Til hamingu ESB-sinnar í Framsókn!


   Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins er fylgið við Framsókn hrunið.
Komið niður í 6.8% þegar rúm vika er til kosninga. Allt bendir til að
dagar Framsóknar  séu senn  taldir. Enginn  munur  er  lengur á
Framsókn og Samfylkingunni, enda stýður Framsókn hina hand-
ónýtu vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir í einu og öllu....

  Vert er að óska ESB-sinnum í Framsókn til hamingju. Nú hlýtur að
vera næst á dagskrá þeirra að sækja um aðild að Samfylkingunni.
Með því slá þeir tvær flugur í einu höggi, því algjör óþarfi er að
hafa hér tvo  ESB-sinnaða krataflokka, eins og kjósendur í skoð-
anakönnun Fréttablaðsins augljóslega gefa skýr skilaboð um. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrri færsla um sama efni gerðist óvirk einhverra hluta vegna.
Magnís Helga bið ég afsökunar sem var komin með athugasemd hér í
fyrri færslu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekkert mál. Þetta hefur verið Net-Guðinn að reyna að leiða þig til réttrar skoðunar. Annars var ég bara að benda á fyrri færslu að framsókn hefði verið á síðsta ári með fylgi alveg niður í 5,8%. Þannig að þetta væri nú ekki það versta sem þeir hefðu séð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta var einhver draugur Magnús minn, bara furðulegt, bloggið hvarf og
gerðist óvirkt. Örugglega einhver ESB-draugur. Helt mig samt vera með
ágæta vírusvörn gegn honum. En þarf augsjáanlega að uppfæra hann
reglulega, því hann er bísna skæður um þessar mundir. Svo eru flettingar
komnar upp í 1600 sem ég botna ekkert í heldur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband