ESB-andstæðingar enn og aftur í meirihluta !
2.3.2009 | 00:14
Skv. skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru ESB-
andstæðingar á Íslandi í meirihluta. Blekkingarvefur ESB-
trúboðsins á Íslandi hefur beðið skipbrot. Samt ætlar Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra að knýa fram nú fyrir kosningar
breytingar á stjórnarskránni, þannig að aðild Íslands að ESB
geti runnið hægt og vel í gegn á næsta kjörtímabili. Þann áset-
ning Jóhönnu VERÐUR að stöðva. Ekki bara það að Jóhanna
fer fyrir minnihlutastjórn. Heldur liggur það fyrir skv. ítrekuðum
skoðankönnunum að undanförnu, að meirihluti Íslendingar er
andvígur ESB-aðild.
Skv. umræddri könnun er 53.9% andvígir aðild en 46.1% eru
hlynnt. Ef skoðað er fylgi innan flokkanna kemur í ljós að mesta
andstaðan er innan Sjálfstæðisflokksins, 73.5% andvíg en 26.5%
með. Þetta hlýtur að hafa afgerandi áhrif á niðurstöðu landsfund-
ar Sjálfstæðisflokksins nú í mars. Þá kemur á óvart að flokksforysta
framsóknarmanna og niðurstaða þeirra flokksþings er algjörlega á
skjön við kjósendur flokksins. 60% andvígir en 40% með. Það
sama má raunar segja um forystu Vinstri-grænna sem styðja breyt-
ingar Jóhönnu á stjórnarskránni. En 61% kjósenda VG eru andvíg
en 30% með. 800 mnns tóku þátt í könnuninni og tóku alls 75%
afstöðu.
Þetta hlýtur að teljast mikið áfall fyrir ESB-sinna og Jóhönnu
Sigurðardóttir, sem ætlar að knýa fram ESB-væðingu stjórnar-
skrárinnar fyrir kosningar. Þess vegna VERÐUR að koma í veg
fyrir það með ÖLLUM tiltækum ráðum. - Þá sýnir þessi könnun
mikla möguleika fyrir þjóðlegt framboð á borgaralegum grunni
sem ALFARIÐ hafnar aðild Íslands að ESB. - Vonandi mun það
sjá dagsins ljós fyrr en seinna!
Til hamingju frjálst og fullvalda Ísland!!!
Meirihluti andvígur ESB-umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Já þetta eru ánægjuleg tíðindi, en ég tók eftir að það hentaði ekki að taka minn flokk með.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.3.2009 kl. 00:44
Persónulega, þá mun ég og flestir sem ég þekki (sem eru ekki fáir) kjósa þann flokk, því að það er bara heimska að ganga í ESB, sérstaklega á þessum tímum.
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 01:25
Sú stjórnarskrárbreyting, sem verið er að tala um snýst ekkert um ESB umsókn sérstaklega. Ef svo væri myndu menn einfaldlega fara út í þær breytingar, sem nauðsynlegar eru til að við getum stigið það gæfuskref að ganga í ESB. Þessi stjórnarskrárbreyting snýst einfaldlega um eðlilega og nútímalega leið til að breyta stjórnarskránni í framtíðinni. Hún snýst um það að í stað þess að gera kröfu um þingkosningar milli tveggja samþykkta Alþingis á stjórnarskrárbreytingu þá einfaldlega þurfi annars vegar samþykki meirihluta Alþingis og síðan meirihluta þjóðarinnar til að breyta stjórnarskránni.
Helstu rökin fyrir þessu eru þau að eðlilegt sé að þjóðin geti kosið beint um stjórnarskrárbreytingu en ekki sé um að ræða kosningu til þings eftir fyrri samþykkt þar, sem undir hælin er lagt hvort þingmenn eða flokkar tjái sig um sína afstöðu til stjórnarskrárbreytingar í þeirri kosningabaráttu. Einnig geta þeir svikið þau loforð eftir kosningar og þannig er komin í gegn stjórnarskrárbreyting, sem þjóðin var á móti. Einnig verður að hafa í huga að þegar með þessum hætti er í raun blandað saman kosningu um stjórnarskrárbreytingu og þingkosningum fá menn ekki raunverulegar upplýsingar um afstöðu þjóðarinnar til stjórnarskrárbreytingarinnar.
Síðast en ekki síst er það einfaldlega óþarfi að efna til nýrra Alþingiskosninga til þess eins að breyta stjórnarskrá.
Hvað aðild að RSB varðar þá virðist, sem ESB andstæðingum hafi gengið vel upp á síðkastið að sannfæra þjóðina um innihaldslausan hræðsluáróður sinn gegn ESB. Þeim virðist meðal annars hafa tekist að sannfæra marga um að sjávarútvegur og landbúnaður á Íslandi skaðist af ESB aðild þegar flest bendir til þess að því verði öfugt farið, að báðar þessar atvinnugreinar eflist við aðild að eESB.
Sigurður M Grétarsson, 2.3.2009 kl. 03:14
Sigurður, þú ert alveg meiriháttar. Að halda að maður sé svo blindur og
vitlaus að sjá ekki að stjórnarskrárbreytingin er þyrst og síðast gerð til
að auðvelda ESB-umsóknina eftir kosningar.
Sjárvarútvegur og landbnúnaður mun stórskaðast við ESB. Um það þarf ekki
lengur að deila. Auk þess mun þjóðarbúið stórskaðast efnahagslega til
frambúðar þegar kvótinn á Íslandsmiðum færist ört í hendur útlendinga
eftir ESB-aðild. Þannig að við blasir stórkostlegt efnahagslegt tjón göngum
við inn í þetta nýja svovétska miðstýringakerfi Sambandsríki Evrópu ESB.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 08:55
Það er alveg rétt að hvatinn að þessari tímasetningu fyrir þessa þörfu og eðlilegu stjórnarkrárbreytingu er sá að komast hjá bæði þjóðaratkvæðagreiðslu og nýjum þingkosningum til að hægt sé að ganga í ESB. Það breytir hins vegar ekki því að þessi breytta aðferð við breytingar á stjórnarskrá er þörf og í takt við nútímenlegar aðfeðir í lýðræðisríkjum.
Það er hins vegar kjaftæði hjá þér lapið eftir ESB andatæðingum, sem ekki hafa nein haldbær rök máli sínu til stuðnings og koma því með villanki og rangar upplýsingar. Kvótin á Íslandsmiðum mun ekki færast til útlendinga við ESB aðild. Það var uppi sambærlegur kór ESB andstæðinga í Danmörku fyrir aðild þeirra að ESB en reyndin er sú að danskur sjávarútvegur hefur eflst vegna ESB aðildar. Það eru allar líkur á að það sama muni eiga við um íslenskan sjávarútveg.
Hvað landbúnað varðar þá eru líkur á að einhverjar greinar hans muni skaðast af ESB aðild en í heildina eru líkur á að hann muni eflast. Svo er ekki minna atriði að heimilin í landinu munu þurfa að greiða minna fyrir landbúnaðarvörur. Höfum í huga að flestar þær tilslakanir varðandi innflutningshöft á landbúnaðarafurðum, sem munu fylgja ESB aðild munu hvort eð er fylgja endanlegum samningi á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar hvort, sem við erum aðlar að ESB eða ekki. Höfum einnig í huga að ESB er með mikla áætlun í gangi varðandi stuðning við landbúnað innan ESB í kölfar þeirrar samþykktar, sem er innan þeirra reglna, sem líklegt er að verði hjá Alþjóða viðskiptastofnuninni. Ef við Íslendingar erum í ESB þá mun íslenskur landbúnaður njóta þeirrar aðstoðar en mun að sjálfsögðu ekki gera það ef við erum ekki aðilar að ESB.
Höfum einnig í huga að bæði Svíar og Finnar fengu í gegn sérreglur um lanbúnað norðan 64 breiddargráðu í sínum samningum við ESB. Slíkar undanþágur í aðildarsamningum hafa alltaf verið fordæmisgefandi fyrir samninga við önnur ríki hjá ESB. Það eru því allar líkur á að við fáum sams konar undanþágur enda liggur Ísland allt eins og það leggur sig norðan 64 breiddargráðu
Líklegt má telja að fyrir ungar barnafjölskyldur með skuldsettar íbúðir muni lægra verð á landbúnaðarafurðum og lægri vextir húsnæðislána, sem nást með inngöngu í ESB og upptöku Evru, spara í útgjöldum eitthvað nálægt eins mánaða launum eftir skatt á ári.
Hvernig væri að reyna að kynna sér málin áður en þú ferð að ausa af vanþekkingu þinni um afleiðingar af ESB aðild eins og þú hefur hér gert.
Ekkert ríki hefur nokkru sinni þurft að gefa eftir auðlyndir sínar til ESB hvorki að hluta né öllu leyti. Þó yfirstjórn fiskveiðimála innan ESB ríkja sé í höndum yfirstjórnar ESB þá hefur nýtingarétturinn alltaf byggst á hefðarrétti og því hefur nýtingarétturinn ekki farið annað. Við þurfum því ekki að óttast að fiskveiðikvóti fari frá Íslandi til annarra ESB ríkja við inngöngu í ESB. Það er reyndar rétt að á tímabili var svokallað kvótahopp mikið vandamál hjá sumum rikjum og þá einna mest hjá Bretum. Þeir hafa hins vegar nú fengið að setja mjög strangar reglur um tengsl við breskar sjávarbyggðir til að útgerðafélög geti fengið úthlutað úr breska fiskveiðikvótanum. Þar, sem fiskveiðar eru mun mikilvægari fyrir íslenskan efnahag en breskan eru engar líkur á því að við munum fá minni rétt til að setja slíkar reglur.
Sigurður M Grétarsson, 2.3.2009 kl. 11:54
Það er eitthvað stórkostlegt að hjá fólki eins og sigurði hérna, sem heldur greinilega að ESB sé einhver góðgerðarsamtök eða eitthvað því um líkt. Sigurður, ég mæli með því að þú látir skoða í þér hausinn, það lítur út að þú sért með eitthvern heilasjúkdóm eins og ingibjörg.
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:54
Hvað með lissabon sáttmálann, hann gefur ESB algjör yfirráð yfir auðlindum. Hann er nú ekki alveg kominn í gegn, svo öll áhrif hans eru ekki komin fram. Vilt þú virkilega fórna öllum arðvænum auðlindum landsins og miklu fleiru sem þyrfti að fórna fyrir inngöngu í ESB bara fyrir vaxtalækkanir og smá stundar sparnað? Rosalega ertu vitlaus vinur.
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 12:02
Djöfull ert þú ókurteis Þór! Þó menn hafi aðra skoðun er óþarfi að kalla þá öllum illum nöfnum.
Væri gott ef þú gætir sýnt mér hvar í sáttmálanum má finna þennan kafla um yfirráð ESB yfir auðlyndum. Hef ekki fundið hann og þeir sem hafa kynnt sér hann og ég hef lesið segja að þetta sé vitleysa og gróusögur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 13:17
Þór datt í hug að benda þér á þessa klausu af síðu evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 14:15
Alveg ótrúlegt rugl í ykkur ESB-sinnum, enda þjóðin að átta sig á hinum
óþjóðholla málstað ykkar. T.d er borðliggjandi og þarf ALLS EKKI að ræða
það frekar að við inngöngu í ESB galopnast fiskimiðin fyrir ESB-þegnum. ALLIR innan ESB geta þá eignast meirihluta í sérhverri íslenzkri útgerð, og
þar með yfirráðarétti yfir kvóta hennar. Breskur sjávarútvegur er í dag ein
rjúkandi rúst vegna kvótahoppsins. Bara út af þessu kemur aðild að ESB
EKKI til greina. Þá treysti ég hagsmunasamtökum bænda miklu betur til að
meta áhrifa ESB-aðildar á ísl.landbúnað heldur en ESB-trúboðinu, en bændur leggjast mjög hart gegn ESB aðild eins og sjómenn og útvegsmenn. En vægi sjávarútvegs og landbúnaðar hafa stóraukist í okkar
þjóðarbúskap eftir bankahrunið.
Velti því stundum fyrir mér hvað það er í geni ESB-sinna sem gerir þá
svona blinda á Brusselvaldið og ESB. Minnimáttarkennd? Hræðsla við að
standa á eigin fótum og vera sjálfstæðir? Já þessi árátta að vilja
vera undir yfirráðastjórnun Stóra bróður. Lúta hinum og stjórnast af
honum, ÁN NEINS ágóða, heldur þvert á móti. - Já velti þessu stundum
fyrir mér, hvort samansem merki sé oftar en ekki milli þess að gangast
Brusselvaldinu á hönd og vera frekar ósjálfstæður einstaklingur. Því
lít á FRELSI EINSTAKLINGSSINS ÓRJÚFANLEGT VIÐ FRELSI ÞJÓÐARINNAR
sem hann tilheyrir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 16:15
Held að þú þurfir að skýra hvað þú á við "FRELSI EINSTAKLINGSSINS ÓRJÚFANLEGT VIÐ FRELSI ÞJÓÐARINNAR" Og ert þú þá að halda fram að um 500 milljónir Evrópubúa séu ekki frjálsir? Ert þú að halda því fram að við hér njótum meira frelsis en fólk innan ESB? Svíar? Finnar? Danir? Bretar? Hollendingar? Þjóðverjar? Ítalir? Spánverjar?
Nei einhver önnur rök Guðmundur! ESB hefur ekkert með frelsi einstaklinga að gera nema að það eykur réttindi þeirra milli þjóða!
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 16:31
Magnús. Orðið ÞJÓÐFRELSI og ÞJÓÐLEG VIÐHORF OG GILDI hafa ALLTAF
þvælst fyrir ykkur ESB-sinnum, enda alþjóðasinnar mjög. Já, þegar þjóðir
ESB fá EKKI EINU SINNI að kjósa um það í kosningum hvernig sjálft stjórnkerfi ESB skuli ´vera, GRUNNSTOÐIR, sjálf STJÓRNARSKRÁ ESB, sbr
Lissabonsáttmálin, þá er eitthvað meir en lítið að. Aðeins irska þjóðin fékk
að kjósa um Lissabonsáttmálan, og feldi hann. Allr hinar þjóðir ESB fengu
EKKERT um hann að segja. EKKERT. Ekki treystandi til að segja sinn hug.
Og svo eru Írar NEYDDIR aftur til að kjósa í haust, af því þeir kusu vitlaust
að mati Brusselsvaldsins. Ef einhver þjóð dirfist til að segja nei við Brussel,
er hhún neydd til að kjósa aftur og aftur þar til jáið kemur. Ef þetta eru ekki þjóðir í FJÖTRUM þá veit ég ekki hvað það orð þýðir.
ESB er að verða eins og Sovétkerfið forðum, miðstýrt út og suður þar sem
þegnar og þjóðir þess FÁ ENGU RÁÐIÐ. Enda mun þetta miðstýringaskrímsli
fara sömu leið og það Sovétska gerði.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 16:55
Og bara ein spurning. Hvers vegna er NEI-niðurstaða í írsku þjóðaratkvæða-
greiðslunni í fyrra EKKI VIRT? Hvorki af ESB eða írskum ESB-sinnum.
Hvers vegna þarf írska þjóðin að kjósa AFTUR í haust? Er þó EINA ESB-
þjóðin sem hefur fengið að tjá sig í FRJÁLSUM kosningum um Lissabonsáttmála ESB, stjórnarskrá þess. HVERS VEGNA er þjóðarvilji
Íra alls ekki virtur? Svo halda menn hér uppi á Íslandi að 300 þúsund
sálir á miðju Atlantshafi fái enhverju ráðið í þessu sovétska ESB-kerfi!
Barnaskapur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 17:48
Ástæða Íra var nú ekki mjög vísindaleg. Andstæðingar Lissabon sáttmálans höfðu prentað inn í almenning allskonar bulli. Eins og hér þar sem fólk heldur því fram að samningurinn taki auðlindir okkar yfir. En hann fjallar ekkert um það.
Þetta má lesa á mbl.is
Og Síðan er rétt að hvetja menn til að kynna sér Lissabon samninginn. Því hann gengur út á m.a. að gera ESB skilvirkar, auka lýðræði og draga úr kostnaði. Og tryggja að við erfiðar aðstæður þá standi ríkin saman öll sem eitt við að aðstoða þau sem eiga í vanda.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 17:59
Magnús. ESB hefur í dag þegar formlegt vald yfir öllum fiskveiðiauðlindum ESB. Ræður þar og drottnar svo, að næst fjölmennasta ríki ESB hefur margsinnis gert tilraun til að gera breytingu á hinnu SAMEIGINLEGRI fiskveðistefnu, en EKKERT gengið. Og nú þegar er farið að ræða völd ESB
yfir öðrum auðlindum ESB-ríkja, eins og olíu og gasi. Þannig að það er ENGIN TRYGGING fyrir því hvernig ESB þróist á næstunni. Allt bendir þó til
þess að það þróist í EITT ALLSHERJAR RÍKI sbr Sovétríkin. Jú jú það má
eflaust finna ýmsan fagurgala í þessum Lissabonsamningi, sem verður ekki
pappírsins virði þegar STÓRU HAGSMUNIRNIR eru annars vegar. Enda
kemur berlega í ljós í krepunni í dag að hinir STÓRU innan ESB hugsa um SÍNA hagsmuni fyrst og fremst, og ALLT regluverkið gengur út á það.
Við Íslendingar höfum heldur betur fundið fyrir því með icesave.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.