ESB vill gleypa Ísland


    Meiriháttar hvernig Brussel-ófreskjan sýnir sitt rétta andlit þessa
daga  gagnvart Íslandi, þegar Ísland er hvað veikast  í efnahagslegu
tilliti. Þegar efnahagslegt hrun hefur orðið og  samningstaða  Íslands
er nánast engin. Einkum  að stærtum  hluta vegna regluverka  ESB
gegnum EES-samninginn (bankahrunið) og beitingu hryðjuverka ESB-
ríkis gagnvart Íslandi með þegjandi samþykki valdhafanna í Brussel.
Stækkunarstjóri  ESB  lofar  Íslendingum skjótri inngöngu, og nánast
gulli og grænum skógum,  enda  miklu efir að slægast  fyrir ESB, því 
Ísland býr yfir miklum auðlindum sem sambandið horfir hýru auga til.
Ekki að furða þótt ESB vilji nú nota tækifærið og hreinlega að gleypa
Ísland.

  Sem betur fer sér þjóðin gegnum ráðabrugg ESB-sinna og valdhaf-
anna í Brussel. Skv. nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins hefur
ríflegur meirihluti þjóðarinnar, tæp 60% lýst yfir andstöðu við aðild
Íslands að ESB. Enda sambandið nánast á brauðfótum og miklir
efnahagsleg vandamál á evrusvæðinu.

  Vonandi að  ESB-andstaða þjóðarinnar komi skýrt fram í komandi
þingkosningun, þannig að ESB-umræðan verði endanlega slegin út
af borðinu.

 


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband