Skora á fullveldissinna að kjósa Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokk !

 

    Hér með er skorað á alla er stóðu að framboði L-lista fullveldissinna
að kjósa Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokkinn í komandi þingkosningum.
Tilefnið er einhlíða áskorun Bjarna Harðarsonar forystumanns L-lista
um að fullveldissinnar kjósi Vinstri græna. Án samráðs, og án þess að
tekin hafi verið ákvörðun um  að  leggja L-lista fullveldissinna niður,
heldur þvert á móti. - Því hlýtur slík opinber yfirlýsing forystumanns
í stjórnmálahreyfingu, sem enn er starfandi, um að kjósa tiltekinn flokk
í komandi þingkosningum að vekja furðu, svo ekki sé meira sagt. Ekki
síst í  ljósi þess að L-listinn hefur skilgreint sig sem hófsamt BORGARA-
LEGT afl, þ.e.a.s þvert á þann sósíalisma sem Vinstri grænir standa
fyrir. Auk þess sem Vinstri grænir fara fyrir fölsku flaggi í Evrópumálum,
sbr að geta ekki lýst því afdráttarlaust yfir að hafna beri aðildarvið-
ræðum  að ESB með öllu að kosningum loknum.

   Lít svo á að með yfirlýsingu Bjarna séu dagar L-lista fullveldissinna
taldir. Og með hliðsjón af stefnu annara flokka í Evrópumálum í huga,
svo og á grundvelli borgaralegra gilda, skora ég hér með á alla fullveldis-
sinna að kjósa Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum.
Þessir flokkar hafna aðild að ESB og munu ekki hafa forgöngu um að-
ildarviðræður að kosningum loknum skv. þeirra stefnuskrám, auk
þess að standa fyrir borgaralegum gildum og viðhorfum, sem L-listinn
lagði áherslu á.

   Hugsjónir fullveldis, sjálfstæðis, og þjóðfrelsissinna  standa enn í
fullu gildi, og aldrei að vita nema nýr öflugur vettvangur skapist  fyrir
þær í fyllingu tímans.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í ljósi þess hvað gerst hefur Börkur jú ber að viðurkennast að hópurinn
var allt of sundurleitur. Enda var hér ekki um flokk að ræða, heldur
framboð um eitt aðal mál, fullveldi og sjálfstæði. Sem gat ekki gengið upp
þegar  á reyndi. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Tekið til vinsamlegrar íhugunar en D lista get ég ekki kosið.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 21.4.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Guðmundur.

Mér sýnist að ég geti ekkert kosið sannfæringar minnar vegna.  Þannig að allar líkur eru á að ég skili auðu eða hreinlega krassi eitt stórt L á seðilinn.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 12:57

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel, gættu þess þá að teikna L-ið fyrir ofan hina listabókstafina á kjörseðlinum!

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Axel. Er mér að sjálfsögðu óviðkomandi hvað fullveldissinnar kjósi fyrst
framboðið er ekki í kjöri. En þegar forystumaður framboðsins fer að lýsa
STUÐNINGI við ákveðinn flokk hafandi Lista fullveldissinna starfandi, og
SKORAR ÞAR þar að auki á okkur fullveldissinna að kjósas þennan sama
kommaflokk, er mér nóg boððið.!!  Læt ekki hafa mig af fifli!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 15:16

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég skil þig vel Guðmundur, ég hefði ekki lýst opinberlega yfir stuðningi við neinn flokk ef ég hefði verið í sporum Bjarna.  En hann verður að eiga þetta við sjálfan sig sem og afleiðingar þess að styðja VG opinberlega.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Guðmundur hef verið lítið við blogg vegna anna undanfarið.

Ég tek undir með þér og Mibbo

Takk fyrir þessa góðu færslu 

Sigurður Þórðarson, 22.4.2009 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband