Hvað eigum við þjóðlegir borgarasinnar að kjósa ?
28.1.2009 | 00:27
Ef Frjálslyndir taka þá undarlegu afstöðu sem borgaralegur
flokkur að fara að styðja við bakið á þeirri vinstristjórn sem nú er
verið að setja á koppinn, mun hann gera afdrífarík pólitísk mistök.
Mistök, sem gæti hreinlega riðið honum að falli í komandi kosningum.
Á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála virðist ríkja pólitísk upp-
lausn. Sjálfstæðisflokkurinn er illa farinn eftir efnahagshrunið. Auk
þess olli það miklum vonbrigðum meðal þeirra fjölmörgu sem að-
hyllast borgaraleg viðhorf á þjóðlegum grunni þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn tók illu heilli upp á því pólitíska rugli að hefja ríkisstjórnar-
samstarf við hina Evrópusambandsinnuðu Samfylkingu, í stað þess
að byggja upp borgaralega blokk í íslenzkum stjórnmálum. - Þá
veldur það einnig miklum vonbrigðum hvernig miðjuflokkurinn Fram-
sókn svikur nú sitt þjóðlega miðjufylgi og kúvendir í sínum hugsjón-
argrundvelli yfir í að vera vinstrisinnaður krataflokkur með stefnu á
ESB-aðild. Við slíkar pólitískar aðstæður ætti að vera kjörið tækifæri
hjá Frjálslyndum að sópa til sín hið þjóðlega óánægjufylgi á mið/
kannti íslenzkra stjórnmála. Ef ekki nú, þá ALDREI! Hin reikula
forysta Frjálslyndra til langs tíma, virðist hins vegar alls ekki skilja
sinn vitjunartíma, og er orðin þátttakandi í viðræðum um myndun
hreinræktaðar vinstristjórnar. Virðist ætla að gera sömu mistökin
og flokksforysta Sjálfstæðisflokksins við myndun núverandi ríkis-
stjórnar. Er nema von að ímynd Frjálslyndra sé í molum og fylgið
eftir því?
Annars er það orðið mikið áhyggjuefni hvert við kjósendur sem
aðhyllumst þjóðleg borgaraleg viðhorf, en erum einnig BÁLREIÐ yfir
því mikla efnahagshruni sem blasir við þjóðinni í dag, eigum að
snúa okkur í komandi kosningum. Við kjósendur sem villjum láta
ALLA þá sæta ábyrgð sem hruninu olli, um leið og byggt verði upp
nýtt og frjálst Ísland. Við sem erum ekki frjálshyggjusinnar þótt
borgaraleg viðhorf styðjum. Við sem viljum sjálfstætt og frjálst
Ísland utan hiðs miðstyrða Evrópusambands.
Já. Hvað eigum við að kjósa? Hverjum er treystandi fyrir þjóð-
legum borgaralegum viðhorfum í íslenzkum stjórnmálum í dag?
Spyr sá sem ekki veit!
Óvíst með Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðleg borgaraleg viðhorf hver eru þau nákvæmlega í stuttu máli?
Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:54
Þau felast í því Þórarinn að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands,
fyrst og fremst. Auk þess að efla íslenzka menningu auk annara þjóðlegra
gilda(tungu, siða) og annara þjóðlegra verðmæta, sem framlag okkar til hiðs mikla ,,heimstrés" ólíkra þjóðlegra menningararfleiða, sem ALLIR þóðir eiga að bera virðingu fyrir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.1.2009 kl. 01:12
Guðmundur - ég tek undir hvert einasta orð sem þú birtir í svari þínu.
Sem svar við upphafsspuringu þinni segi ég þetta
Sjálfstæðisflokkurinn tók upp samstarf við Samfylkinguna til þess að hafa tryggingu fyrir því að koma stórum framtíðarmálum í gegn.
Illu heilli hefur forystan þar ekki þá staðfestu sem var nauðsynleg en vissulega má gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir það að hafa ekki tekið harðar á sumum þáttum eins og hreinsun í Fjármálaeftirlitinu - Seðlabankanum - Viðskiptaráðuneytinu og Fjármálaráðuneytinu.
Þegar svo innviðir Samfylkingarinnar hrynja - varaformaður rekur hníf í bak formanns meðan formaðurinn er erlendis til lækninga og nýtur til þess verks nokkurra forystumanna Samfylkingarinnar - þá er samstarfið dauðadæmt. Reyndar settu Þórunn og Björgvin boltann af stað í fyrra með kröfu um kosningar. Meira þurftu VG ekki og ofbeldislýðurinn og dósaberjararnir fóru af stað.
Leggðu þitt af mörkum til þess að styrkja og efla Sjálfstæðisflokkinn og þá sjáum við aftur mannvænlegt þjóðfélag hér á Íslandi - reynslunni ríkari og laus við græðgislýðinn.
Bestu kveðjur
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 03:14
Takk fyrir svarið Guðmundur. Langar í framhaldi að spyrja þig hver er munurinn á Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og hversvegna hefur Framsóknarflokkur misst nánast allt sitt fylgi en Sjálfstæðisflokkur haldið sínu framm til þessa. Þetta eru flokkar sem aðhyllast báðir þjóðleg borgaraleg viðhorf. Þá á ég sérstaklega við Halldór Ásgrímsson og Valgerði Sverrisdóttir sem tilheyra hægri armi Framsóknar flokksins og svo get ég nefnt Sjálfstæðismenn eins og Björn Bjarnason og Halldór Blöndal sem aðhyllast þjóðleg borgaraleg viðhorf og ég spyr sjálfan mig hvers vegna er þetta fólk ekki í sama flokki því það virðist hafa svipaðar skoðanir.
Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:00
Sæll Þórarinn. Steingrímur Hermannsson fyrv formaður Framsóknar sagði
eitt sinn að munurinn á þeim tveim væri sá að Halldór væri OF alþjóðasinnaður. Halldór byrjðai að tala fyrir ESB aðild í flokki sem var
ætíð þjóðlegur miðjuflokkur. Þar er komin helsta skýringin á fylgistapi
flokksins frá valdatöku Halldórs. Ég sagði mig úr Framsókn einmitt af þeim
sökum. Gat ekki hugsað mér að vera í slíkum and-þjóðlegum flokki sem
vill innlima frjáls Ísland inn í eitthvað miðstyrt evrópsk ríkjabandalag.
Tel Framsókn því and-þjóðlegan flokk í dag sem Halldór og Valgerður sköpuðu.
Björn Bjarnson og Halldór Blöndal eru hins vegar þjóðlegir íhaldsmenn
sem vilja frjálst Ísland. Hægri-menn skiptast nefnilega líka í alþjóðasinna
og þjóðlega sinna. Ritstjóri MBL er td dæmi um hægrisinnaðan alþjóða-
sinna sem vill Ísland í ESB. Þannig að þjóðhyggjan er alls ekki bara
einskorðuð við hægrihugsjónir, hún á sér líka stoð á miðjunni. Hef hér
skilgreint mig ´sem mið/hægrisinna með þjóðleg viðhorf, og kalla því
eftir þeim flokki í dag.
Ólafur. Við sjáum hvað setur. Hvað gerist á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
á alveg eftir að koma í ljós.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.1.2009 kl. 09:54
Takk kærlega fyrir svarið Guðmundur og gangi þér vel að finna flokk sem samræmist þínum skoðunum. Er ekki Bjarni Harðarson og einhverjir aðrir að stofna einhvern flokk sem byggir á gömlu góðu framsóknargildunum gengur kannski til liðs við hann?
Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:40
Vonandi Þórarinn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.1.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.