Og enn fer síonisminn langt yfir stríkið !
9.1.2009 | 00:42
Framferði síonistanna í Ísrael á Gaza í Palestínu geta
ekki lengur flokkast undir annað en stríðsglæpir. Gaza er
hertekið land af Ísrael og ber því ákveðnar grunnskyldur
gagnvart almennum borgurum þar. Allt slíkt er þverbrotið.
Gaza má því með sanni kalla helvíti á jörð. Mannfyrirlitning
síonistanna í Ísrael á óbreyttum og saklausum borgurum
á Gaza er því ALGJÖR! Stríðsglæpamennina í Ísreal á því
að færa fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól!!!!!!!!
Hinu verður líka að halda til haga að innan Palestínumanna
eru starfandi ofgasamtök með samskonar mannfyrirlitningu
og hinir öfgafullu síonistar. Innan þess hóps eru Hamas-sam-
tökin, stjórnuð af öfgafullum íslamistum. Forystumenn þeirra
ber einnig að leiða fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól.- Það
er hörmulegt að slík öfgasamtök í Ísrael og Palestínu skulu
njóta eins mikils hljómgrunns meðal íbúanna eins og raun ber
vitni. En ennþá hörmulegra er að þessi öfgasamtök skulu njóta
stuðnings og sannmælis á alþjóðlegum vettvangi. Síonistarnir
studdir af Bandaríkjamönnum og Hamas af ýmsum rótækum
arabríkjum. Meðan svo er eru líkur á friði hverfandi, því miður!
Ísland sem friðelskandi þjóð á ekki að eiga í neinu sambandi
við hryðjuverka-ríkisstjórnir. - Stjórnmálasambandinu við Ísrael
á því að slíta. Umsvífalaust!
Fordæmir árás á bílalest SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.