Formaður Framsóknar styður vinstri-öfgamenn !
23.1.2009 | 00:22
Hinn nýi formaður Framsóknar virðist afar óraunsær þegar
kemur að því að meta hina pólitísku stöðu á Íslandi í dag. Og
það er í raun með hreinum ólíkindum hversu hann er illa að sér
varðandi flokk öfga-vinstrimanna, Vinstri græna. Að detta
sér í hug að hleypa slíkum öfgaflokki að stjórn landsins í
því neyðarástandi sem nú ríkir er í raun vítavert. Flokk sem
leynt og ljóst vinnur gegn núverandi stjórnskipulagi, með vel-
þóknun sinni yfir þeim anarkistaaðgerðum sem nú eru í gangi
meðal ýmissa öfgahópa. Því innan Vinstri grænna eru alls kyns
hópar vinstrisinnaðra róttæklinga og anarkista sem markvíst
kynda undir upplausn og stjórnleysi á Íslandi dag. - Þennan
flokk ætlar svo formaður Framsóknar að leiða til vegs og virð-
ingar í íslenzkum stjórnmálum. Gera sömu pólitísku mistökin
og þegar forysta Sjálfstæðisflokksins leiddi hina vinstrisinnuðu
og handónýtu og sundurleituðu ESB-Samfylkingu til vegs og
virðingar í íslenzkum stjórnmálum, og sem nú er að hlaupa frá
allri sinni pólitískri ábyrgð með tilheyrandi póitiskri upplausn.
Hin nýi formaður Framsóknar er því á pólitískum villugötum.
Komin á kaf í vinstrimennskustjórnleysi, með því að voga sér
að bjóða þjóðinni upp á handónýta afturhaldssama og and-
þjóðlega vinstristjórn. - Því það er það síðasta sem þjóðin
þarf á að halda í dag, og ALLRA SÍST að styðja við bakið á
vinstri-öfgamönnum. Í stað þess á vinna á þjóðlegum nótum
með ábyrgum þjóðlegum borgaralegum öflum við að byggja
upp nýtt og betra Ísland.
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !
Áhöld fara nú að verða um; hvar mestar séu öfgarnar, í þessum 5 flokkum, öllum,, og á hvaða vegu, þær hafa leikið landsmenn verst, sem dæmin sanna víða.
Hægri - Vinstri - Austur - Vestur - Norður - Suður. Skiptir það; meginmáli, eins og komið er, í dag, Guðmundur minn ?
Tortryggni mín; er nú, til flestra átta.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:41
Sæll Guðmundur.
Já þetta er hálf hlálegt en ég held að VG gætu aldrei verið sjálfum sér samkvæmir ef þeirra tækju í sáttahönd Framsóknarflokksins, þá féllu nú flest vígi hjá þeim.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.1.2009 kl. 01:04
Málið er að Utanþingsstjórn reyndra öldunga er það sem þarf í ljósi alþjóðamála í heiminum í dag og getuleysis og ósamkomulaga núverandi alþingismanna á framapoti. Bókhaldsforsendurnar eru allar í heimspressunni og ekki þarf að bíða eftir næsta ársuppgjöri. Stjórnmálalega er stór skrítið að vilja vera í sviðljósinu í dag. Vandamálin hrannast upp með hverjum deginum sem líkur og þau bíða ekki eftir grúppuvinnu. Ísland þarf á þjóðernislegum hægriflokki að halda í framtíðinni. Þarf sem sjónarmið heiðarlegs og heilbrigðs frjálsmarkaðar ríkja á borði og í framkvæmd. Ekkert til að skammast sín fyrir. Hóflegur arður gefur fordæmisgildi sem ekki á að fela. Launatekjur eiga hinsvegar alltaf að vera sem jafnastar fyrir sömu tímavinnu óháð stétt. Þeir sem fórna skammtíma tækifærum í hlutabréf og sparnað eiga skilið að uppskera í samræmi.
Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 11:18
Vinstri og hægri... kjánalegt blogg... það voru hægri flokkar sem komu efnahagmálum á þann punkt sem þau nú eru... Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórn efnahagsmála í 17 ár.... og samt er svo komið sem flestir vita.
Jón Ingi Cæsarsson, 23.1.2009 kl. 11:26
ESB væntingar ollu hruninu. Sjáfstæðismenn voru nú frá völdum í Reyjavík um tíma. Svo kenningar um valdið ganga nú ekki upp. Breyta Reykjavík í New York eða London eða París.
Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 11:45
Komið þið sæl !
Líkast til; eru ýmsar einfaldar skírskotanir; svo sem, hér að ofan, hjá mér, ofvaxnar skilningi frjálshyggjumanna, eins og Jóns Inga Cæsarssonar.
Það verður þá; svo að vera. Jón Ingi; viðlíka öðrum slíkum, eru nú í vörn mikilli, hvar flokkur hans er orðinn valdur, að mesta tjóni síðari tíma Íslandssögunnar, og hvergi sér, fyrir endann á.
Slíkir; ættu að halda sér til hlés, nú um stundir, sýnist mér.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:11
Bara þakka ykkur öllum innlitin hér.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.1.2009 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.