VG og Frjálslyndir styðja fullveldisframsal
9.3.2009 | 13:30
Í viðtali við Mbl.í dag viðurkennir Árni Páll Árnason þingmaður
Samfylkingarinnar mikilvægi þess fyrir ESB-aðild að frumvarp um
stjórnarkrárbreytingar sem nú liggja fyrir Alþingi verði samþykkt.
Í frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur ,, er sú opnum sem
við þurfum á að halda". segir Páll, en þar á hann við það að
eftir breytinguna verði hægt að samþykkja framsal á fullveldi,
án þess að rjúfa þurfi þing og efna til kosninga. Því eins og hann
segir, ,,að það sé mjög mikilvægt að frumvarpið fari í gegn, til að
heimilia þetta verklag". - Það er að segja. Framsal á fullveldi.
Framsókn styður frumvarpið, enda orðin formlegur ESB-sinn-
aður krataflokkur. Hins vegar vekur athygli að bæði Frjálslyndir
og Vinstri grænir skulu styðja það. Kannski ekki svo skrítið með
VG því þeim er alls ekki lengur treystandi í Evrópumálum og hafa
opnað á aðildarviðræður, umsókn að ESB. Hins vegar er furðulegt
að Frjálslyndir skulu vilja greiða fyrir ESB-ferlinu með þessum
hætti, enda flestir hættir að skilja pólitík Frjálslyndra.
En hver er afstaða sálfstæðismanna til þessa máls? Styðja þeir
frumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem fullveldisákvæðum
stjórnarskrárinnar verði hægt að gjörbreyta, án þingrofs og kos-
ninga? Og þar með að greiða stórlega fyrir ESB-umsóknarfrelinu?
Hafa þeir ekki þegar ljáð máls á samþykkt þess ?
Ef svo slysalega vill til að mál þetta komi til afgreiðslu Alþingis,
verður mjög nauðsynlegt, að fram komi skýr afstaða sérhvers
þingmanns í þessu mikilvæga fullveldismáli.
Geta má þess í lokin, að framboð L-listans hafnar alfarið ÖLLUM
breytingum á stjórnarskrá Íslands sem gefur kost á afsali á full-
veldi þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.