Gjörsamlega siðblind Samfylking !


    Samfylkingin  er siðblindasti  stjórnmálaflokkurinn í íslenzkum
stjórnmálum. Nú síðast í gær kaus hún til forystu í Suðurkjördæmi
fyrrverandi  banka-og  viðskiptaráðherra, sem  bar  einna mestu
ábyrgð á banka-og efnahagshruninu. Sem svaf  algjörlega Þyrni-
rósarsvefni þegar Róm brann. Viðskiptaráðherra, sem auk þessa
taldi eitt af sínum verkum að tala gjaldmiðil þjóðarinnar niður, sem
hvergi annars staðar hefði verið liðið.  Gerði svo ráðherra úr fyrri
ríkisstjórn að sjálfum forsætisráðherra nýrrar vinstristjórnar. Ráð-
herra sem bar ekki síður ábyrgð á efnahagshruninu og allir þeir er
í þeirri ríkisstjórn sátu. Ráðherra, sem síðar þverbraut svo sjálfa
stjórnarskrána og reði pólitískan norskan erlendan ríkisborgara
sem Seðlabankastjóra Íslands.  Bætti síðan  gráu  ofan á svart og
bugtaði sig fyrir hryðjuverkalögum Breta, og reði breskan ríkisbog-
ara í Seðlabanka Íslands til að ráða þar málum um peningastjórnina.
Hefur það svo sitt háleitasta markmið að koma Íslandi undir erlend
yfirráð, með astoð Vinstri-grænna og Framsóknar. Ganga í ESB!

   Er lengra hægt að komast í pólitískri siðblindu?  And-þjóðlegheitum? 
mbl.is Björgvin G. efstur í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem kjósa Samfylkinguna eru að kjósa Gordon Brown og Breta yfir sig.Ísland verður bresk fátæktarnýlenda.

Sigurgeir Jónsson, 8.3.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það er góð spurning sem þú setur hér fram í lokin.

Menn virðast telja að það mögulegt að segja af sér í dag og sækja um starfið á morgun, hvítþvegnir englar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Loopman

Þetta er athyglisvert blog, svo ekki sé meira sagt.

 "Viðskiptaráðherra, sem auk þessa taldi eitt af sínum verkum að tala gjaldmiðil þjóðarinnar niður, sem hvergi annars staðar hefði verið liðið."

Taldi eitt að sínum verkum. Hann er ekki barnana bestur, en hann sagði þó sannleikann um krónuna. Hún er ónýt. Af hverju höfum við höft á gjaldeyri ef krónan er svona góð?

 "Ráðherra, sem síðar þverbraut svo sjálfa stjórnarskrána og reði pólitískan norskan erlendan ríkisborgara sem Seðlabankastjóra Íslands."

Þverbraut stjórnarskrá? Hvað helvítis bull er þetta. Maðurinn er ráðinn í nokkra mánuði. Hvern hefður þú ráðið inn til að reyna gera eitthvað að viti þangað til langtíma maður fæst í starfið. Stjórnarskrárbrot my ass.

 "Bætti síðan  gráu  ofan á svart og bugtaði sig fyrir hryðjuverkalögum Breta, og reði breskan ríkisbog-ara í Seðlabanka Íslands til að ráða þar málum um peningastjórnina. "

Bugtaði sig fyrir hryðjuverkalögum Breta.. Hvað átti hann að gera? Fara í mál sem var dauðadæmt frá upphafi? Ísland hefði skít tapað málinu með svo mikilli skömm að ég þakka mínum sæla fyrir að ekki var farið í mál, þó svo ég sé sammála því að þessi hryðjuverkalög séu ekki góð. 

Við Íslendingar höfum sýnt og sannað hvað eftir annað snilli okkar í peningastjórn og fjármálum. Þakkaðu fyrir að einhver hafi viljað taka þetta djobb að sér. Slíkur er skíturinn sem vellur upp um all hér, hvað fjármál snertir. Enron samlíkingar eru þér greinilega að skapi. Enda voru þeir rétt eins og Kaupþings, Landsbanka og Glitnis menn SNILLINGAR í bókhalds fifferíi. Ef þú skyldir ekki hafa fattað það, þá settu þeir okkur á hausinn og tóku almenning og hluthafa í þessum bönkum í þurrt rassgatið. 

"Hefur það svo sitt háleitasta markmið að koma Íslandi undir erlend
yfirráð, með astoð Vinstri-grænna og Framsóknar. Ganga í ESB!"

ESB er okkar eina von. Og þú sem þjóðernissinna, er skömm að sjá það ekki. Er betra að vera sjálfstæð, fátæk, bæði fjárhagslega og mannauðslega? Eins og Jesú sagði, sælir eru fátækir...

Loopman, 8.3.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var ekki Samfylking sem raðaði á þennan lista. Það var öllum sunnlendingum heimilt að kjósa. Og að lokum voru það um 2500 sem greiddu atkvæði. Og þetta var þeirra vilji. Ég bendi líka á að Björgvin er sá eini sem sagði af sér embætti og viðurkendi mistök. Um leið sagði hann að hann ætlaði að leita eftir endurnýjuðu umboði og það gekk eftir. Annar sem er að gera það nú þessa daga er Bjarni Harðar. Hann sendi fjölmiðlum áætlun sína um að dreyfa efni til að sverta Valgerði Sverris án þess að það væri hægt að tengja það honum. Og nú stendur hann fyrir L listanum.

En líka rétt að benda á að á lista með Björgvin eru 5 aðrir sem ekki hafa verið á þingi. Þannig að þarna er mikil endurnýjun.

Skil ekki hvað þú átt við með að Samfylking sé Siðblind þegar það eru almennir kjósendur á suðurlandi sem greiða atkvæði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.3.2009 kl. 00:51

5 Smámynd: Sævar Helgason

Þú ert að ráðast á fólkið á Suðurlandi ,eitthvað um 2500 manns, sem er dágóður hópur fólks.- það hvert og eitt setti sitt atkvæði með þessari útkomu.

Saman hefur þetta fólk þá skoðun sem liggur fyrir--bankaðu uppá hjá því og skammaðu það ...

Sævar Helgason, 8.3.2009 kl. 09:26

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Það er himinn og haf milli Bjarna Harðar og Björgvins af því leiti,
að Björgvin setti þjóðina á hausinn en Bjarni ekki. En þetta sýnir bara
siðblinduna hjá Samfylkingarfólki, sbr upptalning mín að ofan.

Loopan. Freistast til að halda að þú sért erlendur ríkisborgari með erlent
ríkisfang. Því svona hugafar getur enginn annr haft, og segja svo þjóðargjaldmiðilinn ónýtan. Krónan er að bjarga þjóðinni í dag. Var nauðgað
af óstjórn í efnahagsmálum, mafíósastarfsemi fjárglaframanna, og ekki
síst regluverki EES-samningsins, sem við hefðum ALDREI átt að gera.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.3.2009 kl. 09:36

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sævar. Er ekki að ráðast  á einn eða neinn. Bara að benda á ákveðna pólitíska siðblindu í herbúðum Samfylkingarinnar. sem kemur manni í raun
alls ekki á óvart.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.3.2009 kl. 09:40

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta vour almenni kjósendu sem þú ert þá að kalla "siðblinda" Það voru ýmsir sem buðu sig fram í prófkjörið og svo almennir kjósendur sem kusu. Þannig að Samfylkingin sem slík kom ekkert að þessu vali. Fólk á suðurlandi kaus svona.

Bendi þér t.d. á að atkvæði sem Björgvin fékk eru fleiri en atkvæði sem Atli Gísla fékk í kosningum 2007 og komu honum inn á þing.

1.Árni M. MathiesenD9.120,0  
2.Björgvin G. SigurðssonS6.783,0  
3.Guðni ÁgústssonB4.745,0  
4.Kjartan Þ. ÓlafssonD4.560,0  
5.Lúðvík BergvinssonS3.391,5  
6.Árni JohnsenD3.040,0  
7.Atli GíslasonV2.498,0  
8.Bjarni HarðarsonB2.372,5  
9.Björk GuðjónsdóttirD2.280,0  
10.Grétar Mar JónssonFUppbótarsæri6.616,5

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.3.2009 kl. 11:04

9 identicon

Heldurðu ekki að þér færi betur að skrifa með bláu letri. Bullið er þvílíkt að aðeins harðsvíruðum hægrimanni gæti dottið þetta í hug.

Rúnar G. (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:45

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Þessi upptalning þín breytir engu um siðblinda Samfylkingu
og ekki síst kjósendur hennar.

Rúnar G. Takk kærlega fyrir hrósið.  Að fá svona hróst úr vinstriherbúðunum
segir manni að maður er hárréttri leið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.3.2009 kl. 14:05

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá hljóta allir sem greiða L listanum líka að vera siðblindir því þar er annar af fremstumönnum þingmaður sem hröklaðist af þingi vegna baktjaldamakks. Og líka allir þeir sem lofa þann flokk.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.3.2009 kl. 14:38

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Eru ekki ALLIR stjórnmálamenn með baktjaldarmakk? Bjarni
Harðar hrökklaðist ekki af þingi. Sagði af sér STRAX fyrir smámuni. Björgvin
G sagði ekki af sér fyrir eftir MARGA mánuði, eftir að hafa borið ábyrgð á
að koma heilli þjóð nánast á hausinn..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.3.2009 kl. 15:40

13 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, sem og aðrir skrifarar, hér á síðu hans !

Sævar Helgason og Magnús Helgi ! Þið eruð aumkunarverðir, í undirlægjuhætti ykkar; gagnvart ESB nýlenduvelda samsteypunni. OG GÆTIÐ AÐ; VESÖLU DRENGIR. ESB ER; HANDBENDI BANDARÍSKU HEIMSVALDA SINNANNA, NO. 1, HÉR Á JARÐRÍKI !!!

Er það kannski; memeginástæða aðdáunar ykkar, á þeim Barroso, og Merkel kerlingunni, að ógleymdum Jarpi (Brown), hinum brezka ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 15:57

14 identicon

Já Guðmundur minn, en nú er þetta bara "NÝJI BJÖRGVIN G." og það er allt annar maður en þessi "Gamli Björgvin G." sem dásamaði og mærði bankaglæponana og steinsvaf sem bankamálaráðherra í síðustu ríkisstjórn.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband