Lætur sjávarútvegsráðherra hóta sér ?


    Hvaða skýring er á algjörri kúvendingu sjávarútvegsráðherra í
Evrópumálum? Hvers vegna gjörbreytir hann um stefnu á einni
nóttu og vill nú sækja um aðild Íslands að ESB sbr. viðtal við
hann í Mbl.í gær? Gerist Evrópusambandsinni allt í einu!  Því
engir vilja sækja um aðild Íslands að ESB nema ESB-sinnar.
Enginn sækir  um  hlut  nema  að  áhugi og vilji fylgi með. Og
hvað er þá það sem breyst hefur varðandi sjávarútvegsstefnu
ESB sem orðið hefur þess valdandi að sjávarútvegsráðherra
vill nú sækja um aðild að ESB?

   Viðtalið í gær við sjávarútvegsráðherra gat ekki komið  á
verri tíma fyrir hann en einmitt í gær var haldin  ráðstefna
á vegum Heimssýnar um sjávarútvegsmál þar sem sjálfur
ráðherrann var þátttakandi. - Þar kom skýrt fram hjá einum
reyndasta þjóðréttarfræðingi Norðmanna, Peter Örebech,
að Íslendingar þyrftu ekki að láta sig dreyma um neinar
undanþágur frá sameginlegri sjávarútvegsstefnu ESB sem
máli skiptu. Ótal rök og dæmi færði hann fram máli sínu til
stuðnings. - Sýndi fram á hversu  ESB-sinnar hérlendis eru
berskjaldaðir í lýgi sinni um það gagnstæða. Og yfir þessari
lesningu sat sjávarútvegsráðherra og andmælti  engu. -
Þögn er sama og samþykki, enda veit sjávarutvegsráðherra
manna best að svona liggur málið.  

   En hvað hefur þá komið yfir sjávarútvegsráðherra? Hvers
vegna þessi kúvending? Var ráðherra hótað af þeim öflum
innan Sjálfstæðisflokksins sem nú róa lífróður til að umbreyta
Sjálfstæðisflokknum í Evrópusambandsflokk? Eru átökin innan
flokksins komin á það stig að mönnum sé hreinlega hótað
gangi þeir ekki í takt við boðaða stefnubreytingu? Stefnuna
til Brussel að kröfu frú Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir !
mbl.is ESB myndi stjórna hafsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Suma skiptir máli að vita hvað kemur uppúr hattinum en þurfa ekki að taka afstöðu og treysta öllu þessu „fræðilega hræðilega“ í heimtilbúna hræðsluáróðrinum sem svo auðvelt er að næra þegar ekkert liggur fyrir til að taka afstöðu til.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.1.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll aftur Guðmundur.

Því miður hefur Einar Kristinn reynst uppvís að því að vera tækifærissinni í kvótamáum annars vegar áður en hann varð ráðherra og eftir og sennilega er sama að gerast varðandi skoðanir hans í Evrópumálum, þar sem hann dansar á línu þess sem hann telur að muni verða.

Tækifærismennska.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2009 kl. 01:55

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Helgi Jóhann. það liggur allt fyrir um hvað út úr viðræðum við ESB um inngöngu okkar inn téð samband. nema náttúrulega tímabundnar undanþágur. sem er í raun það eina sem samið er um. þeir sem vilja opna augun sjá þetta. ofstatrúarmenn esb eru alveg eins og ofsatrúarmenn annara trúarbragða. þeir sjá bara það sem þeir vilja.

þeir einu sem segja að það liggi ekki allt fyrir eru íslenskir ESB sinnar sem ljúga þjóðina fulla eða bulla bara um eitthvað sem þeir vita ekki um. ég er ekki viss hvort sé verra. að ljúga vísvitandi eða breiða út eitthvað sem þeir trúa á í blindni. 

Við fáum ekki varanlegar undanþágur sem önnur ríki fá ekki. það er bara ekki möguleiki. að halda því fram að við fáum undaþágu frá markmiðum og stefnu ESB um að allir séu undir sama hatti er í raun fásinna. það er erfitt að trúa því að ESB sinnar séu svo blautir á bakvið eyrun að þeir haldi að þeir fái allt fyrir ekkert. kannski að Jón Ásgeir og Hannes Smárason vísi þeim veiginn? 

Fannar frá Rifi, 12.1.2009 kl. 02:13

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Einar er bara að nota tækifærið og aðferð Sjálfstæðisflokksins að drepa umræðunni á dreif. Hann hefur ekki skipt um skoðun innst inni. Nema að útgerðamenn almennt séu búnir að þrýsta á hann bak við tjöldinn vegna erlendra skulda þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 08:22

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ertu að gefa í skyn Magnús að skuldugir útgerðarmenn þrysti svona á Einar
til að geta selt kvótann úr landi til útlendinga? Mjög athyglisverð pæling
Magnús, sem segir þá ÞESS HELDUR að ganga ALLS EKKI í ESB. Því eftir
það ganga fiskimiðin kaupum og sölu innan ESB með hriklalegum afleðingum
fyrir efnahag Íslands.

Helgi enn og aftur. Allt liggur fyrir um ESB. Út á hvað það gengur og hvað
þar er í boði.  Gallarnir eru það miklir að EKKI KEMUR TIL GREINA að ganga
þar inn.

Takk fyrir Fannar og Guðrún.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.1.2009 kl. 08:45

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð Guðrúnar Maríu og Fannars hér ofar – og flest þín, Guðmundur Jónas, nema hvað ég tel Einar K. EKKI fylgjandi EBé-innlimun í reynd. En furðuleg er meðvirkni hans, það verð ég að taka undir með þér, og ég þakka þér fyrir að halda uppi merki fullveldis okkar og atvinnuvega.

Vísisbloggi mínu við "framboðsgrein" Páls Magnússonar fyrir flokksþing Framsóknar í Mogganum í dag: Feluleikur Páls Magnússonar.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 12.1.2009 kl. 09:52

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa: Leyfist mér svo að benda ykkur á andsvar mitt á Vísisboggi mínu (o.s.frv.). – Smellið á nafn greinarinnar í innlegginu.

Jón Valur Jensson, 12.1.2009 kl. 09:55

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Fjarlægari eyjur og lendur í eigu og undir yfirráðum ESB-landa sem ekki eru felld undir sameiginlegu fiskveiðistefnuna er langur listi. Forsenda fiskveiðistefnunnar er að: „sameiginlegur vandi krefst sameignlegra lausna“ og var þá vísað til þess að fiskistofnar virtu ekki landamæri og lögsögumörk og margar þjóðir veiddu allar úr sömu stofnum á Norðursjó og í kringum Bretland.

„Sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“ sögðu menn um innhafði Miðjarðarhafið og sett þar upp allt annað kerfi með svæðisstjórn þ.e. Miðjarðarhafsráð.

- Og vísa þar einnig til „nálægðarreglunnar“ um að sérhvern vanda ber „að leysa sem næst vettvangi“.

Sé farið eftir reglum ESB ætti því að hafa svæðisstjórn hér þar sem hér „er ekki sameiginlegur vandi“ heldur „sérstakur vandi“ sem snertir ekki hin ESB-ríkin, og eftir „nálægðarreglunni“ ber að leysa hann sem næst vettvangi það er hér. - Sjá

Eigin reglur og rök ESB eru okkar beittustu vopn

Helgi Jóhann Hauksson, 12.1.2009 kl. 10:59

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helgi, við höfum ekkert með þetta bannsett bandalag þitt að gera, það hefur valdið okkur ærinni bölvun nú þegar, nógu mikilli fyrir alla þessa öld.

Jón Valur Jensson, 12.1.2009 kl. 11:51

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Jón Valur og takk fyrir innleggin hér. En ég bara sætti mig engan
veginn við tækifærimennsku Einars eins og Guðrún bendir á. Annað
hvort eru menn á móti ESB eða ekki. Og ENGINN sannur og heill ESB-
andstæðingur vill sækja um aðild að ESB. Afstaða Einars er því með ÖLLU
óásættanleg og ætti hann í raun að segja af sér.

Helgi. Aðalhættan við ESB er að útlendingar fá að komast inn í ísl. útgerðir
og þar með kvótann. Bara það stórkotlega efnahagslega tjón sem af
því mun leiða  fyrir íslenzkt hagkerfi á að ÚTILOKA MEÐ ÖLLU aðild Íslands að ESB. Eða eru menn ekki einu sinni talandi um ESB aðild út af efnahagslegum forsendum?

Benedikt. Krónan er ekki vandamálið. Óstjórn efnahagsmála undanfarinna
ára og mafíoastarfsemi bankanna á grundvelli hins hörmulega EES-samnings er ástæðan. Þegar hundahreinsuninni er lokið og jafnvægi
hefur verið náð og að við setjum okkur löggjöf um hreinlega að eyða
ekki um efni fram, þannig að ætið verði hagnaður að vöru/þjónustuskiptum
við útlönd mun krónan verða sterk og þjóna okkur vel. Því það er mjög
mikilvægt fyrir litið hagkerfi sem byggir svo mikið á útflutningi að hafa
sjálfstæðan gjaldmiðil. Bendi á að evran hefur lækkað míkið að undanförnu
gagnvrt dollar, og nokkur ríki evrusvæðisins eru þegar farin að sjá eftir
að hafa tekið upp evru. Því þ'ú hlýtur að skilja ef þú hugsar rökrétt að
ein mynt með ákveðnu gengi og vöxtum getur ALDREI til langframa
þjónað MJÖG ólíkum hagkerfum eins og eru á evrusvæðinu. Fyrr en
seinna mun efnahagur þessara ólíku hagkerfa meiriháttar gefa eftir eins og þegar eru sterkar vísbendingar, sbr Spánn, Ítalía og Írland.
um.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.1.2009 kl. 13:01

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur Jónas, ég er 100% sammála þessu hjá þér: "ENGINN sannur og heill ESB-

andstæðingur vill sækja um aðild að ESB. Afstaða Einars er því með ÖLLU

óásættanleg."

Benedikt, ég er að hugsa um hag ÞJÓÐARINNAR, en einnig bænda og sjómanna sérstaklega og allra þeirra, sem njóta góðs af tekjum þeirra og gjaldeyrisöflun (hver meðalsjómaður aflar þjóðinni a.m.k. 12 sinnum meiri gjaldeyis en meðalstarfsmenn í öllum öðrum atvinnugreinum).

Krónan er ekki vandamálið hérlendis að mínu mati, heldur flotgengisstefnan, sem tekin var upp, illu heilli, lausungarhyggjan (ofurfrjálshyggja) gagnvart fjármála- og bankastarfsemi, ofþenslan hér, sem m.a. hlauzt af tvenns konar ríkisaðgerðum: jöklabréfunum og allt of miklum ríkisframkvæmdum og -útgjöldum á tíma þegar þensla var hvort sem er afar mikil.

Falska hágengið gat ekki staðizt til lengdar – og hér verður ekki "eðlilegt ástand" að fá dollarann aftur á 60 kr., en ég hef fulla trú á því, að með sparnaði okkar, stórminnkuðum innflutningi lúxusvara samhliða stórauknum útflutningi og ferðamannatekjum (sem sé stórauknum gjaldeyristekjum) og hagstæðum viðskiptajöfnuði um margra mánaða og síðan nokkurra ára skeið (var enn og aftur jákvæður í des. 2008, um 9 milljarða, sagði í Rúv-frétt í hádeginu), þá muni krónan styrkjast enn meira og enda kannski í 90–100 kr. á dollarann, sem eðlilegt má kalla, en þar með myndi greiðslubyrði íbúðalána minnka allverulega, bæði á erlendum lánum og (vegna minnkandi verðbólgu) á verðtryggðum lánum.

Það fer engin þjóð í EB bara vegna evrunnar – og sízt allra ætti okkar þjóð að gera það*, enda er evru ekki treystandi, og hún "fengist" hvort sem er ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 7–10 ár, Benedikt!

* Við yrðum langminnsta þjóðin, réðum þar langsamlega minnstu, yrðum eins og Grímseyjarhreppur er hlutfallslega hér á landi, og í þingmannafjölda hefðum við ekki einu sinni jafngildi eins þingmanns í okkar eigin 63 þingmanna Alþingi; en þar að auki yrðum við langverst allra út úr auðlindastefnu EB, sem er sú, að sjávarauðlindir séu sameiginleg auðlind, sem bandalagið áskilur sér full yfirrráð yfir (milli 12 og 200 mílna).

Annars er það nýjast á döfinni hjá Barroso yfirbossa hjá EB að gera eigi orkuauðlindir meðlimalandanna einnig að "sameiginlegri auðlind" bandalagsins og færa þannig yfirstjórn þeirra undir Brusselvaldið og afnema einokun þjóðanna á eigin auðlindum; sjá um það nýbirta grein Gunnars Rögnvaldssonar (og á Vísisbloggi mínu, http://blogg.visir.is/jvj/ ).

Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 12.1.2009 kl. 13:30

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ESB er ekki stofnað sem bandalag „vinaþjóða“ heldur þvet á móti bandalag óvinaþjóða sem kusu meðvitað að vinna að því að verða vinaþjóðir til að stuðla að friði meðal langvarandi óvinaþjóða.

Jón Valur, það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að ESB er bandalag um sameiginlega hagsmuni byggt á „samstöðulýðræði“ eða þeirri grundvallar forsendu að engin þeirra fari gegn grunnhagsmunum hinna, það er límið sem hefur límt það saman til að verða farsælasta slíka bandalag Jarðar. Það mun líða undir loka en fram til þessa hefur engu ríkjanna fundist svo brotið á sér að það skellti hurðum og ryki á dyr. - Samstaðan með tilliti og virðingu eru stærstu sameiginlegu hagsmunir ríkjanna, enda allt ákvörðunartökukerfið gert til að styðja „samstöðuákvarðanir“ - allt starf og ákvarðnari byggja svo á þessum grunni og á sameoiginlegum hagsmunum ríkjanna sjálfra og sérhagsmunum þeirra og svo ekki síður hagsmunum af vinnubrögðum, samráði og samstöðu - og gegnsærri og traustri stjórnsýslu sem er sú vandaðasta sem enn er til á Jörðinni - t.d. eru öll skjöl hverrrar ákvörðunar uppi á borðum þýdd á öll tungumál allra 27 landanna.

ESB er ekki stofnað sem bandalag „vinaþjóða“ þ.e. þjóða sem voru vinir fyrir inngöngu eða jafnvel ekki eftir hana. Þjóðaverjar eru enn óravega frá því að vera vinþjóð í augum venjulegra Breta, og í raun á sama við um Frakka gagnvart bretum og þannig er um fleiri þjóðir sem þola vart hvor aðra, þesvegan er þörf á ESB til að viðhalda friði í Evrópu. - Eftir sem áður hefur ESB tekst að verða einskonar fjölskyldugrunnur, þ.e. innan ESB hegða ESB-þjóðir sér frekar eins og fjölskyldumeðlimir sem svo lengi hafa deilt þykku og þunnu að á þessum sameiginlega grunni vinna þær samt saman af virðingu fyrir hver annarri í heild og með aðferðum „samstöðulýðræðis“ og samráðsákvörðunum og gagnkvæmum hagsmunum.

HAGsmunir allra ríkjanna er að eiga þar sameiginlegt skjól og verja fjölskyldumeðlimi sem heild útávið þó þeir jafnvel hatist að hætti sumra nánusutu fjölskyldumeðlima sín á milli.

Ísland er eins og fjölskyldumeðlimurinn sem alltaf hefur gefið skít í fjölskylduna og marglýst því yfir að vera mest og best og ríkust - og reyndar svo rík að vilja ekkert leggja í fjölskyldupúkkið fyrir hina efnaminnstu og ásaka hina fjölskyldumeðlimina sífellt um að ætla ræna sig ef þeir hafa samband og bjóða okkur í fjölskylduboðin.

- Satt best að segja hefur yfirlæti okkar alið á illkvitni í okkar garð - svo jafnvel að hlakkað hefur í sumum við ófarir okkar nú. - það er ekki bara þeim að kenna. - Okkur er óhætt að líta í eigin barm.

Ef við sýnum smá auðmýkt í stað hroka er ég ekki í vafa um að við eigum bjartari framtíð en ella hvort sem væri innan eða utan ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.1.2009 kl. 06:39

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Grímseyjahreppur já, hver væri stað hans ef hann ætti bundið í stjórnarskrá fast sæti í ríkisstjórn, fast sæti ráðuneytisstjóra, fast 1-2 þingsæti ef 63, menn í öllum nefndum sem þeir vildu, kröfu á aðgang að öllum málum sem fjallað væri um í stjórnkerfinu, dómara í hæstarétti umsagnarrrétt um öll mál á vinnslustigi þeirra, - og ofaná allt væri kerfið frá grunni þannig gert til þess að helst aldrei væri samþykkt mál á lokastigi gegn eindregnum vilja Grímseyinga eða annara aðilanna, auk þess sem þeir ættu formlegt neitunarvald um grundvallarákvarðanir - sem svo í ofanálag væri hægt að nota til að knýja á ef bæri um tillitsleysi í öðrum málum.

- Væri þá nema von að Reykvíkingar færu að tala um lýðræðishalla til Grímseyinga - en fjári yrði það skrítið ef þá kvörtuðu Grímseyingar yfir „lýðræðishalla“ og vildu jafnvel ekki var hluti af Íslandi vegna „lýðræðishallans“ sem stór-Reykjavíkursvæðið kvartaði yfir.

- Og þá væri vald Grímseyinga orðið æði mikið.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.1.2009 kl. 07:02

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

Helgi. hefuru einhverja hugmynd um hvað þú ert að bulla?

Grímsey og Ísland eru eitt ríki.  

ef þú viðurkennir að ESB sé eitt ríki þá standast öll þín rök um að vægi ákveðins hrepps eru ansi mikil innan ríkisins. meir heldur en lýðræðislega ætti að vera. 

en ef þú segir að ESB sé samband sjálfstæðra ríkja þá ertu ósamkvæmur sjálfum þér ert bara aumur bullari sem er blindur á trúarboðskap. því sama hversu mikil völd við fáum innan ESB þá deilum við þeim alltaf að einhverju leiti með öðrum og erum því ekki lengur fullvalda í eigin málum. þannig skerðast völd okkar yfir okkur sjálfum. við verðum ekki lengur sjálfráða.  

þannig að spurning mín til þín er:

er ESB eitt ríki? Já eða Nei. 

Fannar frá Rifi, 13.1.2009 kl. 16:20

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Farðu varlega að honum Helga Jóhanni, Fannar, þetta er mjög trúaður maður, ofurtrúaður, eins og þú hlýtur að sjá.

Þvílíkt! Og ég að sjá þetta rétt fyrir háttinn! Nei, það kemur ekki til greina að ég fari að svara þessu lið fyrir lið um miðja nót.

Jón Valur Jensson, 14.1.2009 kl. 01:53

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Brátt kem ég með svör. En fyrst verð ég eitthvað á Vísisbloggi mínu. Þar eru reyndar margar um Evrópumálin, m.a. fáeinar mjög mikilvægar. Sjá um það í þessu yfirliti.

Jón Valur Jensson, 14.1.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband