Gleðidagur fullveldissinna


    Það að ESB-sinnum tókst ekki að  breyta 79 grein stjórnarkrárinnar
eru mikil gleðitíðindi og gleðidagur fyrir alla fullveldis,- sjálfstæðis-  og
þjóðfrelsissinna. Það er eins  og  hinar  þjóðhollu  landvættir  Íslands
hafi gripið inn í atburðarrásina, og afstýrt áformum landssöluliðs
Jóhönnu Sigurðardóttir. Því það er alveg ljóst, að ráðabrugg ESB-
sinna um breytingar á 79 greininni varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur
var EINGÖNGU gert til að auðvelda inngönguna í ESB á næsta kjör-
tímabili. Nú verður það mun flóknara og erfiðra, því áður þarf  að
efna til þingkosninga. - Við fullveldissinnar gleðjumst því INNILEGA!
Hin lævíslega atlaga ESB-sinna að fullveldisákvæðum stjórnarskrár-
innar hefur verið hrundið!

  Fullyrðing ESB-sinna um að stjórnarskrárbreytingin um þjóðarat-
kvæðagreiðslur hafi verið til að efla lýðræðið er þvættingur einn. Því
aðal tilgangurinn með breytingunni var að auðvelda ESB-ferlið og
koma Íslandi inn í ESB á næsta kjörtímabili, sem hefði þýtt stórfeld
skerðing á fullveldi og þjóðfrelsi, og þar með ÖLLU lýðræði á Íslandi.

  Til hamingju frjálst og fullvalda Ísland!


mbl.is Flóknara að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott mál

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband