Jóhanna undirbýr fullveldisafsalið !
8.2.2009 | 16:35
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra undirbýr nú breytingu
á stjórnarskránni, svo að hún og aðrir ESB sinnar geta átt greiða
leið með Ísland í ESB eftir kosningar. Þetta er mjög lævís aðför
að sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. ALLT í boði Framóknar og
ekki síst hinna alþjóðasinnuðu Vinstri-grænna.
Þá er ákvæðið um auðlindir í þjóðareign einn stór BRANDARI.
Því eftir að Ísland hefur gengið í ESB að ósk Jóhönnu VÍKUR ÞAÐ
ÁKVÆÐI fyrir Rómarsáttmála ESB. Stjórnarskrá ESB yrði YFIR
stjórnarskrá Íslands kæmi til álítamála. Vert er að minna á að
í síðustu viku gaf Framkvæmdastjórn ESB út rökstudda álitsgerð
þar sem Írum er skipað að breyta löggjöf sinni þannig að hægt
sé að nýta olíuauðlindir þeirra í þágu aðildarríkja ESB ef nauðsyn
krefur, sbr frétt á amx.is 4 febr s.l. Þar sem Íslendingar eiga mikið
undir fiskveiðiauðlindum og tilvondi olíuauðlindum yrði það glap-
ræði að gangast Brussel á hönd eins og Jóhanna vill gera.
Það yrði táknrænt fyrir stjórnmálaferil Jóhönnu Sigurðardóttir
að vera sá forsætisráðherra sem alvarlega atlögu gerði að full-
veldi og sjálfstæði Íslendinga. ALLIR SANNIR Íslendingar á Al-
þingi íslenzkrar þjóðar hljóta því að bregðast MJÖG HART VIÐ
og koma í veg fyrir ráðabrugg Jóhönnu Sigurðrdóttir um að leggja
til í stjórnarskrá að fullveldi og sjálfstæði Íslendinga verði stór-
kostlega skert!
Til þess á að beita ÖLLUM tiltækum ráðum!
Undirbúa stjórnlagafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef eitthvað er landráð þá er það þetta.Ég trúi aldrei að Framsókn muni styðja þetta gerræði.Þetta er minnihlutastjórn og þar að auki starfstjórn.Ef Framsókn kyngir þessu bulli og greiðir atkvæði með því, þá spái ég ekki flokknum mörgum þingmönnum.
Sigurgeir Jónsson, 8.2.2009 kl. 16:57
Af hverju er ekki mótmælt þessum landráðum eins og það var mótmælt fyrri ríkisstjórn? Þetta er margfalt verra en gamla stjórnin gerði ( þótt það var nógu slæmt) þetta á ekki að líðast í einn dag í viðbót, mótmælum næstu helgi! Þá kem ég pottþétt og allir sem ég þekki, því fólk er brjálað út af þessu.
Þór (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:24
Hörður Torfa stýrir mótmælunum og hann er í rassgatinu á Samfylkinga draslinu!!
Anna (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:32
Sendum flokkunum E-mail til að mótmæla þessu, því að þetta er bara hrein geðveiki.
Þór (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:36
Stofnum ný mótmæli, ég veit um fullt af fólki sem er alveg brjálað yfir þessu.
Þór (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:38
Er ekki verið að athuga að auðlindir séu í þjóðareign en ekki á höndum örfárra? Hvað er slæmt við það? Hvað græðum við á eignum fárra einstaklinga?
Gulli (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:10
Þessi stjórnarskráarbreyting er bara þeirra leið til að leggja grunninn að umsókn til ESB, við eigum auðlindirnar hvort sem er fyrir stjórnarskráarbreytingar. En um leið og við förum í ESB erum við að afsala frá okkur auðlindirnar til ESB, svo að þessi breyting er bara bull. Og hvernig verður ríkisstjórnin þegar hver einasti þingmaður er með sína eigin stefnuskrá?
Þór (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:08
Gulli. Auðlindirnar verða ALDREI í þjóðareign göngum við undir yfirþjóðlegt
VALD ESB. Einmitt með því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð getum við
látið ákvæði um þjóðareign auðlindanna inn í okkar SJÁLFSTÆÐU stjórnarskrá!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.2.2009 kl. 20:40
Blessaður Guðmundur er bara ekki einfaldlega komin tími á að stofna flokk. Það er hægri flokk sem að stendur vörð um landið einskonar afl hægra megin á slánni hægri vinstri græn þá ekki alveg eins græn og þau. Gæti heitið hinn Íslenski Þjóðarflokkur og meðal stefnumála væri að ESB aðild kæmi aldrei til greina er viss um að margir myndu fylkja sér um það tala nú ekki um ef a Sjálfstæðisflokkurinn fer að gefa eftir.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.2.2009 kl. 21:59
Jú Jón Aðalsteinn. Löngu kominn tími á hinn Þjóðlega Frelsisflokk, eða Íslenska Þjóðarflokkinn. Blundar í fjölmörgum í dag! Verðum að fara að
safna liði!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.2.2009 kl. 00:07
Þið getið bókað mitt atkvæði.
Þór (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 01:15
jón frimann, af hverju flytur þú ekki bara til danmerkur fyrst þú ert svona rosalega ástfanginn af ESB? Danir eru nú ekki með miklar auðlindir til að tapa til ESB og þeir treysta mjög á viðskipti til að afla tekna til landsins, svo það er ótrúleg heimska hjá þér að bera Ísland og Danmörk saman í þessu tilefni. Af hverju finnurðu þér ekki bara vin til að tala við um þessi mál, fyrst þú veist svona lítið um þau?
Þór (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.