Bjarni Harðar á þing STRAX!!!
8.1.2009 | 00:20
Sú sjálfsagða ákvörðun Bjarna Harðarsonar fyrrverandi
þingmanns að segja sig úr Framsóknarflokkum hlýtur að
verða til þess, að Bjarni taki sæti á Alþingi á ný þegar það
kemur saman seinni hluta janúar. Alla vega er hér með
skorað á Bjarna að gera það. Þar myndi Bjarni taka sæti
utanflokka en vera málsvari þeirra þjóðlegu afla sem nú
vilja nýan valkost í íslenzkum stjórnmálum.
Ákvörðun Bjarna var hárrétt. Á flokksþingi Famsóknar
nú um miðjan janúar er það einungis formsatriði að lýsa
Framsókn ESB-flokk. - Eftir það verður flokkurinn einungis
hjáleiga við hliðina á stóra Evrókrataflokknum, enda er
þegar byrjðaður samgangur þar á milli. Hin þjóðlegu öfl
sem löngum voru hið sterka afl Framsóknar hafa þegar
að almestu leiti yfirgefið flokkinn, enda fylgið nú eftir því.
Í þeim stóra hópi var undirritaður, og skilur því ákvörðun
Bjarna manna best .
Þá eiga miklir atburðir eftir að gerast á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins nú í janúar. Allt útlit er fyrir að ESB-sinnar
innan Sjálfstæðisflokksins fái undanhald knúið fram í Evrópu-
málum í ósátt við hinn þjóðlegasinnaða arm flokksins. Þar
með gæti skapast sterkur grundvöllur fyrir stofnunar þjóð-
legs borgaralegs flokks eins og raunar Bjarni Harðarson
hefur áður nefnt. - Þar með myndi geta gerst sú mikilvæga
uppstokkun á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála sem
svo margir kalla eftir í dag.
Í dag er enginn flokkur á Alþingi sem sannir fullveldissinnar
geta treyst. - Þann flokk þarf að stofna, íslenzkri þjóð til heilla.
Og það sem allra fyrst!
Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá Bjarna okkur vantar þingmann fyrir okkur í Vestmanneyjum.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:28
Jú Sveinn kommúnisti. Ótal dæmi eru um að sá sem kosinn var á þing
getur starfar þar innan flokks(flokka) eða utan þeirra. Ótal dæmi um það í
seinni tíð. Bara að viðkomandi starfi skv sinni sannfæringu, sem þið
kommúnistar skilji ekki!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 00:37
Bjarni sagði af sér þingmennsku. Forseti þingsins tók afsögnina til greina. Með afsögninni hefur annar þingmaður tekið hans stöðu. Hann kemst ekki á þing nema að vera kosinn þangað aftur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2009 kl. 01:06
Magnús minn. Helt þú værir betri að þér í þessu. Bara eitt dæmi. Hversu oft
hefur Kristinn Gunnarsson farið á milli flokka ? Og þá án þess að kosaið
væri í millitíðinni. Þannig að Bjarni getur komið til þings á ný kjósi hann
þess. Í þessu tilfelli UTAN FLOKKA málsvari hinna þjóðlegu afla sem senn
rísa upp og taka völd! Stjórnarskráin tiltekur bara að viðkomandi þingmaður styðji stjórnasrskrána og sína sannfæringu, burt sé frá allri
flokkapólitík. Hélt þú vssir Þetta Magnús!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 01:18
Guðmundur, það er engin að halda því fram að ekki sé hægt að starfa á Alþingi utan flokks með sinni sannfæringu. Menn eru að benda á að burt séð frá hvaða flokki hann var í og eða hefur yfirgefið, hefur hann sagt af sér þingmennsku og forsetinn tók hana til greina, svo annar þingmaður fékk hans sæti á Alþingi.
"Stjórnarskráin tiltekur bara að viðkomandi þingmaður styðji stjórnasrskrána og sína sannfæringu, burt sé frá allri
flokkapólitík"
Rétt, en burt séð frá allri flokkapólitík, þá sagði hann af sér!
Gvendur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 02:13
Guðmundur Jónas gæti haft meira til síns máls en þið haldið. Forseti alþingis las afsagnarbréf Bjarna Harðar ekki upp í þinginu eins og ætíð hefur verið gert áður við rétta afsögn þingmanns. Skjalið var ekki lesið upp á alþingi og hefur hvergi birst. Hver hefur séð skjalið? Ef ekki var staðið að afsögn Bjarna með réttum hætti er hann enn þingmaður og getur snúið til baka þegar honum sýnist.
Muggur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 04:10
Bjarni Harðar sagði af sér þingmennsku, rétt er það. En hún var hvorki
tímabundin eða ótímabundinn. Bjarni var rétt kjörinn þingmaður fyrir
sitt kjördæmi og ræður því sjálfur hvort hann sinnir þingmennskunni eða
ekki utan flokka sem innan flokks. Hann einn ræður því og enginn annar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 09:43
Í lögum um kosningar til Alþingis stendur m.a. sjá rauðakaflan:
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2009 kl. 10:59
Og svo má vitna í Sturlu á Þingfundi þar sem hann tilkynnti:
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2009 kl. 11:10
Magnús. Ef fyrrv. þingmaður ákveður að taka sæti á Alþingi á ný er EKKERT
sem bannar honum það. Þá dettur vara-maður hans sjálfkrafa út af þingi.
Er ekki hissa á að þið ESB-sinnar viljið ekki ákveðna ESB-andstæðinga á þing. Og því síður að þeir stofni fullveldisflokk.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 11:15
Hann afsalaði sér þingmennsku. Það þýðir að hann er ekki lengur með kjörbréf og kemst ekki aftur á þing! Og í lögunum stendur af við slíkt þá siti varamaður inni út kjörtímabilið. Og Helga hefur tekið við sem 8 þingmaður suðurlands út kjörtímabilið. Menn geta ekki hoppað út og inn á Alþingi nema tímabundið.Skárra væri það. Menn væru þá í því að hætta og byrja. Hann afsalaði sér þingmennsku það er ekki sama og fara í tímabundið leyfi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2009 kl. 11:22
Af hverju var bréf Bjarna ekki lesið upp í þinginu eins og alltaf hefur verið gert hingað til við afsögn þingmanna heldur einungis greint frá efni þess? Var öllum formsatriðum fullnægt við afsögnina? Ef svo var ekki getur Bjarni snúið aftur þegar honum sýnist. Fréttamenn hafa spurt af minna tilefni.
Muggur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 19:26
Það er rétt að afsagnarbréfið var aldrei lesið upp og ég veit ekki hvort það er skilda eða hvort það er nóg að Þingforseti tilkynni það á þingfundi. Hann las uppsagnabréf Guðna. En bréfið hans Bjarna var þegar opinbert og er ásíðunni hans:
Hann fjallar í færslu rétt á eftir um lengra bréf sem hann ákvað að senda ekki.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2009 kl. 20:04
Það væri vel ef margir stjórnmála- og embættismenn sem FULLA ÁBYRGÐ
bera á hinu mikla efnahagshruni á Íslandi í dag hefðu FYRIR LÖNGU axlað
ábyrgð og SAGT AF SÉR. En það er öðru nær. Bjarni Harðar er þó maður að
meiru að viðurkenna mistök sín og axla á þeim fulla ábyrgð. Þurfum EINMITT á slíkum mönnum á að halda í íslenzkum stjórnmálum í dag.
Enn og aftur. Stjórnarskráin tiltekur að sérhver þingmaður sé einungis
bundin af sinni sammfæringu og undirriti stuðning sinn við stjórnarskrána.
Þingmönnum er því full heimild að starfa utan sem innan flokka, skipta
um flokka og hverfa að þingi tímabundið sem tímabundið, en vara-maður
hans tekur við meðan hann starfar ekki á þingi.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 20:54
Tvær ritvillur. ,,sannfæringu" og ,, tímabundið sem ótímabundið"
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 20:56
Ekki þegar þeir segja af sér. Ef þú segir upp vinnunni þá getur þú ekki labbað inn þegar þér sýnist og hafið vinnu.
Þingmenn geta tekið sér tímabundið leyfi. En þá segja þeir ekki af sér. Hann sendir erindi til Alþingis þar sem hann afsalar sér þingmennsku og það er varanlegt fram að næstu kosningum, þá getur hann boðið sig fram aftur.
Nú er kominn þingmaður í hans stað sem hefur verið uppfærð úr því að vera varaþingmaður yfir í þingmann. Þetta er ekki eins og þegar að menn eru frá vegna veikinda eða annarra starfa og kalla inn varaþingmenn vegna þess. Uppsögn/afsögn eins og þú veist er varanleg.
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.1.2009 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.