Ömurleg skoðanakönnun


   Hvað er að gerast í íslenzkum stjórnmálum og meðal
Íslendinga? Að afdankaður sósíaliskur afturhaldsflokkur
eins og þeir gerðust verstir á fyrri hluta 20 aldar trjónir
nú á toppi í fylgi meðal þjóðarinnar. Og við hæla hans
sósíaldemokratiskur vinstriflokkur sem enga trú hefur á
íslenzkri framtíð, heldur vill koma þjóðinni undir erlend
yfirráð sem allra fyrst. - Hvers konar rugl er þetta?

  Aumingjaskapurinn á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála  virðist  skýringin. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur fyrir löngu brugðist sinni þjóðlegri borgaralegri
skyldu sinni að halda vinstriöflunum  í skefjum. Auk
þess að hafa nánast orðið frjálshyggjunni að bráð og
uppsker nú eina mestu efnahagskreppu sögunnar.
Í kjölfarið orðinn snarruglaður, veit ekki lengur hvort
hann er að koma eða fara í skelfilegu samstarfi  við
kolruglaðann ESB-sinnaðann krataflokk.  - Tveir aðrir
flokkar á mið/hægri kanntinum  virðast svo stöðugt
vera að verslast upp í innbyrðis deilum, og spurning
hvenær þeir muni hverfa alveg.

   Aumingjaskapurinn á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála virðist því halda áfram svo framanlega
sem þar verða ekki róttækar breytingar gerðar. Alls-
herjar uppstokkun, þar sem ákveðinn þjóðlegur
borgarasinnaður flokkur með HREINAN skjöld  við
fortíðina komi fram. Flokkur sem vísar allri vinstri-
mennsku á bug.  Flokkur sem allir þjóðhollir Íslend-
ingar geta 100% treyst í fullveldis- og sjálfstæðis-
málum þjóðarinnar. Flokkur sem vísar hverskyns
græðgi og auðhyggju á bug, en leggi áherslu  á
velferð og hagsælda ALLRA landsmanna. Flokkur
sem upphefur öll  þjóðleg gildi og viðhorf til vegs
og virðingar á ný.   

  Vonandi að umrædd skoðanakönnunn flýti fyrir
þeirri allsherjar upptokkun sem við blasir að þurfi
að eiga sér stað hið fyrsta á mið/hægri kannti ís-
lenzkra stjórnmála.  - 
mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

M.b.l greinir frá því í dag að skattar ríkissjóðs af hagnaði bankanna sem

skráðir eru í Kauphöll Íslands, verði um 35 milljarða króna, nálægt 10% heildartekna ríkissjóðs. Þetta eru meiriháttar tekjur í sameiginlegan sjóð

okkar landsmanna, og sönnun þess að einkavæðing bankanna var hárrétt

ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Bara eitt dæmi um farsæla stjórnarstefnu

núverandi ríkisstjórnarflokka fyrir land og þjóð?

Svo geta menn velt fyrir sig ástandinu í dag á Íslandi ef stjórnarandstæðan

og afturhaldið hjá Vinstri-grænum hefði ráðið för. Hér hefði ríkt meiriháttar

stöðnun á öllum sviðum þjóðlífsins, nánast kreppuástand af mannavöldum.

Þjóðin mun hafna slíkum afturhaldsöflum í vor!

Gunnar Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:07

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gunnar Baldvinsson. Það er nú um margt liðið frá jan 2007 og margt miður
sem hefur gerst. Einkavæðing bankanna var hárrétt á sínum tíma og gaf
þjóðarbúinu miklar tekjur. Hins vegar yfirtók frjálshyggjan sem ég hér gagn-
ríni  í bloggi mínu, framvinduna, fekk að vaða taumlaust áfram án nægilegs
eftirlits og stjórnunar (þökk sé EES eða hitt þó heldur) og keyrðu svo allt
í strand þegar kreppti að á alþjóðlegum peningamörkuðum. - 

Hins vegar hefði klárlega ríkt meiriháttar stöðnun og stöðugt kreppuástand
s.l 12 ár hefðu Vinstri-grænir mátt ráða, sem virðast setja blátt bann á
að þjóðin nýti sínar auðlindir eins og orkuna.  Maður má ekki hugsa allan
þann hrylling til enda.  En þarna sem oftar hittir skrattinn ömmu sína
Gunnar minn. - Frjálhyggjan og afdankaðir sósíalistar úr forneskju. Íslenzk
þjóð á að forðast hvort tveggja eins og heitan eld Gunnar. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.1.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband