Annað hvort ESB-sinni eða EKKI !


   Framsóknarflokkurinn heldur nú sitt flokksþing. Stærsta mál
þingsins er afstaðan til ESB. Skiptar skoðnir eru sagðar um 
málið þótt ESB-sinnar hafa í raun yfirtekið flokkinn. Enda liggja
fyrir drög um aðildarumsókn. - Niðurstaðan hlýtur að verða
skýr, því engin málamiðlun er til í þessu stórpólitíska hitamáli.
Annað hvort verður samþykkt aðildarumsókn eða ekki. Annað
hvort hafa ESB-sinnar sigur eða ekki. Annað hvort verður því
Framsókn ESB-flokkur eða ekki. 

  Því miður bendir allt til þess að Framsóknarflokkurinn  muni
samþykkja aðildarviðræður OG ÞAR  MEÐ UMSÓKN  AР ESB. 
Enginn samþykir slíka umsókn  nema finnast  ESB álitlegur
kostur. Með slika samþykkt í fartreskinu yrði Framsóknarflokk-
urinn því  orðinn  formlegur  Evrópusambandsflokkur. Aðild
Framsóknar að Samfylkingunni lægi þá beinast við! 
mbl.is Skiptar skoðanir um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvað áttu við Ægir?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.1.2009 kl. 20:11

2 identicon

Komið þið sælir; Guðmundur Jónas, líka sem aðrir þeir, hverjir vilja geyma og brúka, athugasemdir nokkrar !

Ægir ! Vafalaust; mun Guðmundur svara þér, á þann hátt, hvern verðugan má telja, en,....... vita skuluð þið, hver undir nýlenduvelda bandalag ESB, viljið leggjast, að næg er vansæmd Íslands og Íslendinga fyrir, í ranni þessarra ógeðfelldu heimsvaldasinna, suður í Brussel, þókt svo; land og fólk og fénaður okkar leggðist ekki, af auðmýkt og vanmætti, undir heljartök þau, sem okkur yrðu búin, af hálfu Evrópu slektisins, suður þar.

Munum niðurlægingarskeiðið; 1262/64 - 1944 !

Með baráttukveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Hver verður kosinn formaður flokksins ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.1.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband