Vinstri grænir hafa gert leynisamkomulag um ESB- umsókn !


    Allt bendir nú til þess að forystumenn Vinstri grænna hafi nú
þegar gert leynisamkomulag við Jóhönnu Sigurðardóttir, um að
ný vinstristjórn sæki um aðild að ESB strax á næsta kjörtímabili.
Enda vekur athygli, að í flokkssamþykktum VG er hvergi að finna
ákvæði sem kæmi í veg fyrir það.

   Í Fréttablaðinu í dag er þetta haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttir
forsætisráðherra.  ,, Við vonumst til þess að hægt verði að sækja
fljótlega um aðild að ESB. Ef sama ríkisstjórn verður eftir kosningar
þá vona ég að Vinstri græn hafi sýnt þá opnun á sínum landsfundi
um síðustu helgi að við getum unnið úr því saman þannig að sem
fyrst verði farið í aðild að ESB. Vinstri græn tala um að útkljá málið
í þjóðaratkvæðagreiðslu og það er akkúrat það sem bið viljum".

   Þetta hefði Jóhanna aldrei sagt nema fyrir liggi leynisamkomu-
lag ríkisstjórnarflokkanna um að sótt verði um ESB-aðild fljótlega
eftir kosningar, haldi vinstristjórn Jóhönnu velli.  VG  siglir  því
undir FÖLSKU FLAGGI í Evrópumálum, eins og í svo mörgum
öðrum málum. Enda í hugmyndafræðinni með sömu alþjóðlegu
öfga-hyggjuna og Samfylkingin.

   Allir SANNIR ESB-andstæðingar eiga því að varast Vinstri Græna
í Evrópumálum.  L-listi fullveldisinna er þeirra framboð í komandi
kosningum!

   X-L lista fullveldissinna !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já já, leynisamkomulag, Norskt samsæri og Brussel bjúrókratar. Þetta er farið að verða gott efni í reyfara fyrir ykkur vitleysingana. Söguþráðurinn þarf bara að vera nógu innantómur og fáránlegur.

Jón Gunnar Bjarkan, 28.3.2009 kl. 16:05

2 identicon

Haltu áfram að skrifa svona , þá veit fólk vissu sína hversu arfavitlaust þetta framboð L-listans er !

Ekki að það ergi mig neitt , haltu bara svona áfram !

Aumara getur það ekki orðið !

JR (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:00

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, sem þið önnur, hér á síðu hans !

Mikið djöfull er ég sannfærður um; réttar ályktanir þínar, þar um, Guðmundur minn.

Kommúnista hjörðin; á eftir að reynast okkur, jafn svikul, sem helvítis kratarnir - þetta er; að uppistöðu, skrifstofu lýður, hverjum við höldum uppi - lungann af starfsæfi þess, og þekkir ekkert annað, en,.... vill skríða upp í nýlenduvelda bælin, suður á Brussel völlum, við fyrstu hentugleika, skítt með íslenzkar framleiðslu greinar, í hugum þessa hyskis.

Þar stendur hnífurinn; í kúnni.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Allir Íslendingar gera greinarmun á aðildarviðræðum og umsókn, sem er svo vitlaust því til að fara í viðræður þarf fyrst að sækja um

Erla J. Steingrímsdóttir, 29.3.2009 kl. 02:34

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já alveg hryllilegt af þessum kommum að reyna að halda í þekkingarfyrirtækin okkar sem að sögn fyrrum forstjóra Marels eru öll að gæla við að flytja úr landi.

Það sem er að gerast á Íslandi er ekkert einstakt fyrirbrigði í mannkynssögunni og ferli stöðnunar er vel þekkt. Fólk er þegar farið að flytja burt, bankarnir komnir á hliðina og fyrirtækin sem eftir standa vilja burt. Þú þarft ekkert að fara lengra en Færeyja til að sjá hvar þessi þróun hefur átt sér stað, að öllum Færeyjungum ólöstuðum. Erlendar vinnumiðlanir eru ekki lengi að sjá tækifæri á borðinu og bjóða auðvitað þeim sem hafa menntun vinnu. Menn geta blaðrað út í loftið eins mikið og þeir vilja um hvað við séum snjallir víkingar og lastað allt sem er að gerast út í Evrópu en þróunin heldur bara áfram. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni.

Jón Gunnar Bjarkan, 29.3.2009 kl. 02:40

6 identicon

Það góða við þessa síðu er hve fáir lesa hana og lygaþvættinginn um aðra sem hér er ritaður.

Hið verra er að fáir komast þá að því að stjórnmálaflokkurinn sem hér er skrifað fyrir vill "endurreisa hagsmunagæslu" eins og segir í stefnuskránni.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband