Formaður Framsóknar á pólitískum villigötum !
22.1.2009 | 00:22
Hann fer ekki gæfulega af stað hinn nýkjörni formaður
Framsóknarflokksins. Það fyrsta sem hann leggur til á
sínum nýbyrjaða pólitíska ferli er að þjóðin fari úr öskunni
í eldinn. Vill að hér verði mynduð vinstristjórn í skjóli og með
stuðningi Framsóknar. Að Samfylkingin og Vinstri-grænir myndi
hér rauð-græna stjórn. Ríkisstjórn með afdönkuðum sósíal-
istum og öðrum vinstrisinnuðum róttæklingum með nýtinga-
banni á okkar helstu auðlindir, - og handónýtri Samfylkingu
sem hugsar um það eitt dag og nótt að koma þjóðinni undir
erlend yfirráð. - Er þetta forsmekkurinn af því nýja Íslandi
sem hin ,,nýja Framsókn" boðar undir forystu Sigmundar
Davíðs?
Hér er formaður Framsóknar á algjörum pólitískum villigötum.
Í stað þess að leiða hina gjörónýtu og and-þjóðlegu Samfylk-
ingu til enn meiri vegs og virðingar í íslenzkum stjórnmálum,
á formaður Framsóknar að sjálfsögðu að krefjast kosninga
nú þegar, ásamt því að forseta verði falið að mynda utanþings
ríkisstjórn, neyðarstjórn, meðan kosningar fara fram og ný
ríkisstjórn tekur við. - Því það þarf allsherjar uppstokkun og
hreinsun í íslenzkum stjórnmálum í dag. Ekki bara í banka, -
fjármála- og embættismannakerfi. - Það þarf í raun allsherjar
,,hundahreinsun" ásamt því að allir þeir mafíósar sem ollu
efnahagshruninu, verði sóttir til ábyrgðar, settir inn bakvið
lás og slá, og með eignafrystingu meðan mál þeirra verði
rannsökuð. - Þetta er það sem þjóðin krefst í dag. - En það
skilur hinn nýi formaður Framsóknar alls ekki, sem virðist al-
gjörlega blindur af úreltri, afturhaldssamri og and-þjóðlegri
vinstrimennskuhugmyndum.
Hinn nýi formaður Framsóknar veldur miklum vonbrigðum. Í
stað þess að vilja endurnýja Framsókn á þjóðlegum grunni á
mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála, þar sem mesta pólitíska
uppstokkunin er þörf, á nú að leiða flokkinn í átt að úreltri og
óþjóðlegri vinstrimennsku, með sósíaldemókratisku ESB-ívafi
ásamt daðri við vinstrisinnaða róttæklina og anarkista úr
Vinstri-grænum. - Þvílíkt pólitískt hlutskipti fyrir Framsókn
og hinn nýja formann!
Vill verja minnihlutastjórn falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hryllilegt - í einu orði sagt hryllilegt! Daður svona vinstri-vinstri er ekki það sem pilsnerfylgis flokkurinn á að gera! Hann á að "krefjast kosninga
nú þegar, ásamt því að forseta verði falið að mynda utanþings ríkisstjórn, neyðarstjórn, meðan kosningar fara fram og ný ríkisstjórn tekur við." Þetta segir Guðmundur! Halleluja.
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 22.1.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.