriflokkur, svokallaðir
Vinstri-grænir orðnir stærsti stjórnmálaflokkur landsins,
en Samfylkingin kemur þar fast á eftir. Það er hrollvekjandi
tilhugsun ef sú verður raunin að útbrunnir og afdankaðir
sósíalistar frá síðustu öld eiga eftir að leiða þjóina inn í hina
nýbyrjuðu 21 öld. Maður má ekki hugsa þá hugsun til enda!
Ljóst er að alvarlegar þreifingar hafa verið milli Vinstri-
grænna og Samfylkingar um nokkurt skeið. Útspil Ögmund-
ar Jónassonar þingflokksformanns VG á dögunum, um að
VG væru hlynntir umsókn að ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu
um niðurstöðu þeirrar umsóknar, voru beinlínis til þess fall-
nar að galopna á ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar.
Helsta hindrunin, Evrópumálin, var þannig rutt úr vegi svo
að ekkert stæði lengur í vegi þess að þessir tveir svo mjög
svo alþjóðasinnaðir flokkar gætu myndað vinstristjórn - Því
í stað ,,Sovét Ísland hvenær kemur þú? " gömlu sósíalistanna
forðum - yrði ekkert auðveldara fyrir hina núverandi sósíalista
í VG að herma þetta gamla stef upp á ,,draumaríkið" nýja í dag,
,,ESB-Ísland, hvenær kemur þú?" Annað eins hefur nú verið
kokgleypt í íslenzkum stjórnmálum!!!
Mikið áhyggjuefnið er þó staðan á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála í dag. Sjálfstæðisflokkurinn sem ætíð hefur verið
stærsti flokkurinn í íslenzkum stjórnmálum og forystuafl borgara-
legra afla stendur nú frammi fyrir miklum efiðleikum. Sem stjórn-
arflokkur s.l 17 ára fær hann að kenna á þeim efnahagslegum
hremmingum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, og þeim mis-
tökum við myndun núverandi stjórnar með því að hleypa Sam-
fylkingunni að stjórn landsmála. Til viðbótar því stendur flokk-
urinn einnig frammi fyrir alvarlegum klofningi vegna Evrópumála.
Þar takast á tvær ósættanlegar fylkingar. Á miðkantinum hefur
fylgið við Framsókn hrunið, algjör tilvistarkreppa ræður þar ríkjum,
enda hafa Evrópumálin leikið flokkinn grátt á s.l árum. Þá virðast
Frjálslyndir einhverra hluta vegna alls ekki höfða til kjósenda,
trúlega einnig vegna innanflokksátaka um menn og málefni.
Í dag virðist því litil mótspyrna vera fyrir hendi á mið/hægri
kannti íslenskra stjórnmála gagnvart uppgangi vinstriaflanna.
Þar blasir við skortur á sterkum og heilsteyptum borgaralegum
flokki á ÞJÓÐLEGUM grunni. Flokki án neinna tengsla við þau
hrikalegu efnahagslegu mistök sem gerð hafa verið á s.l árum.
Flokki sem þjóðin getur 100% treyst fyrir sjálfstæði og fullveldi
Íslands, almenningi á Íslandi til heilla.
Já, hvenær kemur þú, okkar Þjóðlegi Frelsisflokkur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Facebook
Athugasemdir
Þú talar um efnahagsmistök! Það sem hér gerðist er ekki hægt að kalla mistök. Þetta er skipbrot hugmyndafræði sem byggð var á barnaskap í upphafi.
Frálshyggjan í þeirri útgáfu sem hún hefur verið stunduð hér undanfarinn 16 ár hefur óundeilanlega beðið hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Sömu sögu er að segja frá Bretlandi og Ameríku.
Áður gaf Sojettið upp öndina og enginn, nema einhver einhverjir gapuxar hafa áhuga á slíku í dag. Sama er uppá teningnum með þessa angló-amerísku nýfrjálshyggju, enginn hefur áhuga á að halda áfram á sömu braut nema örfáir gapuxuar.
Þass vegna snúa Íslendingar baki við Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur leitt þessa þróun hér og Repúblikana í USA sem hafa leitt þessa þróun þar. Verkamannaflokkurinn breski geldur einnig fyrir ástandið þar í næstu kosningum vert viss. (enda hefur hann skilið við sínar kjarnahugmyndir og tekið upp hugmyndfræði markaðshyggjunnar á heildsöluverði)
Markaðurinn á að vera þjónn fólksins ekki öfugt. Hagur heilbrigði og hamingja fólksins er það sem skiptir máli og þau markið vara ekki alltaf saman við frjálshyggju eins og hún hefur verið rekin hér. Hugmyndarfæði er ekkert annað en hugmyndafræði hvort sem það er frjálshyggja eða hægri eða vinstri þetta eða hitt, hugmyndirnar eru einfaldlega mannanna verk og því ekki raunverulegar eða sjálfgefnar sem slíkar. Þessvegna má breyta henni afnema og gleyma. Humyndafræði finnur ekki til.
EN FÓLK er raunverulegt og lifandi og skiptir máli og finnur til. Fólkið er það skiptir máli og þá á ég við HVER EINASTA MANNESKJA og allar hugmyndir skidi skoða útfrá því og þjóna þeim tilgangi að efla réttlæti og hamingju allra manna ekki hluta þeirra.
Sævar Finnbogason, 30.12.2008 kl. 14:55
Takk fyrir þitt innlegg hér Sævar. Tek heilshugar undir með þér varðandi
frjálshyggjuna, blinda trú á svokölluðum markaðslögmálum. Enda mið/hægrisinni og vill gangstætt frjálshyggju styðja frekar íhaldssöm
viðhorf, þeirra gilda sem best hafa gefist við að byggja um manneskjulegt umhverfi, en halda samt í athafnafrelsi einstaklingsins. Frelsi verður ætið að
lúta lögum og reglum, annars getur það leitt til helsis. Sá þjóðlegi borgaraflokkur sem ég hef í huga myndi því ætíð setja manngildi ofar auð-
gildi, gagnstætt frjálshyggjunni. Tel að frjálshyggjan hafi allt of mikið
stjórnað Sjálfstæðisflokknum. Þurfum nú á þjóðlegum íhaldsflokki á
að halda sem ber hag þjóðarheildarinnar meir fyrir brjósti en sérhagsmuni
einstakra hópa og einstaklinga og taumlasa gróðrahyggju.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.12.2008 kl. 17:22
Í lokin átti að standa. ,, Þurfum á þjóðlegum íhaldsflokki að halda sem ber
hag þjóðarheildarinnar FYRST OG SÍÐAST fyrir brjósti en ALLS EKKI sérhagsmuni einstakra hópa eða einstaklinga og taumlausa gróðrahyggju.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.12.2008 kl. 17:31
Þannig að þú er á því að það þurfi að vekja upp gömlu hugmyndafræðina "stétt með stétt"
Ég held að við verðum að velta því fyrir okkur hvað athafnafrelsi er og hvort það sé alltaf af hinu góða?
Er það ekki hlutverk bóndans að sjá til þess að minkurinn komist ekki inní hænsnakofann? rétt eins og það er hlutverk hans að sjá til þess að hundarnir á bænum drepi þær ekki þegar þær fá að ganga lausar? Það þýðir að það er hlutverk bóndans að ala hundinn upp og vernda hann og fiðurféð?
Getur verið að hlutverk ríkissins sé það sama hlutverk og hlutverk bóndans? Getur verið að minnkurinn hafi fengið að leika lausum hala í dulargerfi athafnafrelsisins? Getur verið að við höfum annaðhvort gleymt minknum eða verið svo úr sambandi við náttúruna vegna endalauss heilaþvottar markaðshyggjunnar að við höfðum gleymt eðli hans?
Við verðum að fara að hugsa öðruvísi. Eru reglur af hinu vonda? Getur verið að að þegar öllu sé á botnin hvolft að réttlæti sé mikilvægara en "athafnafrelsi"
Sævar Finnbogason, 30.12.2008 kl. 17:54
Ég skil hvað vakir fyrir þér en ég er bara að velta því fyrir mér hvort við séum ekki kominn í þá stöðu að við verðum að taka upp nýja hugsun sem kallar á endurmat á öllu kerfinu. Viðskiptum, stjórnmálum og gildismati okkar.
Sævar Finnbogason, 30.12.2008 kl. 18:57
Jú einmitt Sævar. Verðum að fara að hugsa allt upp á nýtt. Það þarf allsherjar uppstokkun í stjórnmálum og viðskiptalífi. Þótt ég sé fylgjandi
borgaralegu frelsi þá fylgir ÖLLU frelsi ÁBYRGÐ. Þeir sem höndla ekki frelsið
eiga ætíð að sæta ábyrgð. Regluverkið á að sjá til þess. Allir eiga að vera
jafnir gagnvart lögum og regluverkum. Tók ekki þátt í dansinum kringum
gullkálfinn og skil því reiði þjóðar minnar manna best út í þá tiltölulegu fáu
sem stóðu fyrir þessum hrunadansi kringum gullkálfinn á kostnað íslenzks
almennings. Stjórnmálaöfl sem fyrir þessu stóðu eiga því nú að sæta
pólitískri ábyrgð. - Því tel ég nauðsynlegt og tala fyrir því að NÝTT afl
á mið/hægrikannti íslenzkra stjórnmála sem algjörlega er laust við
hrunadansinn komi nú fram með nýju fólki - Alla vega er pólitísk tækifæri fyrir slíku afli núna, sem vonandi verður látið reyna fljótlega þegar mál hafa
skýrst frekar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.12.2008 kl. 20:30
Já, satter það. það er vantar alveg augljóslega nýtt stjórnmálaafl.
Ég sé ekki að nauðsynleg endurnýjun muni eða geti náð fram að ganga öðruvísí.
Sævar Finnbogason, 30.12.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.