Rök evrusinna hrunin !
6.2.2009 | 00:18
Rök hérlendra evrusinni eru gjörsamlega hrunin með nýustu
fréttum frá Póllandi. En helstu rök evrusinna hér á landi eru þau
að upptaka hennar myndi skapa stöðugleika og auðvelda okkur
að komast upp úr efnahagslægðinni. - Í ESB-ríkinu Póllandi er
þessu þveröfugt farið. Þar FRESTA menn upptöku evru. Segja
upptökuferlið auka á áhættuna í pólsku hagkerfi, og beinlínis
ógna fjármálalífinu í landinu. En staða Póllands með sína eigin
mynt er nánast best í Evrópusambandinu í dag, og ef spár
rætast verður landið annað af tveimmur 27 aðildarríkjum ESB
með hagvöxt yfir 2% í ár.
Sannleikurinn er sá að nú þegar aðkreppir eru gallar fyrir sam-
eiginlegri mynt fyrir gjörólík hagkerfi evrusvæðisins alltaf að koma
betur og betur í ljós. Írar, Spánverjar og Ítalir kvarta sáran undan
sameiginlegu gengi og vöxtum. Geta hvergi sér hreyft til að örva
atvinnullífið með breyttu gengi og vaxtastígi. - Þetta er eitthvað
sem allir hefðu átt að sjá og skilja að gengi aldrei upp.
Pólverjar eru skynsöm þjóð. Í allri kreppunni sjá þeir meiriháttar
kost í því að hafa eigin mynt. Hafa stjórn á SÍNU HAGKERFI! Að
sjálfsögðu.
Rök hinna blindu ESB-sinna hér á landi eru því löngu hrunin.
Evran yrði okkur míkið böl eins og sjálf aðildin að Evrópusamband-
inu. - Því hvort tveggja er í upplausn!
![]() |
Evruupptöku Pólverja frestað? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ja Donald Tusk er fra gdansk
ninni (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 00:43
Einmitt Ninni. Þaðan sem frelsið kom undan miðstýringu kommúnista..
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 00:50
ASÍA á rétt á því að vera Heimsálfa númer 2 eða 1. Evrópa fellur. Bandaríkin halda sínum hlut. Dollar er framtíðin. Inna á markaðina sem borga best.
Kommunisminn er endastöð New-Liberisma ESB aðalsins.
Júlíus Björnsson, 6.2.2009 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.