VG svara alls ekki lykilspurningunni í Evrópumálum !


   Á maður virkilega að trúa því að fjölmiðlar ætli að láta Vinstri 
græna komast  upp með  það  að  svara  alls ekki  lykilspurning-
unni um Evrópumálin? En hún er ofur skýr og einföld og er þessi. 
,, Munu Vinstri grænir samþykkja að gengið verði til aðildarviðræðna
um aðild Íslands að ESB á næsta kjörtímabili?". 
JÁ eða NEI ?  JÁ eða NEI og EKKERT þar á milli!

   Hvers vegna í ósköpunum liggur þessi grundvallaafstaða ekki
fyrir?  Hún er hvergi að  finna  í stefnuskrá  Vinstri  grænna um
Evrópumál!  Hvers vegna ekki?  Og hvers vegna fást engin svör
við því Jón Bjarnson? En hann tjáði sig mikið um Evrópumálin í
gær, en passaði sig vel með að nefna aðildarviðræður ekki á nafn.
Sagði bara að VG teldi Ísland betur borgið utan ESB. En er VG
samt tilbúið til aðildarviðræðna?  Já eða nei ?   Kjósendur  eiga
HEIMTINGU á skýru svari við þessu strax í dag.  - Og hér með
er skorað á fjölmiðla að útvega þau svör skýr og klár fyrir okkur
kjósendur þegar í stað!


mbl.is Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband