Framsóknarmenn hefðu betur tekið þá norsku til fyrirmyndar !
13.1.2009 | 00:27
Einn af norskum fulltrúum sem hingað komu til að hveta
Íslendinga til að standa utan ESB var fulltrúi frá norska
Miðflokknum. En sá ágæti flokkur hefur löngum verið systur-
flokkur Framsóknarflokksins á Íslandi, og barist hart gegn
aðild Noregs að ESB. Var og er þjóðlegur miðjuflokkur
með stöðugt fylgi eins og Framsókn hafði á árum áður.
Því er ekki að undra að norskir framsóknarmenn hafi nú
verulegar áhyggjur af ESB-villu Framsóknar og ætla að
reyna að gera úrslitatilraun til að afrugla framsóknarmenn
í ESB-villu sinni. - Því miður bendir allt til þess að svo verði
ekki. Á flokksþingi Framsóknar um næstu helgi mun flokk-
urinn taka fornlega upp stefnuna til Brussel. Ekkert mun
breyta því! Framsók verður þá hreinn og klár ESB-flokkur
eins og Samfylkingin eftir flokksþingið.
Eftir að ESB-sinnar hafa formlega yfirtekið Framsókn og
gert hann nánast að Evrokrataflokki við hlið Samfylkingar-
innar er klárt að þau þjóðlegu öfl sem enn hafa stutt hann
munu yfirgefa Framsókn fyrir fullt og allt. - Þá vaknar sú
spurning hvort það litla sem verður þá eftir af Framsókn
sameinist ekki Samfylkingunni? Það hlýtur að verða rök-
rétt framhald af ESB-væðingu Framsóknar. Því hugmynda-
fræði þessara tveggja flokka væri þá nánast sú sama!!!
Of snemmt er að spá um niðurstöðu landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins. Verði hún sú að sótt verði um aðild að
ESB yrði Sjálfstæðisflokkurinn þá líka orðinn ESB-flokkur.
Því ENGINN sækir um aðild að ESB nema vera því hlynnt!
ENGINN! - Því allar upplýsingar um ESB, fyrir hvað það
stendur, og hvað þar er í boði, liggur skýrt og ljóst fyrir
ÖLLUM þeim sem nenna að kynna sér málið. Algjörlega!
Líkur á að þjóðleg stjórnmálahreyfing skjóti rótum og
bjóði fram við næstu kosningar hlýtur því að fara dag
vaxandi.!!!
Sagðir beita sér gegn ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Facebook
Athugasemdir
Er það ekki ofrausn Guðmundur að splæsa orðinu "hugmyndafræði" á stefnuleysi Samfylkingarinnar?
Haraldur Hansson, 13.1.2009 kl. 01:02
Jú Haraldur eftirá að hyggja rétt athugað hjá þér!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.1.2009 kl. 01:08
Sæll Guðmundur.
Er ekki stuttbuxnadeild í Framsóknarflokknum í sjö mílna skóm ?
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.1.2009 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.