VG og Frjálslyndir styðja ESB-væðingu stjórnarskrárinnar


    Ein af höfuðástæðum þess kapps sem Samfylkingin leggur á
varðandi breytingu á stjórnarskránni um þjóðaratkvæðagreiðslur
nú fyrir þinglok, er sú að hún mun mjög auðvelda allt ESB-aðildar-
ferlið á næsta kjörtímabili. Því þá þarf ekki að  rjúfa þing  og  efna
til kosninga til  að stórskerða  fullveldisákvæði  stjórnarskrárinnar.
Að Framsókn skuli styðja þessa breytingu er skiljanlegt, því Fram-
sókn er orðin yfirlíst ESB-sinnaður krataflokkur. Hins vegar kemur
það verulega á óvart að Frjálslyndir skuli standa að slíkri breytingu.
Skv yfiirlistri stefnu flokksins er hann ekki hlynntur ESB-aðild. Samt
ætlar hann að stór greiða fyrir ESB-umsókn með því að styðja frum-
varpið. Í þessu máli sem fjölmörgum öðrum málum er flokkurinn
ekki samkvæmur sjálfum sér, enda fylgið eftir því. VG hafa hins
vegar sýnt að þeim er ALLS EKKI treystandi í Evrópumálunum,
enda fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og þar með aðild-
arumsókn að ESB. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til þessa máls er
hins vegar afar óljós, enda honum ekki heldur treystandi í Evrópu-
málum lengur.

   Það að efna til stjórnlagaþings er mun kosta hátt í milljarð nú í 
miðri kreppu er svo ekkert annað en vítavert hneyksli, og Framsókn
til háborinnar skammar að detta slíkt OFURbruðl með almennafé í
hug. Á sama tíma er t.d Landhelgisgæslan í algjöru fjársvelti.

  L-listinn, framboð þjóðfrelsis og fullveldissinna, er eina framboðið í
dag sem er heilt í þessu máli.  Styðjum L-listann! 
mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel það eðlilegt að atkvæðagreiðsla verði haldin um inngöngu í sambandið.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enda algjör ESB-sinni Hilmar. Skil þig mjög vel á þeim forsendum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.3.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel ýmsa kosti vera við sambandið en jafnframt galla. Hef því ekki enn gert hug minn upp með ESB en tel það lang eðlilegast að þjóðin fái að ráða í kjörklefunum.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hilmar. ENGINN hefur áhuga á að nálgast það sem hann er andvígur á grundvelli upplýsinga. Hvet því þig til að kynna þér ESB. Allar upplýsingar um það liggja fyrir. Svo er það bara kalt persónulegt og pólitískt mat hvers
og eins að meta. Hef gert það. Niðurstaðan. MJÖG andvígur! Er því ALFARIÐ
á móti aðild að ESB og þjóðaratkvæði um það! Svo einfallt mál er það hér
Hilmar og hjá okkur L-listafólki.....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.3.2009 kl. 01:30

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég á enn eftir að gera upp hug minn. Margar upplýsingar liggja fyrir og tel ég erfitt verk að meta þær allar.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara ein grundvallarspurning. Ertu hlynntur því að ESB-þegnar geti eignast
meirihluta í ísl. útgerðum og komist yfir hinn dýrmæta kvóta þeirra? En
það mun gerast gangi Ísland inn í ESB með ófyrirséðum efnahagslegum
afleiðingum..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.3.2009 kl. 16:58

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Er það víst? Nú hefur verið talað um að undanþágur verði veittar okkur ef við göngum inn í sambandið.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 01:07

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Guðmundur , að gefnu tilefni , ég er alfarið á móti inngöngu í ESB . kv .

Georg Eiður Arnarson, 8.3.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband