Skv. áætlun Jóhönnu að rústa gjaldmiðlinum ?
14.4.2009 | 16:12
Skyldi það vera algjör tilviljun, að frá því Jóhanna Sigurðardóttir
varð forsætisráðherra, og yfirmaður efnahgsmála, ráðandi norskan
krata sem seðlabankastjóra, hefur gengi krónunnar veikst hátt á
annan tug prósenta? En það er einmitt þessi sama Jóhanna sem
látlaust hefur ráðist á gjaldmiðil þjóðarinnar, og reynt að tala hann
niður eins best hún getur. - Sem er gjörsamlega fáheyrt í stjórnmála-
sögunni. - Og nú er komið á daginn að þessi norski krati virðist með
öllu vænhæfur, eins og raun ber vitni. Þekkir ekkert til íslenzkra að-
stæðna, og virðist ákvörðunarfælinn mjög. - Nema þetta sé allt með
vitund og vilja forsætisráðherra gert? Að fá til liðs við sig erlendan
ríkisborgara (í trássi við stjórnarskrá landsins) til að ganga endan-
lega frá gjaldmiðli þjóðarinnar? Svo að eftirleikurinn verði leikur einn
eftir kosningar, að sækja um ESB og taka upp evru? Jafnvel þó það
kosti einstaklinga og fyrirtæki gríðarlegt efnahagslegt tjón!
Er ekki tími til kominn að þjóðin fari að vakna og átta sig á hvers
konar vanhæfan og and-þjóðlegan forsætisráðherra hún hefur við
völd? Forsætisráðherra, sem vinnur gegn íslenzkum hagsmunum
og hefur það sitt æðsta pólitíska markmið að koma íslenzku þjóð-
inni undir erlent vald að kosningum loknum!
Krónan veikst með nýrri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Ég var einmitt búinn að pæla í þessu sama!
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.4.2009 kl. 16:48
Og hvað ætlar illa upplýst þjóð vor að gera?
Ekki getur hún treyst stjórnmálamönnunum né fréttamönnunum!
Skila auðu og láta eins og sér sé sama?
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:34
Og hvað hefði Jóhanna átt að gera? Minni þig á að Steingrímur er fjármálaráðherra. Og henn segir að staðan sé slík að við gætum eytt öllum gjaldeyrisforðanum í að reyna að halda krónunni uppi en þá erum vð komin í þá stöðu að peningar sem við ætluðum ekki að nota væru farnir en þjóðin í staðinn skuldað enn meira eftir nokkur ár en reiknað var með. Minni þig á að það er Steingrímur sem fer með þessi mál og Gylfi Magnússon. Kannski að þeir hafi áætlun.
Hef reyndar heyrt að þetta tengist Jöklabréfum. Það hafi verið komin mikil hreyfing á þau eða óskir um að komast úr landi. Og nú sé hægt að segja gjörið þið svo vel. Því að þá verða þessu erlendu aðilar að kaupa gjaldmiðil dýru verði. Og þannig verði hægt að semja við þá um betri kjör fyrir okkur eða áframhaldandi fjárfestingu þeirra hér á landi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2009 kl. 17:51
Magnús minn. Er að tala um Seðlabankann og seðlabankastjórann sem
Jóhanna fékk alla leið frá Noregi. Hún er yfirmaður efnahagsmála. Það
sem hefur verið gagnrýnt mjög hvað Seðlabankinn hefur EKKERT gert í
því að halda genginu uppi, með inngripum, á millibankamarkaði.
Því veltan þar er oft ekki það mikil að litil inngríp geta gert gæfumunin hvort
krónan styrkist eða ekki. - En, Jóhanna vill bersýnilega allt til gera að
veikja krónuna með aðstoð flokksbróður síns frá Noregi, til þess að
auðvelda rökin fyrir ESB og evru eftir kosningar. Fyrir mér er þetta
alla vega mjög augljóst, því roluskapurinn í Seðlabankanum er með
hreinum eindæmum, svo ekki sé meira sagt. Og á meðan blæðir
einstaklingum og fyrirtækjum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2009 kl. 19:35
Það er ekki nýtt að Samfylkingin er til að fórna mikklu, mjög mikklu eða eiginlega öllu fyrir inngöngu í ESB.
Ég vona samt að Magnús Helgi sé nær sannleika þarna, en á þessum bréfum hef ég ekki vit, en held samt að það sé betra að bréfin fari sem fyrst og hraðast ef ekki tekst að semja við eigendurna því að stýrivextir ku víst vera háir til að halda í bréfin m.a. en er betra að borga þeim endalaust háa vexti?
Hverjir eiga þessi bréf er það vitað ?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.4.2009 kl. 00:11
Ábyggilega eiga þessi bréf af mestu okkar ,,útrásarvíkingar", Högni, eins og
margir hafa bent á.......
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 00:31
Ég óttast það.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.4.2009 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.