Frjálslyndir! Notið nú tækifærin og stokkið upp líka!


   Miklillar uppstokkunar er nú krafist í íslenzkum stjórnmálum.
Útlit er fyrir að hún verði veruleg, bæði í forystu flokka og í
þingliðum þeirra. Einn flokkur sem hlýtur að hugsa til veru-
legrar endurnýjunar og uppstokkunar í forystu og þingliði
er hjá Frjálslyndum. Flokkurinn kemur mjög illa út í hverri
skoðanakönnunarinni af annari, þrátt  fyrir  fjölmörg ár  í
stjórnarandstöðu, og ekki  hafa  komið  nálagt núverandi
efnahagshruni. Ef allt væri með feldu ætti Frjálslyndir  að
sópa til sín fylgi á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála.
Ekki síst vegna ábyrgðar Sjálfstæðisflokksins á efnahags-
hruninu, og því að Framsókn er hætt að vera borgaralegur
miðjuflokkur, en hallar sér þess í stað verulega til vinstri,
jafnvel að vinstrisinnuðum róttæklingum í VG.

  Í dag er því verulega þörf á heilsteyptum borgaralegum
flokki á þjóðlegum grundvelli. Þennan flokk gætu Frjálslyndir
skapað. En til þess yrði að fara fram allsherjar uppstokkun
í forystuliði flokksins.

  Þess vegna er það gleðiefni að á flokksþingi flokksins á
næstunni eru boðaðar meiriháttar breytingar á æðstu stjórn
flokksins. Og það sem meira er. Þær koma frá kvenna-armi
flokksins, en verulega hefur hallað á kynjajæfnvægið innan
hanns. Engin kona er t.d þingmaður fyrir flokkinn.

  Tvær hæfar og mjög frambærilegar konur hafa  boðað fram-
boð til æstu embætta flokksins á komandi flokksþingi. Þær
Guðrún María Óskarsdóttir til formanns, og Ásgerður Jóna
Flosadóttir til vara-formanns.  Augljóst er ef slík forysta
tæki við flokknum myndi  það  stótbreyta  ímynd hans og
vera í takt við boðbera gjörbreyttra tíma í íslenzkum stjórn-
málum, sem allir eru að kalla á eftir.

   Hér er því með skorað á karlaveldið innan flokksins að
stíga nú til hlés og veita konunum fullt brautargengi. Ekki
síst í ljósi þess að þeir hafa EKKERT fiskað hingað til. Frjáls-
lyndir mælast nú með einungis 2.5% fylgi skv. þóðarpúls
Gallups í gær. Sem segir að eitthvað er meiriháttar að hjá
flokksforystunni og núverandi þingliði. 

   Frjálslyndir eiga því einstakt tækifæri í dag, sem eins víst
er að komi aldrei aftur!

   Notið það! Kjósið ykkur nýja forystu! 
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég er ritari í kjördæmafélagi FF í Reykjavík norður.  Þessa dagana fer fram mikil umræða meðal félaga í FF um komandi kosningar í vor.  Við verðum með landsþing innan skamms.  Margar vangaveltur eru í gangi.  Það hefur verið sársaukafullt að fylgjast með hörmulegu gengi flokksins í skoðanakönnunum.  Einnig þeim innanhúsvandræðum sem Kristinn H.  Gunnarsson hefur valdið.  Og forystunni hefur ekki tekist að hemja eða leysa.  Það er meiriháttar vandræðalegt að 1 af fjórum þingmönnum okkar sætir lagi að greiða atkvæði á alþingi öndvert við annan þingmann (Jón Magnússon).  KHG hefur sömuleiðis farið í stríð við ungmennahreyfingu flokksins og fjölda annarra.

  Þar fyrir utan er vík milli forystu og grasrótar flokksins.  Það stefnir í uppstokkun í flokknum á komandi landsþingi.  Til óheilla er að fyrir dyrum stendur að flokksþingið verði haldið í Stykkishólmi.  Það vekur upp margar spurningar. 

  Ef allt væri í lagi hjá okkur í FF væri flokkurinn í árferði sem ætti að vera góður kostur.  Stefnumál flokksins njóta stuðnings fjöldans en í skoðanakönnunum er flokkurinn með rétt um 3% fylgi.  Á sama tíma erum við að horfa upp á VG með langt yfir 20% fylgi og Framsóknarflokkinn rjúka upp í fylgi.  Úr 7 - 8% í 15 - 17%.  Við í FF þurfum virkilega að taka til í okkar ranni. 

Jens Guð, 1.2.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þakka þér kærlega fyrir þennan pistil.

Að sjálfsögðu þurfum við að lita í eigin barm í Frjálslynda flokknum eins og allir aðrir flokkar munu þurfa að gera með fulltrúa á Alþingi Íslendinga.

Hver einasti flokkur skyldi fagna áhuga fólks á framboðum til embætta hverju sinni enda slíkt einungis vottur um lifandi starf.

Sæll Jens.

Stykkishólmi ?????????

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.2.2009 kl. 01:26

3 Smámynd: Jens Guð

  Sæl og blessuð,  Guðrún María.  Ég fagna framboði ykkar Ásgerðar.  Er þetta með Stykkishólm ekki frágengið?  Vonandi ekki. 

Jens Guð, 1.2.2009 kl. 01:38

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þakka þér fyrir það Jens,

þú ert fyrstur manna í Frjálslynda flokknum til að fagna framboðinu og það er vel.

Formlega hefi ég ekkert heyrt um þessar hugmyndir enn sem komið er frá forystu flokksins beint sem formaður kjördæmafélagsins og kem því af fjöllum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.2.2009 kl. 01:49

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er mesta furða, ef hugsað er út í það, að blessaðir karlarnir skuli ekki hafa fiskað betur, við það sem virst gætu kjöraðstæður.   Varla getur allt verið Kristni H. að kenna ?

Kannski þeir ættu að gefa konunum tækifæri.  Þær hljóta a.m.k. að njóta stuðnings Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, eða er ekki svo Guðrún María ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 02:17

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Hildur.

Kristinn H. Gunnarsson hefur ekki lýst yfir fögnuði yfir framboði okkar því fer fjarri, frekar en að hann hafi nokkurn tímann mætt á súpufundi um þjóðmál á vegum kvenna í flokknum. Það hafa þó allir aðrir þingmenn flokksins gert.

Ég sit í stjórn landssambandsins en býð mig fram sem félagsmaður í Frjálslynda flokknum, til formanns í flokknum.

Eðli máls samkvæmt beiti ég mér ekki fyrir því að samband sem ég sit í lýsi yfir stuðningi við mig. Það væri afar skringilegt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.2.2009 kl. 02:55

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Benedikt! Eftir síðasta útspil Guðjóns að taka þátt í þessari vinstristjórnarmyndun. Enda flokkur hans rúinn ÖLLU trauasti í dag ..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.2.2009 kl. 00:23

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á þessum nýliðna ríkisstjórnarmyndunardegi var í hádegisfréttum Rúv birt skoðanakönnun tekin í síðustu viku janúar. Þar fengu Íslandshreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn hvort um sig einungis 1% atkvæða!. Verra getur það naumast orðið.

Mér er tjáð, að á nýlegum miðstjórnarfundi Frjl. flokksins (FF) hafi sú tillaga komið fram að flýta boðuðum landsfundi hans um eina viku og færa hann til Reykjavíkur, m.a. með hliðsjón af því, að einungis eitt hótel er í Stykkishólmi, og þar eigi flokkseigendafélagið öll herbergi upppöntuð, en aðrir fari naumast að tjalda þar í marzmánuði.

Tillagan um breyttan stað og tíma fekkst ekki afgreidd. Formaðurinn afsakaði sig með mörgum öðrum málum, þótt hann segði tillöguna athyglisverða eða eitthvað í þá áttina. Þá kom fram dagskrártillaga um að taka þessa tillögu til meðferðar, en formaðurinn braut þá öll almenn fundarsköp, sem kveða á um, að dagskrártillögur skuli taka til afgreiðslu og atkvæða þegar í stað, – og afsakaði sig með málafjöldanum. Eftir það leystist fundurinn fljótlega upp.

Þetta, ef rétt er haft eftir, lýsir flokki í slæmu ásigkomulagi, og enginn getur hrópað húrra yfir nefndri skoðanakönnun og það í skelfilegu þjóðfélagsástandi, þegar gagnrýnendur fráfarandi ríkisstjórnar hefðu átt að stórauka fylgi sitt.

Mér er sagt, að varaformaðurinn hæfileikaríki, Magnús Þór Hafsteinsson, sé undir þungum hælnum á formanninum. Magnús missti þingsæti sitt í síðustu kosningum, en hefur verið aðstoðarmaður formannsins.

Annar góður maður, sem nýtist illa, er Sigurjón Þórðarson, fyrrv. þingmaður flokksins, sem fréttir hermdu, að hefði verið lofað af formanninum að verða framkvæmdastjóri flokksins, en ekki verið við það staðið. Sigurjón er dugnaðarmaður, sem sjá má á blaðagreinum hans og vefsetri á Moggabloggi.

Sundrung þingmannanna fjögurra er meiri en í nokkrum öðrum flokki. Jón Magnússon er greinilega Evrópubandalagssinni og jafnvel fyrrverandi skipstjórinn Grétar Mar Jónsson líka. Þessi stefna þeirra er í fullkominni andstöðu við öll rök máls í þessum flokki og veldur ásamt öðru svo djúpstæðum klofningi, að fylgið hrynur af honum. En í skoðanakönnun, sem gerð var, þegar fylgið var nokkrum sinnum meira (fyrr í þessum mánuði), kváðust 83,3% þeirra, sem sögðust styðja hann, vera andvígir inngöngu Íslands í Evrópubandalagið. Þessi niðurstaða staðfestir með enn skýrari hætti en póstkönnun meðal félagsmanna (sem JM kvað naumast marktæka, af því að lítill minnihluti svaraði), að grasrótin í FF er nánast einhuga (5 af hverjum 6) í andstöðu sinni við innlimun Íslands í Evrópubandalags-báknið.

Því spyr ég félagsmenn í FF: Hvenær ætlið þið að læra að þekkja ykkar vitjunartíma? Þarf ekki að skipta Guðjóni út úr forystunni og losa flokkinn við EBé-sinnanna úr þingmannasveit hans við næstu kosningar? Ef þið yrðuð eindreginn fullveldisssinna-flokkur, myndu margir kjósa hann, sem nú laðast að öðrum flokkum eða engum.

Flokkur, sem vill standa með sjávarútveginum sem undirstöðuatvinnugrein hér á landi og á fjölda sjómanna innan sinna vébanda, GETUR EKKI stutt Evrópubandalags-innlimun, nema hann ætli sér að stefna markvisst að því að þurrkast út af Alþingi.

Jón Valur Jensson, 2.2.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband