Geir lúffar og lúffar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu !


   Það er alveg með ólíkindum hversu lengi og langt formaður
Sjálfstæðisflokksins er tilbúinn að lúffa fyrir Samfylkingunni og
formanni hennar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir. Nú síðast varð-
andi að verja mannorð og ímynd Íslendinga á alþjóðlegum vett-
vangi og snúast til varnar gegn hryðuverkalögum Breta af fullri
hörku og reisn.

  Að sjálfsögðu átti ÞEGAR Í STAÐ strax og Bretar settur hryðju-
verkalögin á hinn íslenzka Landsbanka í Bretlandi að kæra slík
ólög til Alþjóðadómstólsins í hag, samfara því að kalla heim
sendiherra Íslands í London með hótun um stjórnmálaslít af-
lettuðu Bretar ekki þessum hryðjuverkalögum hið snarasta.
Ímynd heillar þjóðar var einfaldlega í veði.  EKKERT var gert
fyrir tilverknað Samfylkingarinnar. EKKERT.  Og EKKERT hefur
gerst fyrirr en nú, og þá með eindemis klúðri eða málamynda-
viðbrögðum. Að kæra málið til Mannréttindadómsstólsins  er
ALGJÖRT RUGL! - Málið á þar ekkert heima, enda fullvíst að
dómstóllinn  vísi málinu frá, enda skilyrði hjá honum að dóms-
málaleið í viðkomandi ríki hafi fyrst verið reynd eins og Björg
Thorararensen lagaprófisor við HÍ bendir réttilega á.

  Samfylkinginn með utanríkisráðherra í fararbroddi hafa al-
gjörlega brugðist í þessu máli frá upphafi. A-Ö. Enda ekki í
anda sósíaldemókratisma að standa vörð um þjóðarhags-
muni hverju sem þeir nefnast,  enda meginverkefni Sam-
fylkingarinnar þessa daga að koma íslenzkri þjóð undir erlent
vald.

   Það hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins lætur formann
Samfylkingarinnar rugla sig í ríminu er hins vegasr orðið
verulegt áhyggjuefni.  Sérstaklega þegar það er verulega
farið að stórskaða íslenzka hagsmuni og ímynd þjóðarinnar
á alþjóðlegum vettvangi.  


mbl.is Vonlaust dómsmál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mikið rétt Guðmundur og í raun með ólíkindum á að horfa og hlýða.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Siðferðislegur styrkleiki Samfylkingarinnar er enginn.

Það kom enn og aftur í ljós í Kastljósviðtali Ingibjargar í kvöld.

Við erum sammála í þessu máli, Guðmundur.

Sjá einnig skrif mín um það á Vísisbloggi mínu: Ríkisstjórnin brást í Icesave-málinu – að minnsta kosti þrisvar eða fjórum sinnum!

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 7.1.2009 kl. 20:21

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlegg ykkar hér Guðrún og Jón Valur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.1.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband