Stjórnlagaþing upp á 2.1 milljarð. HNEYKSLI !


    Í hvaða heimi eru þeir stjórnmálamenn sem voga sér að
bjóða þjóðinni upp á stjórnlagaþing upp á  allt að 2.1 milljarða
króna, þegar jafnvel þjóðargjaldþrot blasir við?  En niðurstöður
slíks stjórnlagaþings þarf svo Alþingi sjálft að samþykkja eftir
sem áður. Hvers konar skripaleikur er þetta eiginlega?

   Hugmyndin er ættuð frá Framsókn. Flokks sem kom með hina
arfavitlausu hugmynd að minnka allar skuldir einstaklinga  og
fyrirtækja um 20%. Flatan niðurskurð án tillits til hvort viðkomandi
hafi þörf fyrir slíkri lánalækkun eða ekki.- Og nú liggur kostnaðar-
áætlunin fyrir  um þetta gæluverkefni Framsóknar upp á allt að 2.1
milljarð króna takk. Og þetta ætla svo ríikisstjórnarflokkarnir  og
Frjálslyndir að styðja!  Hneyksli og aftur HNEYKSLI!

  
mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammál Guðmundur. Mér reiknast til miðað við 18 mánuði séum við að tala um kostnað á hvert sæti þarna upp á 30 til 50 milljónir þ.a. ég man ekki hvort að það eru 42 eða 63. En þetta er ógurlegur kostnaður. Ég hefði áætlað miðað vð að hver þeirra fengi 500 þúsund á mánuði að kosnaður yrði í mestalagi 9 milljónir fyrir hvern fulltrúa og að heildar kostnaður upp á í mesta lagi 500 milljonir. Og ég held að þingið þyrfti ekki að starfa nema kannski í 6 mánuði þar sem að öll gögn eru aðgengileg nú þegar á netinu um allan heim. og þá yrði kosnaður ekki nema 3 milljónir á hvert sæti. Og þá í heild milli 180 til 270 milljonir. Ef þessir fulltrúar eru í fullu starfi þarf ekki að reikna með aðstoðarmönnum fyrir þá.

Húsnæði ætti nú ekki að kosta mikið. Það stendur nú þegar autt húsnæði um allan bæ. Og ríkið á það í gegnum bankana.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þetta er útreiknað af sjálfu fjármálaeftirlitinu sem ég tek trúanlegt.
Fjöldi sérfræðinga kemur að þessu. Að  gera þetta nú í miðju krepunni
þegar við getum varla haldið úti einu varðskipi er SKANDALL!!  Ríkisstjórnin
hlýtur að hætta við þetta rándýra gæluverkefni Framsóknar. Veit alls ekki
á hvaða ferðalagi sá flokkur er í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.3.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þetta eru 400 krónur á hvern kjósanda á mánuði í 10-24 mánuði.

Fyrir þennan pening á að leggja grunn að því í lögum að sukkið sem þjóðin er núna í þynnku eftir geti ekki endurtekið sig.

Þetta er spottprís þegar litið er til þess tjóns sem hefði mátt afstýra.

Sigurður Ingi Jónsson, 16.3.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður. Þetta hefur EKKERT með bankahrunið að gera. EKKERT. Svo er
alls ekki víst að þetta stjórnlagaþing komist að niðurstöðu. EKKERT sem máli
skiptir. Og athugaðu það svo, að þótt eiinhver niðurstaða komi út úr þessum 2.1 milljarði verðpur sú niðurstaða að leggja fyrir Alþingi AFTUR. Alþingi hefur svo síðasta orðið. Og það alveg eins víst að þar náist ENGIN
niðurstaða frekar en fyrri daginn - Alveg út í hött. Og að menn skuli VOGA sér að fara í slíkt gæluverkefni núna þegar þjóðin er stödd í efnahagshruni og kreppu er bæði skandall og HNEYKSLI. GJÖRSAMLEGA FÁRÁNLEGT!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.3.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband