ESB-sinni kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins


    ESB-sinninn, Bjarni Benediktsson, hefur verið kjörinn formaður
Sjálfsstæðisflokksins. ESB-sinnar hljóta að fagna því. En í Frétta-
blaðinu 21 mars s.l. sagði þessi  ESB-sinnaði  nýkjörni  formaður
Sjálfstæðisflokksins. ,, Rætt  hefur verið  um einhliða upptöku
annarrar myntar, en ég tel að  í gjaldmiðlismálum sé ENGINN
KOSTUR JAFN STERKUR OG EVRAN MEÐ ESB-AÐILD Í STAÐ KRÓN-
UNNAR".

    Þetta sagði Bjarni Benediktsson 21 mars ÞVERT á þáverandi
sefnu  Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.

   Auðvitatað getur og mun þessi SAMI Bjarni Benediktsson segja
og vinna í sama anda EFTIR landsfund. Menn breyta ekki svo glatt
um grundvallarskoðun í einu stærsta pólitíska hitamáli lýðveldisins.
Allt slíkt er afar ótrúverðugt. Þess vegna mun hin nýja Evrópumála-
stefna flokksins verða formanninum léttvæg, enda mjög opin mála-
miðlunarsamsuða.

   Eftir stendur að landsfundi loknum  ESB-sinnaður formaður og vara-
formaður, og  yfirlýsir aðildarviðræðusinnar sem leiða lista flokksins í
þrem stærstu kjördæmunum. Sem einning hafa ekki hikað við að
tala og vinna gegn flokkssamþykktum í Evrópumálum.

   Fyrir okkur ESB-andstæðinga er slíkur flokkur alls ekki trúverðugur í
Evrópumálum. Einungis er það L-listi fullveldissinna. Hann eiga því
ALLIR SANNIR ESB-andstæðingar að treysta, styðja og kjósa.

   X.L listi fullveldissinna
mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

soffía (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Augljóslega mun betur en þú huglausa soffia undir nafnleynd

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.3.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur þetta er nú rétt hjá Soffíu. Bjarni sem formaður þarf að beyja sig undir vald útgerðamanna og annarra einangrunarsinna sbr.

Við viljum vera fyrir utan (Evrópusambandsins), okkar hagsmunamat leiðir til þeirrar niðurstöðu,“ sagði Bjarni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

EKKERT að marka Bjarna. Tækifærisinni út í figurgóma og segir þetta í dag
og allt annað á morgun, sbr viðtalið 21 mars sem ég vitnaði í.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.3.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband