Kratafylgið yfir á Framsókn, skiljanlega.
22.1.2009 | 11:06
Skv. skoðanakönnun MMR eykst fylgi Framsóknar nánast
í sama hlutfalli og fylgið við Samfylkinguna minnkar. Þetta
er afar skiljanlegt, eftir að Framsókn er orðin hreinræktaður
Evrókrataflokkur með stefnuna til Brussel, og kallar nú á
vinstristjórn. Óánægt kratafylgi fylkist því til Framsóknar
í stöðunni í dag. ESB-trúboðið gerir engan mun á Framsókn
og Samfylkingunni lengur. Óánægðir ESB-sinnar fylkjast því
til Framsóknar. Myndun vinstristjórnar sem hinn nýi formaður
Framsóknarflokksins berst nú fyrir hlýtur þvi að leiða til þess
að þessir tveir Evrókrataflokkar, Samfylking og Framsókn
sameinist. Aðildarviðræður þessara flokka að hvor öðrum
hlýtur því að hefjast næstu daga.
Hins vegar er fylgishrun Sjálfstæðisflokksins umhugsunar-
efni, og hlýtur að gefa hugmyndum um stofnun þjóðlegrar
hreyfingar á borgaralegum grunni byr undir báða vængi.
Því mið/hægri-kannturinn virðist í upplausn í íslenzkum stjórn-
málum í dag, enda stjórnleysið og neyðarástandið samkvæmt
því. Það að flokkur vinstrisinnaðra róttæklinga skuli mælast
stærsti flokkur landsins hlýtur að sýna hversu upplausnar-
ástandið er komið á alvarlegt stig, sem hin þjóðlegu og
ábyrgu öfl verða að bregðast við af festu, ef hér á ekki að
skapat algjört stjórnleysisástand anarkistanna...
Framsókn með 17% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir vita ekki betur, tækifærisinnarnir.
Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 14:03
K-ratar er tækifærisinnar upp til hópa sem þora ekki að taka ábyrgð og láta aðra baka brauðið. Þeir birtast í öllum flokkum.
Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 22:44
Passaðu þig Guðmundur. Vonda Kratagrýlan gæti komið og borðað þig!
Páll Geir Bjarnason, 24.1.2009 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.