Grímuklæddur anarkisti ávarpar Iðnófund


  Athyglisvert að grímuklæddur maður sem túlkar sig anarkista
skuli hafa verið fenginn til að ávarpa Iðnófund Herða Torfa í
kvöld. Á sl. laugardag var 8 ára stúlkubarn fengin til að ávarpa
útifund mótmælanda.  Hvað næst?

  Hélt að anarkistar væru stjórnleysingjar. Hvað hafa þeir þá
til málanna að leggja?  Ennþá meira stjórnleysi og upplausn?

  Er ekki alveg að skilja !


mbl.is Fullt út úr dyrum í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er svosem ekkert gefið, Guðmundur, að sá grímuklæddi skilgreini sig anarkista. Það er nefnilega þannig, að aðeins hluti þeirra mótmælenda sem hylja andlit sín telja sig vera anarkista.

Jóhannes Ragnarsson, 8.1.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þannig að þú hefur þínar traustu heimildir fyrir því Jóhannes minn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 21:52

3 identicon

Jóhannes, lestu yfir fréttina aftur endilega. Hann skilgreinir sig einmitt sem anarkista ;)

Haraldur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:52

4 identicon

  • Orðið anarkisti er eiginlega ranglega þýtt sem stjórnleysi. Anarkistar standa oftast fyrir engu eða litu ríki. Einstaklingurinn á að stjórna sjálfum sér í sínu samfélagi. Réttara væri að kalla þetta sjálfsstjórn. En það er gömul hefð að nefna þetta stjórnleysi því það eru þeir sem fara með menningarlega forræðið t.d. ríkið sem skilgreinir sjálft sig sem reglu og þá sem ekki eru hliðhollir reglu eru þá óregla (caos).
  • Breiddin innan anarkisma er mikil og getur oft verið erfitt að sjá hver er og ekki er anarkisti. Kemur það til af því hve margir hafa skrifað um anarkisma á kennifræðilegum nótum, á meðan að það voru fyrst og fremt Marx og Engel sem skrifuðu grundvallar rit Marxismans.
  • Gríman er til að fela persónuna (málstaðurinn ræður för) og forðast persónudýrkunina. Þó svo að gríman geti verið tvíbend.

Tómas (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Fyrir mér er gríman þeirra jafn fáránleg og jólasveinabúningur Ástþórs.

Annars má kynna sér hugðarefni íslenskara Anarkista á síðunni þeirra aftaka.org

Sigurður Ingi Kjartansson, 8.1.2009 kl. 23:31

6 Smámynd: Bara Steini

Vá fólk........

Hvað er i gangi með ykkur......

Hver rændi landið.

Þeir eru enn andlits og persónulausir.

En þið..... Þið einbeitið að fólki sem er að berjast á móti einmitt því.

Bara Steini, 9.1.2009 kl. 00:18

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Aumingja anarkistarnir og Hörður Torfa!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 00:39

8 Smámynd: Bara Steini

Aumingja fólkið sem á eftir ad fatta hvad er i gangi.........

Bara Steini, 9.1.2009 kl. 00:41

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek bara undir með Bara Steina.......Þetta er nefnilega bara rétt að byrja

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 01:10

10 Smámynd: Bara Steini

Fólk verður ad fatta og gera sér grein fyrir hvad er að ske.

Við verðum að hætta að benda á hvort annað hvort sem við erum með grímur eða ekki.

Við verðum að standa saman og passa okkur sjálf.

Við erum öll manneskjur í vanda.

Enginn okkar er í þessu til að skapa vesen við viljum laga vesenið.

Grímur eða engar þá er samt allt í hershöndum og enginn virðist vilja viðurkenna það fyrr en of seint.

Bara Steini, 9.1.2009 kl. 01:18

11 Smámynd: Bara Steini

Og við eigum ekki að skammast okkur fyrir að missa allt sökum tilbúnna skulda auðmanna.

Við eigum að standa saman.

Bara Steini, 9.1.2009 kl. 01:19

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Skil nú ekki alveg hver var og er munur á jólasveinabúningi annars vegar og grímum hins vegar á fundi þessum, og halda mætti að ákveðinn útskúfun væri í gangi gagnvart fyrrrum þáttakanda í framboði til forseta hér á landi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2009 kl. 02:03

13 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Auðvitað eigum við að mótmæla.

Auðvitað viljum við breytingar og nýtt fólk til að stjórna.

Það þýðir samt ekki að það sé hægt að gera hvað sem er í nafni mótmæla og væla svo bara ef það eru ekki allir sammála.

Það þýðir samt ekki að maður styðji hvern þann sem vill koma á breytingum óháð hvernig breytingum hann vill koma á við viljum ekki bara breytt land við viljum betra land, það er það sem skiptir máli.

Maður má alls ekki falla í þá gryfju að telja að allir sem séu óvinir óvinar manns séu þar með sjálkrafa vinir manns, þetta er nkkuð sem sagan hefur marg oft reynt að kenna fólki.

Sigurður Ingi Kjartansson, 9.1.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband