Mikil vonbrigði með Framsóknarflokkinn !


   Það eru mikil vonbrigði að elsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar
skuli nú hafa endanlega hent frá  sér  hinni ÞJÓÐLEGRI ÍMYND.
Frá upphafi var Framsóknarflokkurinn boðberi þjóðfrelsis og
þjóðlegra gilda. Nú hefur hann kúvent endanlega í þeirri hug-
sjónabaráttu og gerst Evrókrataflokkur eins og Samfylkingin.
Vill nú að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. And-
stætt öllum fyrri  þjóðlegum viðhorfum og gildum. - Þar er því
vægast  sagt  HÖRMULEGT hvernig er nú komið  fyrir elsta
stjórnmálaflokki landsins, Framsóknarflokknum. Því það að
tapa ímynd sinni er að tapa sjálfum sér.   Öll sönn þjóðleg
öfl munu því nú snúa við Framsóknarflokknum  baki. Eðlilega!
Því hann  hafur nú tekið afgerandi stöðu við hlið Samfylkingar-
innar  í því  óþjóðlega  ráðabruggi  að innlima  Ísland  inn  í
hið hnignandi Evrópusamband með viðeigandi fullveldisafsali
og stórskerðingu á sjálfstæði þjóðarinnar.

  Þótt ný og ung forysta hafi nú tekið við flokknum er það
farteskið sem hún hefur undir höndum sem skiptir öllu máli.
Aðal-innihaldið í því farteski virðist vera  Brusselförin, sem
flokkurinn hyggst nú vinda sig  í ásamt  Samfylkingu. Þess
vegna verða öll þjóðleg öfl að koma í veg fyrir að það ráða-
brugg Evrókrataflokkanna nái fram að ganga með öllum til-
tækum ráðum.-  Því hinum nýja formanni Framsóknar skát-
last herfilega  ef hann sér HIÐ NÝJA ÍSLAND byggjast upp
undir Brussel-forskrift.

  Sá þjóðlegi kjarni sem þó enn starfaði innan Framsóknar
hlýtur því nú að hverfa á braut eins og þær þúsundir flokks-
og stuðningsmanna Framsóknar hafa gert á liðnum árum,
vega ESB-trúboðsins sem þar hefur grasserað, og sem nú
hefur endanlega yfirtekið flokkinn. - Hvert sá stóri hópur
lendir á hins vegar eftir að koma í ljós, því mikil gerjun er
nú í íslenzkum stjórnmálum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Þér virðist mikið í mun að banna fólki að ræða hlutina. Því er ver og miður, ég hélt reynsla áranna hefði kennt þér önnur gildi.

Jón Finnbogason, 19.1.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hverskonar rugl er þettta eiginlega í þér Jón. Þvert á móti finnst mér þú
banna mér að ræða hlutnina. Einskonar ritskoðari hér! Ég er alveg eins og
þú og allir aðrir hér að tjá mig og ræða hlutina.  En það má kannski ekki gera nema á einn veg!  Þvílíkt RUGL!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón. Algveg dæmigert um ykkur ESB-sinna. Vilja hefta umræðuna sé hún
ekki ykkur að skapi, enda hafið þið vont mál að verja!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Jón Finnbogason

Ég vissi ekki ég væri ESB-sinni.

Èg er fyrst og fremst ad benda á thad ad thín skrif snúast um ad Framsókn sé ordin ad ESB flokki, sem passar enganvegin.

Thad er einfaldlega búid ad ákveda hvad flokkurinn setur á oddinn thegar til adildarvidrædna kemur. Í stadin fyrir ad ræda thad skrifar thú í slagordastíl ad flokkurinn sé fokinn til fjalla.

Sjálfum finnst mér fródlegt ad lesa málefnaleg skrif um skodanir fólks, thad er naudsynlegt í lýdrædisríki.

Jón Finnbogason, 19.1.2009 kl. 14:32

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón. Hingað til hafa flokkar sem vilja sækja um aðild að ESB verið skilgreindir sem ESB-flokkar eða Evrópusambandsinnaðir flokkar. Og hingað til hafa þeir
menn sem vilja sækja um aðild að ESB verið skilgreindir sem ESB-sinnr eða
Evrópusambandssinnar. Ég fann ekki upp þá skilgreiningu. Og þar sem
Framsókn hefur nú tekið upp þá and-þjóðlegu stefnu að vilja sækja um ESB-
aðild þá hlýtur Framsókn að vera orðin meiriháttar Evrópusamndsflokkur.
Það er ekkert flóknara en það!  En skynja að þér liður eitthvað illa með það sem ég skil líka mæta vel Jón minn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 15:58

6 Smámynd: Jón Finnbogason

Já, ef maður námundar. Heimurinn er bara ekki svart/hvítur.

En þar sem illa er komið fyrir okkur er vert að kanna þá möguleika sem okkur standa til boða uppúr vandræðunum, hvort það sé innan lands eða utan.

Þar sem fólkið í landinu fær hvort eð er sínum vilja framgengt hef ég ekkert athugavert við það að segja.

Svo þegar málefnaleg umræða um Evrópusambandið hefst, þá mun ég vafalaust lesa hugleiðingar þínar um helstu galla sambandsins.

Jón Finnbogason, 20.1.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband