Höfundur
Guðmundur Jónas Kristjánsson
Höfundur starfar sem sjálfstæður bókhaldari. REIKNINGSSKIL SF. Í stjórnmálum aðhyllist þjóðleg, borgarasinnuð viðhorf. Er í FRELSISFLOKKNUM. Kristinn.
Netfang gjk@simnet.is
Eldri færslur
- Maí 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- Ágúst 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Stjórnarskráin varin - Sigur ESB-andstæðinga !
17.4.2009 | 10:31
Sem ESB-andstæðingur og fullveldissinni er vert að lýsa ánægju
yfir að áhlaup ESB-sinna að stjórnarskránni hafi verið hrundið.
Alveg sérstaklega hvað varðar ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslur.
En það hefði auðveldað allt ESB-ferlið eftir kosningar, enda lögðu
ESB-sinnar mikla áherslu á það ákvæði.
Sem fyrr sagði ber að fagna þessari niðurstöðu. Stjórnarskráin er
fyrsta vígið sem ESB-sinnar þurfa að vinna á sínu langa ESB-ferli.
Nú hefur það mistekist. - Fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar
verða ekki ógnað, í bili, a.m.k. ! Húrra fyrir því !
Stjórnarskrá ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- fullveldi
- thjodarheidur
- jonvalurjensson
- gustafskulason
- duddi9
- alit
- altice
- andres
- annabjorghjartardottir
- asthildurcesil
- astromix
- axelaxelsson
- axelthor
- bene
- benediktae
- brandarar
- diva73
- doddidoddi
- dramb
- dullur
- ea
- eeelle
- eggertg
- einherji
- emilkr
- esb
- esv
- fannarh
- flinston
- friggi
- gagnrynandi
- gattin
- geiragustsson
- pallvil
- gmaria
- gmc
- godinn
- gp
- gudjul
- gun
- gunnlauguri
- hallarut
- halldorjonsson
- hannesgi
- hlekkur
- hhraundal
- hogni
- hreinn23
- hrolfur
- hugsun
- huldumenn
- hvala
- islandsfengur
- isleifur
- jaj
- jensgud
- johanneliasson
- jonsullenberger
- juliusbearsson
- jullibrjans
- kaffistofuumraedan
- kolbrunerin
- kristjan9
- ksh
- maeglika
- maggiraggi
- magnusjonasson
- magnusthor
- mal214
- mixa
- morgunbladid
- muggi69
- nautabaninn
- nielsen
- noldrarinn
- nytthugarfar
- oddikriss
- olafurthorsteins
- partners
- prakkarinn
- predikarinn
- rafng
- rs1600
- rynir
- samstada-thjodar
- siggisig
- siggith
- sighar
- sigurjonth
- silfrid
- sjonsson
- skessa
- tilveran-i-esb
- skinogskurir
- skodunmin
- skulablogg
- solir
- stebbifr
- sumri
- sushanta
- svarthamar
- thorhallurheimisson
- sveinnhj
- tomasha
- valdisig
- tibsen
- thorsteinnhelgi
- toro
- trumal
- valdimarjohannesson
- vefritid
- veravakandi
- vestfirdir
- vidhorf
- westurfari
- ziggi
- ornagir
- seinars
- zeriaph
- thjodarskutan
- lifsrettur
- auto
- solbjorg
Athugasemdir
Þökk sé þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 10:43
Það kemur dagur eftir þennan dag og gömlu dönsku stjórnarskránni verður breytt vertu viss. Í mínum augum er ríki ekki lengur fullvalda ef það verður gjaldþrota en Ísland er á hraðleið í gjaldþrot. Ég vil ekki kalla ykkur fullveldissinna heldur er einangrunarsinnar réttnefni. Lýðræði kallast það þegar þjóðin hefur úrslitavald í öllum stórum málum.
Það þarf að setja þjóðaratkvæði í lög, stjórnlagaþing og þjóðareign á auðlindum og það verður gert sannaðu til, hvað sem einangrunarsinnar segja.
ESB er framtíðin og Ísland verður samt fullvalda ríki eins og hin ESB löndin.
Ína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:58
Sammála þér Hjörtur, nú getur allt haldið áfram ríkir verða ríkari og fátækir verða fátækari Sjálfstæðismenn væru hjartanlega velkomnir til Robert Mugabe í Zimbabve. kv. Sólveig
Sólveig Ingólfsdóttir, 17.4.2009 kl. 10:58
Ég tek hjartanlega undir orð þín, Guðmundur Jónas.
Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 11:00
Vissulega Hjörtur. Hins vegar má ekki gleyma að sumir þeirra voru opnir
fyrir breytingatillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslur. En eftir stendur að
Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir þetta ráðabrugg ESB-sinna, og vissulega ber að þakka fyrir það og virða.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 11:00
Þeim er ekki alls varnað sjálfstæismönnunum.
Mig grunar samt að það hafi verið annað á spýtunni.
Sigurður Þórðarson, 17.4.2009 kl. 11:02
Takk fyrir Jón Valur. Jú eigum Sjálfstæðisflokknum að þakka fyrir þetta.
Ina og Sólveig. Dapurlegur er málflutningur ykkar, eins og allra ESB-sinna,
sem hafa níúbeðið ósigur í því að breyta stjórnarskránni svo að landssalan
og fullveldisframsalið til Brussel geti farið fram fram átakalítið eftir
kosningar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 11:05
Sæll Sigurður. Verð að vera hreinskilinn. Mér fannst afstaða Frjállyndra
ekki vera sakvæm þeirra stefnu í Evrópumálum að styðja ESB-liðið varðandi
þjóðaratlvæðagreiðslur. Því það var augljóst að þarna átti að auðvelda
mjög allt ESB-ferlið.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 11:08
Sólveig:
Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvað þú ert að fara með skrifum þínum. Þessar breytingar á stjórnarskránni höfðu nákvæmlega ekkert með hagsmuni heimilanna eða fyrirtækjanna í landinu að gera en sýnir hins vegar forgangsröðunina hjá vinstristjórninni. Henni var meira í mun að gera framsóknarmönnum til hæfis í þessum efnum en leggja áherzlu á frumvörp sem raunverulega skiptu heimilin og fyrirtækin máli.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 11:33
Við getum fagnað sigri í þessari orustu, gegn trúarlegu ofstæki Sossanna. Gosenland þeirra mun ekki verða að veruleika. Megi okkar dýra land aldreigi verða þeirra bráð.
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 11:37
Hjörtur J. Ert þú að halda fram að eign á auðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur og áhrif almennings á gerð Stjórnarskrár hafi ekket með hag fólks að gera? Hafa þessi atrið þá kannski bara með hag Sjálfstæðisflokks að gera?
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 11:39
Magnús. Eftir inngöngu Íslands í ESB yrði ákvæðið um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni marklaust plagg, því Rómarsáttmálinn yrði
henni æðri eftir aðild. Áhrif Íslendinga á stjórnarfar og stjórnarskrármál
sín yrðu mjög takmörkuð eftir ESB-aðild.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 11:50
Takk fyrir innlit þitt Lofur, með fullveldiskveðju!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 11:52
Ég er algörlega sammála athugasemd þinni Guðmundur.
Ég spurðist einmitt fyrir um þetta og mér var sagt að auðlindaákvæðið hefði spipt sköpum. Satt best að segja held ég að sjálfstæðismenn hafi fært okkur nær ESB-aðild ef eitthvað er með því að standa fast gegn auðlindaákvæðinu.
Ég er alveg eins og þú handviss um að Rómarsáttmálinn og þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá gangi hvað gegn öðru og því hefði orðið að breyta stjórnarskránni. Það þarf að útskýra þetta vel fyrir almenningi og þá mun fylgi vaxa viða að standa utan ESB.
Sigurður Þórðarson, 17.4.2009 kl. 12:27
Þetta er satt hjá þér Sigurður. ESB-sinnar eru svo vitleusir að þér fatta
þetta ekki með auðlindarákvæðið í sttjórnarskránni, sem ESB myndi aldrei
samþykkja. Þetta blessaða fólk í þessu blinda ESB-trúboði gerir sér enga
grein fyrir hversu fullveldis- og þjóðfrelsisskerðingin er rosalega förum við
þarna inn.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 12:50
Loftur kemur hérna sterkur inn með þjóðkvæði og allt saman. Krúttlegt.
Vésteinn Valgarðsson, 17.4.2009 kl. 14:17
Komið þið sæl; Guðmundur Jónas, sem þið önnur, hver geyma hans síðu og brúka !
Já; Vésteinn minn ! Loftur Altice Þorsteinsson er; fölskvalaus föðurlands vinur, þó svo, ekki hafi þeir Íhaldsmenn - innan Sjálfstæðisflokks raða, enn haft döngun til, að endurreisa sinn gamla flokk - hver var jú; önnur megin undirstaðan, að Sjálfstæðisflokknum, í öndverðu.
En; virðum lands og lýðs og fénaðar vini alla, Vésteinn minn, hverjir finnast allvíða, hér á Ísafoldu - og dyggir baráttu menn aðrir, gegn Evrópusambands þvarginu - ekki mun; af veita, gott fólk.
Með; hinum beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 14:31
Takk fyrir innlit þitt Óskar. Það verða samt allir að eiga það sem þér eiga
skilið. Þökk sé sjálfstæðismönnum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 15:12
Auðvitað verðum við að takmarka lyðræðið svo ESB-liðið fær ekki sitt fram. Ekkert pjat með þjóðartkvæðisgreiðslu. Fólk er fifl og veit ekki hvað er bezt fyrir sjálft sig. Áfram Ísafold!
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:00
Guðmundur ég veit ekki hvaðan þú hefur alla þessa vitneskju um hvað ESB samþykkir eða ekki. En minni þig á að engin aðildarsamningur er eins. Það hafa allar þjóðir fengið inn í samninga sína sérstök atriði. T.d. fengur Svíar inn atrið um Landbúnað á Norðlægum slóðum sem var umtalsverð breytinga á Landbúnaðarstefnu ESB. ESB er með samninganefnd sem kemur til samninga við viðkomandi aðildar þjóð. Þetta eru samningar sem taka ár eða meira. Ef að ESB gæfi ekkert eftir þá þyrfti enga samninga því þá gætu þjóðir ekki samið um neitt og samningurinn væri staðlaður.
Þetta er sömu rök hjá þér og þegar menn voru á móti EES. Þá var talað um að við værum svo lítil að við mundum ekkert fá inni samningin af okkar sér málum. Og hér mundi allt fyllast af matvörum frá ESB sem mundi útrýma landbúnað hér, og erlendir togarar veiða hér allan fiskinn. En við stóðum í lappirnar í þessum samningum og hótuðum að slíta þeim og margt annað. Á endanum var samþykkt að við værum undanþegin reglum varðandi innflutning. Þ.e. hér er sáralítið flutt inn af mjólkurvörum né kjöti. Og eins með fiskinn okkar það voru nokkur tonn sem ESB fékk að veiða.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 20:04
Magnús minn. Ástæða fyrir því að okkar landbúnaður lifir og að erlendir
togarar veiði ekki fiskinn frá okkur er sá að landbúnaður og sjálvarútvegur
okkar er ALFARIÐ UTAN EES-samningsins. ALGJÖRLEGA. Helt þú vissir nú slíkt grundvallaratriði. Varðandi samninga við ESB þá hafa ENGIN ríki fengið fengið meir en 1-3% frávík eða undanþágur frá Rómarsáttmálanum og viðaukum hans, sem í raun sára litlu máli skipta, nem þá á mjög afmörkuðum svæðum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 20:27
"[Olli Rehn] hefur … sagt um sjávarútvegsþátt hugsanlegra viðræðna:
“Í sjávarútvegs-stefnunni eins og á öðrum sviðum höfum við takmarkaða heimild fyrir tilslakanir, það þýðir að þjóð fer að sameiginlegri stefnu. Það eru leiðir til að auðvelda aðlögun, en meginreglan er að þjóð eins og Íslendingar skuli fara að almennum reglum.” Þetta gefur ekki til kynna mikið svigrún af hálfu ESB." (Björn Bjarnason).
Eftirfarandi upplýsingar frá Emmu Bonino, fyrrv. framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála í EB (birtar í bók Ragnars Arnalds um EB-mál, Sjálfstæðið er sístæð auðlind, s. 31), segja ennfremur sitt (leturbr. RA, en aukið við undirstrikun minni, jvj):
* “Forystumenn ESB hafa oft verið spurðir að því hvort Íslendingar fengju ekki undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB ef þeir sæktu um aðild. 18. maí 1995 birtist í Morgunblaðinu viðtal Hjartar Gíslasonar við framkvæmdastj. sjávarútvegsmála í ESB, Emmu Bonino. Hjörtur spyr: “Ef Ísland sækti um aðild að ESB nú, kæmi til greina, að landið fengi full yfirráð yfir fiskveiðilögsögu sinni?“ Svar framkvæmdastjórans var: “Nei, Ísland yrði, eins og önnur aðildarlönd, að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Hins vegar yrði örugglega um einhvern aðlögunartíma að ræða eins og við inngöngu Spánar og Portúgals á sínum tíma og Svíþjóðar og Finnlands nú [1995]. Sá aðlögunartími getur verið langur, en meginreglan er sú, að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða landbúnað. Sami rammi gildir fyrir alla.” Margir aðrir forystumenn ESB og þekktir stjórnmálamenn í aðildarríkjunum hafa lýst því sama yfir, að við yrðum vafalítið, ef til aðildar Íslands kæmi, að beygja okkur undir sjávarútvegsstefnu ESB að fengnum aðlögunartíma.”
Og þetta er það, sem engir ærlegir Íslendingar geta nokkurn tímann fallizt á – ekki frekar en að gefa frá okkur æðstu yfirráð í löggjafarefnum, sem þó myndu einmitt einnig tapast með innlimun í bandalagið.
Hér er ennfremur góð tilvitnun í nýja grein eftir Hjört J. Guðmundsson:
"... ekki [er] um það deilt að yfirstjórn fiskveiða við Ísland færðist til Evrópusambandsins ef Ísland yrði gert að hluta af sambandinu. Engin trygging yrði síðan fyrir því að Íslendingar sætu einir að veiðum innan íslenzku fiskveiðilögsögunnar (sem eftirleiðis yrði aðeins hluti sameiginlegrar efnahagslögsögu Evrópusambandsins) þar sem regla sem tryggja á að svo verði að sögn Evrópusambandssinna er aðeins hugsuð sem tímabundin ráðstöfun sem til stendur að afnema þegar aðstæður leyfa. Til þess þyrfti ekki samþykki okkar Íslendinga jafnvel þó við værum innan sambandsins."
Þetta og fleira er að finna í samantektinni Minnt á grundvallaratriði um "hvað býðst í aðildarviðræðum" við Evrópubandalagið.
Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 21:14
Takk kærlega fyrir innlegg þitt hér Jón Valur. En því miður virðist oftar en
ekki afar erfitt að rökræða við trúarofstækis-ESB-sinna. ESB-trúboðið
virðist þannig uppbyggt, að rök og staðreyndir eru ekki meðtekið á nokkurn
hátt.....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 21:38
Jón í skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins stendur um auðlindir og ESB:
Þar stendur líka
Það þýðir ekki að benda einhverja talsmenn ESB eins og Olli Rehn og hvað þá harða ESB andstæðinga eins og Hjört. Olli og fleiri hafa bent líka á að hver aðildarsamningur er sérstakur og reynt að ná fram í þeim sérstökum aðstæðum í hverju landi. Enda hefur verið sagt að flestar þjóðir sem hafa gengið í ESB hafa fengið það margt fram af sínum óskum að þau samþykktu samningin og báru hann undir sínar þjóðir. Nú annars væri engin í ESB. Minni þig á að heildar verðmæti útflutnings á fisk er um 100 til 150 milljarðar eða eitthvað svoleiðis. Þetta er eins og hagnaður af einum banka í Þýskalandi. Okkar sérstaða er því ekki eitthvað ESB mundi tapa miklu á að taka tillit til.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 21:38
Ég vil benda þér á Magnús, að Evrópuskýrslan er vinnuplagg. Þar koma fram ólík viðhorf og ekki stefna flokksins. Vitað er að 10% Sjálfstæðismanna er Evrusinnaður og þessi hópur hafði sig mjög í frammi í Evrópunefndinni. Á landsfundinum var Evrópustefnunni algjörlega hafnað og þar með ýmsum Evrópu-lörfum sem komust inn í Evrópuskýrsluna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 21:49
Ísland yrði ekki utan reglna EBé, Magnús.
Og undanþágur yrðu aðeins tímabundnar, það er það sem þau segja öll, Emma Bonino, Franz Fischler og jafnvel sjálfur hinn gírugi stækkunarstjóri bandalagsins, Olli Rehn.
Hættan er líka sú – og liggur fyrir sem staðreynd – að EBé hefur og heldur áfram að gefa sér fullveldið til að endurskoða upp á nýtt sjávarútvegsstefnu sína á 10 ára fresti. Þar yrðum við leiksoppur stóru ríkjanna.
Nú hefur fiskur verið að eyðast í Miðjarðarhafi, frönskum og spænskum sjómönnum til gríðarlegs tjóns, atvinnuleysið í þeirra hópi er hrikalegt. Og við norður- og vesturströnd Frakklanda og í Norðursjó er sömu söguna að segja, eða hefurðu ekki heyrt fréttir síðustu daga, hvernig franskir sjómenn herja á sín eigin yfirvöld, stöðva ferjusiglingar til Bretlands og hóta jafnvel að teppa ferðir um Ermarsundsgöngin? Tilgangurinn er að þrýsta fast á frönsku ríkisstjórnina að krefja Evrópubandalagið um meiri fiskveiðikvóta. Hvers heldur þú að við Íslendingar mættum okkar gegn þrýstingi þessa bandalags, ef það réði hér sjávarútvegsstefnunni og gæti endurmótað hana að eigin vild (og út frá þrýstingi stærstu ríkjanna þar) með árunum?
Ég tek fram, að ég hef enga trú á því, að hér myndu miðin fyllast strax á fyrstu árunum af erlendum togurum. En veiðar erlendra sjómanna hér myndu aukast jafnt og stöðugt áratug eftir áratug, enda væri þeim vorkunn: þeir gætu bara bent á, að við værum EBé-borgarar eins og þeir og að meðal slíkra borgara eigi að gilda jafnrétti og jöfn tækifæri, m.a. til atvinnu.
EBé tæki yfir alla æðstu yfirstjórn strax, m.a. á ákvörðunum um leyfilegar tegundir til að veiða, um möskvastærð, lokun hólfa o.s.frv., og myndi taka yfir alla þá fiskveiði- og viðskiptasamninga við erlend ríki, sem við höfum hingað til haft sjálfir á okkar könnu (það tæki jafnvel yfir samninga við sjálft sig: sæti þar báðum megin borðsins!). Hins vegar yrði landhelgisgæzlan í höndum ... hverra? Jú, spænsku landhelgisgæzlunnar, þegar spænskir togarar ættu í hlut, og þeirrar brezku, þegar um brezk fiskiskip væri að ræða hér innan 200 mílnanna.
Magnús Helgi Björgvinsson á kannski eftir að upplifa það að fara niður í fjöru að fagna brezka flotanum hér við land.
Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 22:05
Einmitt Jón Valur. Magnús Helgi niður í fjöru að fanga breska flotann eins
og í denn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 00:23
Nei, Magnús væri þar að fagna honum, Jónas, því að vilji hann EBé, þá vill hann brezka varðgæzlu með brezkum fiskiskipum í íslenzkri (þá: Evrópubandalags-) fiskveiðilögsögu.
Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 00:51
Einmitt Jón Valur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 01:02
“Í sjávarútvegs-stefnunni eins og á öðrum sviðum höfum við takmarkaða heimild fyrir tilslakanir, það þýðir að þjóð fer að sameiginlegri stefnu. Það eru leiðir til að auðvelda aðlögun, en meginreglan er að þjóð eins og Íslendingar skuli fara að almennum reglum.”
Og ? Þetta er bara hið besta mál. Auðvitað verður ísland að fara að almennum reglum siðaðra þjóða en ekki haga sér eins og barbararíki.
Það er ekkert að sjávarútvegsstefnu ESB. Spellpassar fyrir ísland jafnvel þá engar undanþágur eða sérákvæði fengjust. Þetta vita menn sem kynna sér mál.
En hitt er svo annað mál að í sjávarútvegsstefnu esb fellst viss sveigjanleiki og möguleiki á sérákvæðum. Það er vel hugsanlegt að hægt væri að ná slíku fram í viðræðum. Vel hugsanlegt.
Nú, td er ísland með undanþágu í EES samningnum varðandi fjárfestingar í sjávarútvegnum. Talið var á þeim tíma að slíkt mundi aldrei nást fram. Það náðist.
Og jú jú, manni er það í fersku minni á tíma EES að hérna átti að flykkjast vondir útlendingar og kaupa upp dali og jarðir á íslandi. Man þaðvel. En samt óitrúlegt að þeir hafi náð þessu sérákvæði í sjávarútveginum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 10:58
Ómar Bjarki fagnar þessu!
Er hann Íslendingur?
Eru sjálfstæð ríki "barbararíki" í augum hans?
Hundflatur leggst hann fyrir stórveldisfrekju Evrópubandalagsins: "Það er ekkert að sjávarútvegsstefnu ESB. Spellpassar fyrir ísland jafnvel þá engar undanþágur eða sérákvæði fengjust."
Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 11:03
Þetta er nú bara staðreynd hjá mér. Það er ekkert að sjávarútvegsstefnu ESB. Hentar mjög vel íslendingum. Enda mundi aðild þar sem engar undanþágur eða sérákvæði fengjust, breyta - engu á íslandi.
Þetta er ég búinn að neyða marga menn til að viðurkenna. Meir að segja LÍÚ er búið að viðurkenna það.
Það sem þeir fea sig bak við núna og segja: Æ æ mikill voði etc, er að erlendir aðilar munu kaupa upp sjávarútvegsfyrirtæki á landinu smá saman og allt endi í miklum vondleika. Þetta er í almennu máli yfirleitt kallað kvótahopp og tengist prinsipinu um frjálst flæði fjármagns.
Nú, staðreyndin er að hægt er að tryggja sig fyrir þessu í aðildarviðræðum í bak og fyrir. Bara útfærsluatriði hvernig það yrði gert. Ekkert að óttast.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 11:45
Ómar. Halda mætti að þú værir einn af þeim fjölmörgu sem væru á launum
frá Brussel til að boða ,,ESB-fagnaðarerindið" hér. Að þú skulir voga þér að
bera slíka LÝGI hér á borð, að hægt verði að girða fyrir allt kvótahoppið og
þá gríðarlegu fjármuni sem munu tapast TIL FRAMBÚÐAR úr íslenzku hagkerfinu úr svárútvegsgeiranum göngum við í ESB. Bretar næst stærsta ríki ESB til fjölmargra ára, hefur EKKI ENN tekist að koma á breytingum á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, þrátt fyrir að hún hafi leikið breskan sjávarútveg það grátt, að hann er nánast ein rjúkandi rúst. Bretar geta hins vegar umborið það, því þetta er algjör aukabúgrein hjá þeim eins og raunar hjá öllum öðrum ESB-ríkjum. Hér er þetta einn af okkar aðal-atvinnuvegum, sem við myndum tapa meginhluta virðisauka úr okkar
hagkerfi, göngum við í ESB. Því erlendir aðilar yrðu gert kleyft að eignast
meirihluta í íslenzkum útgerðum og kvóta þeirra. Um þetta er alls ekki
hægt að semja, enda aðalstoð Rómarsáttmálans, um frjálsar frjárfestingar
í öllum atvinnugreinum. Meir að egja Þorsteinn Pálsson ritstjóri og mikill
ESB-trúboði hefur viðurkennt þetta hættulegasta galla ESB-aðildar.
Þannig Ómar þú skalt ekki koma hér viljandi eða óviljandi hér eins og
álfur út úr hól og halda svona þvættingi fram. Bara þetta að við stöndum
frammi fyrir gríðarlegu efnhagslegu tjóni varðandi okkar helstu auðlind
göngum við inn í þetta deyjandi miðstýrða sovétska ESB-kerfi útilokar
aðild Ísland að ESB MEÐ ÖLLU!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 13:00
Sameignarsinnar (kommúnistar) sækja nú hart að eingnarréttinum. Þeim tóks með Þjóðlendumálinu að stela nokkrum af beztu jörðum landsins.
Nærsta atlaga var tilraunin til að gera náttúru-auðlindir að ríkiseign, með breytingum á Stjórnarskránni. Sem betur fer mistókst sú fyrirætlan.
Þriðja sóknin er inngangan í Evrópusambandið. Ef það tekst eru þeim allir vegir færir, því að valdið verður hjá skoðanabræðrum þeirra í Brækjuseli. Það verður einfalt mál fyrir sameignarsinnana, að yfirtaka þær eignir landsins sem þeim sýnist.
Ljóst er orðið að Sossarnir ætla sér, að gera Ísland að Kúbu norðursins.
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 13:14
Nú ert þú sennilega að rugla eitthvað. Í Evrópu hafa það verið hægri stjórnir þar til fyrir skömmu sem stóðu fremst í að mynda og viðhalda ESB. Og það var m.a. vegna viðskiptahagsmuna. Þ.e. opnir markaðir. En engin hægri flokkur hefur í ríkisstjórnum neinna þessara landa beit sér fyrir að ganga úr ESB.
Minni þig á að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem var við stjórn allan tíman þegar að þjóðlendumálið hefur verið í gangi.
Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeign eru þjóðareign i dag. Þannig að ég sé ekki hvað þú ert að fara nema að þú viljir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að gefa einkavinum sínum þessar auðlindir eins og hann hefur gert með kvótan.
Jón Valur! Þú veist betur en að bretar fái að koma hingað inn að veiða með sínum togurum. Benti einmitt á það sem Sjálfstæðisflokkurinn sagði í skýrslu sinni hér fyrir ofan og get endurtekið
Ekki það að ég hafi neitt á móti Bretum en því miður fyrir þá yrði ekki um slíkt að ræða. Enda eiga þeir sárafá úthafsveiðiskip eftir að við lokuðum á þá þegar við færðum landhelgina í 200 mílur.
Síðan Jón þá spái ég að innan nokkra missera þegar að næsta hrun verður hér t.d. á krónnui eða við verðum búin með gjaldeyrisvaraforða okkar, þá verði okkur skipað af alþjóðasamfélaginu að ganga í ESB á þeim kjörum að við fáum engin sérákvæði inn fyrir okkur. ESB verður skipað að taka okkur inn og veita okkur aðstoð. Og þar af leiðandi þá undirgöngumst við öll þeirra lög og reglur án þess að hafa nokkuð um þau að segja.
Þetta verður svipað og þegar Nýfundnaland gekk inn í Kanada.
Tímasetning þessa verður þegar við erum búin með gjaldeyrisforðan því við fáum engin almennileg lán aftur fyrr en einhverjir hafa trú á að við séum að vinna okkur út úr þessu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.4.2009 kl. 14:36
"Erlendir aðilar innan ESB fengju hann [kvótann] ekki, þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi," segir í tilvitnun Magnúsar hér ofar, en þetta atriði með veiðireynsluna er algerlega háð því, að ekki verði nein breyting á sjávarútvegsstefnu EBé, eins og orðið getur árin 2012, 2022, 2032, 2042, 2052, 2062, 2072, 2082, 2092, 2102 o.s.frv. eða jafnvel oftar, ef Evrópubandalaginu þókknast að hafa slíka endurskoðun ennþá tíðari en á 10 ára fresti.
Evrópubandalagið getur auðveldlega sagt "breyttar aðstæður" (t.d. matvælakreppu, fiskveiðikreppu í Miðjarðarhafi og Norðursjó o.fl.) valda því, að þá verði að stokka upp spilin á nýjan leik og að þá verði m.a. að gæta að því, að skip frá Spáni, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Bretlandi, Danmörku og Þýzkalandi hafi veitt hér fisk um fjölmargra áratuga og m.a.s. margra alda skeið í sumum tilfellum. Æðsta valdið til að ákveða þetta sé hjá Evrópubandalaginu sjálfu, ekki lengur í höndum Íslendinga (nema með innan við 1% atkvæðavægi í Brussuseli).
Menn æða hér fram í glannaskap margir, umfram allt Samfylkingarfólk, sem hleypur líka kapp í kinn af því að það er af flokkshollustu að verja þetta flokksræksnsi sitt og telur sig fá mikið út úr því, ef í reiptoginu tekst að hafa Sjálfstæðisflokkinn o.fl. flokka undir.
Glannaskapurinn birtist í því, að þeir reikna ekki kostnaðinn og gera ekki ráð fyrir sóknarfærunum, sem Evrópubandalagið fengi, ef við fælum því æðstu stjórn okkar mála, svo í löggjöf sem í öllum ákvörðunum um veiðihætti okkar, kvóta, svæðishólf, friðun tegunda, veiðarfæri, möskvastærð o.s.frv.
Það er alveg fyrirsjáanlegt, að EBé byðist sóknarfæri með einum sérstökum hætti, sem ég hef engan séð ræða neins staðar:
Alkunnugt er, að ýmsir fiskifræðingar kaupa ekki fullyrðingar Hafrannsóknastofnunar um smáa stærð þorskstofnsins. Eftir innlimun Íslands verður ákvörðun heildarveiðisóknar í höndum EBé. Sumir hér fullyrða, að Brusselvaldið muni þá samt láta álit íslenzkra stofnana, þ.e. Hafrannsóknar í þessu tilviki, ráða mestu. En það er ekki nokkur trygging fyrir því. Töpuð veiði við Frakkland og í Norðursjó getur ýtt á eftir þessum málum, og kröfur franskra sjómanna um aukinn kvóta, kröfur á hendur þerra eigin yfirvöldum í París um að þrýsta á Evrópubandalagið, gætu þá fundið sér nýjan farveg. Bandalagið myndi einfaldlega grípa á lofti viðhorf þeirra fiskifræðinga hérlendis, sem telja stofninn stórlega vanmetinn, og setja þetta í einhvern stofnanabúning, hjálpa þeim að mynda nýtt stofnmats-ráð, en þegar það mat væri komið, t.d. um að auka mætti þorskveiði um 50%, þá myndi bandalagið taka þessu fegins hendi og segja: "Þessi mikla aukning getur ekki farið öll til Íslendinga, nú verða þeir að deila þessu með öðrum þjóðum og geta bara vænzt þess að fá lítinn minnihluta af þessum auknu aflaheimildum" (rétt eins og bandalagið vill ekki að við fáum nema sáralítið úr makrílstofninum).
Magnús Helgi er vís með að mótmæla og segja, að þeir séu nú svo góðir og skilningsríkir í Brussel, en það er falsvon ein. Stórveldi gæta fyrst og fremst eigin hagsmuna.
Hér við land eru veiddar tvær milljónir tonna af öllum fiski í Evrópu, en 7 milljónir í heild í allri álfunni. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir Evrópubandalagið með því að narra okkur til innlimunar.
Ef spádómur Magnúsar Helga gengur eftir, "Þetta verður svipað og þegar Nýfundnaland gekk inn í Kanada, þá er það einmitt vís leið til niðurlægingar, missis sjálfstæðis og fyrri reisnar, jafnvel verulegrar fólksfækkunar og misnotkunar á fiskimiðum okkar, eins og einmitt gerðist við Nýfundnaland eftir innlimun þess í Kanada. En þessi athugasemd Magnúsar undir lokin afhjúpar einkar vel fyrirhyggjuleysi hans og margra skoðanabræðra hans.
Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 15:21
Guðmundur Jónas, það sem eg segi varðandi kvótahoppið er alveg rétt. Búinn að kynna mér það sérstaklega. Bara handavinna hvernig það verður útfært í viðræðum. Ekkert að óttast. (Ekki frekar en hjá manninum sem ætlaði heim að bóndabæ einum að kvöldi til og fá lánaðan tjakk vegna þess að það sprakk hjá honum. Nú, á leiðinni heim að bænum miklar maðurinn fyrir sér dæmið og ýmindar sér að bóndinn muni ekki vilja lána honum tjakk og hugsar upp allt það versta. Svo illur er hann orðinn er hann kemur að dyrunum að hann þrykkir upp hurðinni og æpir inní hús bónda: „Þú mátt eiga þinn helvítis tjakk sjálfur." http://www.visir.is/article/2009613446758)
Þið And-Sinnar minnið svoldið á þennan mann.
Þú getur nú séð hvað Anna Margrét Forstöðumaður Brusselskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga segir varðandi kvótahopp. Hún er alveg sammála mér (eða eg henni). Auðvitað veit hún þetta ósköp vel:
"Ýmsir hafa áhyggjur af hugsanlegu kvótahoppi, þ.e. að erlendar útgerðir kaupi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki með það að markmiði að komast yfir íslenskan kvóta. Meginreglan er sú að ekki er hægt að banna fjárfestingar erlendra aðila en hægt er að girða fyrir kvótahoppið með ýmsum öðrum skilyrðum líkt og aðildarríki ESB hafa gert. Hættan af kvótahoppi ræðst nær eingöngu af innlendri löggjöf í hverju landi fyrir sig og er kvótahopp óverulegt á milli landa. Bretar ákváðu á sínum tíma að greiða leið fjárfesta að breskum sjávarútvegi sem m.a. Samherji nýtti sér til að kaupa sjávarútvegsfyrirtæki og breskan kvóta. Bretar hafa nú sett upp ýmsar girðingar til að koma í veg fyrir frekari kaup á þeirra kvóta og Skotar telja að innan við 5% af heildarkvóta þeirra sé úthlutað til erlendra aðila."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 15:36
Jón Valur ég var með þessu síðast að meina það að ef við höfum ekki frumkvæði að því nú þegar að leita lausna sem auka trú á því að við getum komist út úr þessari krísu sem við erum í þá lendum við í því fyrr en seinna að verða gjaldþrota og verðum skikkuð í að ganga í ESB eða verða innlimuð í annað land. Í dag höfum við val og einhverja styrkleika samningum en þegar að hér verður algjört hrun aftur þá eigum við ekki möguleika á frekari lánum, engan gjaldmiðil sem aðrir taka mark á, enga samningsaðstöðu og verðum látin sæta afarkostum í samningum. Það er betra að koma standandi til samninga en með allt niður um sig og engar aðrar leiðir.
Ef að ekki nást viðunandi samningar við ESB þá sé ég ekki hvernig við eigum að geta komst hér af. Bara gengi krónunar hefur hækkað skuldir okkar við útlönd um 100%. Þ.e. að skuldir okkar væru helgmingi lægri í dag en þær hefðu verið í krónum fyrir ári síðan.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.4.2009 kl. 15:38
Það hefur engri ESB-þjóð tekist að koma í veg fyrir kvótahoppið, enda segir
Þorsteinn Pálsson rítstjóri og ESB-sinni það sitt helsta áhyggjuefni með
aðild Íslands að ESB. Getur verið að Bretar hafi af veikum mætti búið til
einhverjar málamyndareglur í sínum sjávarútvegi til að verjast kvótahoppi
í þeim LITLA sjávarútvegi sem þó er enn til þar í landi. Og það er svo
GJÖRSAMEGA ámælisvert og vítavert að það skuli hér vera Íslendingar til
sem ljá máls á því að helsta auðlind þjóðarinnar fari undir SAMEIGINLEGA
STJÓRN erlends valds. En fiskauðlind er EINA auðlindin sem hlýtur SAMEIGINLEGRI stjórn ESB, af því þetta er ALGJÖR aukabúgrein innan ESB
og nýtur FULLRA RÍKISSTYRKJA. ENGINN þjóð innan ESB myndi láta viðgangast að sín HELSTA AUÐLIND yrði undir stjórn ESB. Hjá okkur er þetta helsta uppspretta erlends gjaldeyris og það sem við lifum á. Utan kvótahoppsins myndum við missa ALLA flökkustofnanna út úr höndum okkar sem yrði gríðarleg blóðtaka fyrir okkar efnahagslíf. - Bara skil alls ekki þessa ESB-þráhyggju hér, því ALLAR efnahagslegar forsendur tala gegn henni. Enda okkar hagkerfi það lítið og smátt og efnahagslegar sveiflur gjörólíkar þeim á meginlandinu að við pössum hreinlega ekki inn í þetta ESB-regluverk, sbr bankahrunið sem aldrei hefði komið til nema fyrir hinn stórgallaða ESB-samning.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 16:57
Gengi krónunnar var ekki orsakavaldurinn, heldur var það gengi kennar að mæla ástand efnahagslífsins hér. Bankakreppan var orsökin, gengisfellingin var afleiðingin.
Þar að auki var gengi krónunnar allt of hátt skráð fyrir. Þann 8. 9. 2001 var hins vegar dollarinn jafngildi 99,71 ísl. kr., og það var ekkert lífslögmál, að dollarinn héngi í kringum 60–72 krónur, eins og átti sér stað á árunum 2004–2008.
Þú hækkar ekkert gildi peninganna í höndum þínum með því að skipta yfir í evru. Þegar Equador skipti yfir í dollar, verðféllu peningar fóks þar verulega, af því að skyndilega var gengið lækkað enn meira.
Þetta val þitt, Magnús: EBé og aftur EBé, er ekki leið til að borga okkar skuldir. Við þurfum að gera það með því að nýta það mika sóknarfæri sem fæst með gengisfellingu krónunnar, þvi að sú verðlækkuna hennar veitir okkur mikil sóknarfæri í útflutningi og samkeppnisiðnaði.
Kaupum íslenzkt! – og stöndum vörð um sjálfstæði landsins.
Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 17:03
Jón ef við skuldum í útlöndum 1000 miljarða krónur. Svo fellur gegnið um 100% þá skuldum við 2000 milljarða. Þó að það sem við fáum í útflutningi hækki náttúrulega líka þá hækka skuldir okkar í krónum. Þetta á líka við fólkið sem er með erlend lán. Verðmæti útflutning kemur að einhverju leiti á móti þessu en ekki innanlands. Þ.e. að tekjur ríkisins af sköttum upp í þessar skuldir þurfa að verða helmingi meiri. Tekjur framleiðslufyrirtækja sem eru með skuldir erlendis en selja hér á landi í krónum þurfa að vera helmingi meiri til að greiða af þessum lánum.
En eins og ég sagði fyrr þá held ég Jón Valur að þetta verði horki mitt né þitt val eftir nokkur misseri! Ef við göngum ekki í þetta núna þá kemur fyrr en varir sú staða að við verðum báðir skikkaðir í aðgerðir sem og þjóðin sem virkilega er hægt að kalla nauðaraðgerðir. Því þegar við verðum búin að basla við að koma krónunni í jafnvægi í nokkur ár þá verðum við búin með þann gjaldeyri sem við höfum aðgang að núna. Og skuldum þá bæði AGS og öllum vinaþjóðum okkar og verðum enn í þeirri stöðu að við fáum ekki lán hjá öðrum því engin hefur trú á að við ráðum við að koma okkur út úr þessu og í jafnvægi ein og óstudd með krónu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.4.2009 kl. 18:04
Magnús. Krónan er ekki vandamálið heldur efnahagsóstjórnin undanfarinna
ára grundvölluð á efnahagslegu regluverki EES-samningsins sem engann
veginn samrýmdist okkar örsmáa hagkerfi. Ef við lærum af reynslunni,
eyðum ekki um efni fram og högum stakk eftir vexti, mun krónan duga
okkur vel. Þá eru mjög mikil tækifæri framundan og hagsæld ef eins og
allt bendir til að olía finnist á Drekasvæðinu og fyrir austan. Því er afar
mikilvægt að þrauka Þorra og Góu, halda höfði og sjálfstæði, en ekki að
leggjast hundflatir fyrir erlendum hrægömmum og selja frá okkur fjöreggið
og þjóðfrelsið. Alveg sörglegt Magnús að heyra þennan úrtölufarsa þinn,
sem gengur út á að við eigum engann annan kost en að ganga erlendu
valdi á hönd.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 21:06
Ég held að Loftur ætti að halda sig við ættjarðarsöngvana. Innlegg nr. 34 hér að ofan er einhver mesta steypa sem ég hef heyrt. Að kommúnistar séu að koma Íslandi inn í Evrópusambandið? Trúirðu þessu sjálfur? Eða er þetta grín?
Vésteinn Valgarðsson, 19.4.2009 kl. 18:25
Fjölmargir þeir sem þekkja af eigin raunum til Ráðstjórnarríkjanna, hafa bent á sláandi samlíkingu þess við Evrópusambandið. Allt sem ég hef séð til ESB bendir til hins sama.
Ég geri engan mun á Sossunum í Samfylkingunni og alþjóðlegum sameignarsinnum (kommúnistum). Það gerir Vésteinn líklega og því eðlilegt að hann sé mér ósammála. Við þá afstöðu hef ég ekkert að athuga. Honum er frjálst að hafa sína skoðun.
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.