Framsókn orðn að litla ESB-flokki Samfylkingarinnar
17.1.2009 | 00:36
Niðurstaða flokksþings Framsóknarflokksins að gera hann formlega
og endanlega að Evrópusambandsflokki kemur alls ekki á óvart. Þvert
á móti er þetta nákvæmlega það sem allir bjuggust við. ESB-sinnar
innan flokksins hafa fyrir löngu yfirtekið flokkinn, og hin þjóðlega gras-
rót sem allt frá upphafi flokksstofnunar hefur markað flokknum hug-
sjónir og stefnumið hefur að verulegu leiti yfirgefið flokkinn fyrir löngu,
enda fylgistapið eftir því. - Nú mun hins vegar það litla sem eftir er af
hinni þjóðlegri grasrót yfirgefa flokkinn fyrir fullt og allt. Því nú hefur
Framsókn tekið sér stöðu við hlið hinnar and-þjóðlegu Samfylkingar
í Evrópumálum. Framsókn er nú orðin AND-ÞJÓÐLEGUR flokkur með
skýra og klára stefnu á ESB og Brussel eins og Samfylkingin. Spurning
bara hvenær Framsókn sækri ekki líka eftir aðild að Samfylkingunni. -
Því vandséð er hversu mikil eftirspurn verður fyrir tvo Evrókrataflokka
í íslenzkum stjórnmálum. Nema kratar hugsi sér það af hagkvæmis-
ástæðum.
Sá sem þetta ritar var til margra ára þátttakandi í hinum þjóðlega
Framsóknarflokki, en yfirgaf hann þegar ESB-trúboðið tók að hasla
sér þar völl. Þúsundir þjóðlegra framsóknarmanna hafa yfirgefið flokk-
inn, og þeir sem eftir eru munu yfirgefa hann. Þá er ljóst að það
bakland bænda og sjómanna sem löngum hafa stutt flokkinn munu
nú endanlega snúa við honum baki. Því gangi Ísland í ESB mun
það rústa bæði íslenzkum sjávarútvegi og landbúnaði.
Allt þetta styrkir hins vegar framkomu þjóðlegrar stjórnmálahreyf-
ingar í íslenzk stjórnmál á næstunni. - Því ber að fagna!
Framsókn vill sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Míkið rosalega líður mér vel að hafa sagt mig úr þessari and-þjóðlegri Framsókn, og það fyrir LÖNGU!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 01:06
Gott þér líður vel.
Hefði verið þér að skapi að ákveða, fyrir fólkið í landinu, að ESB umræða væri ekki á dagskrá? Það hefðu margir kveðið upp vein við slíka skoðanakúgun og fyrir vikið hefðu stjórnmálaflokkarnir endanlega verið aflífaðir. Nóg eru þeir búnir að klúðra undanfarið.
Að mínu viti er þessi niðurstaða sú eina sem vit er í. Þar sem hún gefur fólki mynd af því sem flokkurinn setur á oddinn í ESB aðildarferlinu. Ásamt því að láta fólkið í landinu, þjóðina, ákveða sjálfa hvort samningum um aðild verði samþykktur eða honum hafnað.
Sjálfur myndi ég hafna slíkum samning ef yfirráð yfir fiskimiðunum yrðu ekki undanskilin Brussel miðstýringu. Ég vona þú fagnir að ákveðið hefur verið að hlustað verður á þig í þessari stóru ákvörðun sem bankakreppan hefur leitt okkur í?
Jón Finnbogason, 17.1.2009 kl. 09:33
Jón minn. Jú jú kysstu bara ESB-vöndinn enn frekar. EES-regluverkið dugði
a.m.k til alls bankahrunsins með tilheyrandi hryðjuverkalögum und alles.
Jú jú kysstu ESB-regluverkið bara enn meira!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 15:01
Er ekki baráttan fyrir íhaldsömu, einöngruðu og stöðnuðu Íslandi að tapast Guðmundur?
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.1.2009 kl. 16:47
Myndi nú miklu frekar kalla baráttur ykkar ESB-sinna baráttu fyrir þröngsýnu, einangruðu og steingeltu Íslandi. Því ESB er einangrað,
miðstýrt og steingelt bandalag 27 ríkja þar sem 165 ríki standa frjáls
og sjálfstæð fyrir utan. Spyrjum að leikslokum Magnús!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 17:35
tek undir með Guðmundi.
í ESB getum við ekki gert fríverslunar samninga við 165 ríki. í ESB erum við lokuð inni. þannig að einu einangrunar sinnarnir eru miðaldar menn eins og þú Magnús. og ég er að tala Mið-Aldar ekki miðaldra.
þú og ESB félagar þínir eru fastir á myrkum miðöldum í hugsun og haldið að heimurinn endir og það séu óbyggðir og heimsendir fyrir utan evrópu. ekki vera hræddur við hinn stóra heim. hann býður upp á tækifæri en ekki það helsi sem þú vilt leiða okkur inn í.
Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 08:13
Hvernig kyssti ég vöndinn?
Er thad kannski ad kyssa vöndin ad stydja thad ad fólkinu í landinu sé leyft ad ráda sínum ESB málum sjálft?
Jón Finnbogason, 18.1.2009 kl. 16:51
að kyssa vönd kvalara okkar Jón Finnbogason. Að kyssa vönd breta og ESB sem berja okkur og hafa troðið upp á okkur skuldum vegna Icesave sem er hvergi í lögum ESB og EES um að skuli falla á ríkisjóð. ég vil ekki borga allt að 800 milljarða króna í Icesave. vilt þú það borga það? ESB sinnar vilja borga.
Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 00:23
Skil ekki alveg hvað þú meinar Fannar? Vorum við ekki að tala um þá staðreynd að Framsókn hefur ákveðið að setja ESB málið í dóm þjóðarinnar?
Höldum umræðunni óblandaðri þar sem hún er stödd, Icesave málið er annar handleggur og partur af víðara samhengi hlutanna.
Jón Finnbogason, 19.1.2009 kl. 10:19
Það er ekkert ESB nema við greiðum Icesave og lútum vilja ESB og Breta í þeim málum.
Ef þú sérð ekki samhengið þarna á milli þá ættiru að opna augun.
Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.