Vinstri grænir tilbúnir í aðildarviðræður


    Þá liggur það loks fyrir. Vinstri Grænir eru tilbúnir í
aðildarviðræður.  Ögmundur Jónasson lýsti því yfir á
Stöð 2 í gær sbr Vísir.is. Ögmundur segðir það aðeins
spurningu um ,,tæknilega útfærslu á hvaða stígi leitað
verði eftir vilja þjóðarinnar og nú sé tími kominn að
opna allar gáttir í þessum efnum".

  Það er alveg ljós að hin and-þjóðlega sósíaliska hreyf-
ing Vinstri grænir sigla meiriháttar undir fölsku flaggi í
Evrópumálum. Þeir munu  fallast  á  aðildarviðræður  á
fyrsta degi eftir kosningar, og þar með umsókn Íslands
að Evrópusambandinu. Því munu ENGIR SANNIR  full-
veldis- þjóðfrelsis- og sjálfstæðissinnar geta stutt  og
kosið Vinstri græna í komandi kosningum. - Það liggur
nú alveg ljóst fyrir.

   Og nú berast þær ógeðfeldu fréttir um að embættis-
menn ESB séu þegar farnir að hafa afskipti af íslenzkum
innanríkismálum í aðdraganda þingkosninganna.  Þetta
er mjög alvarlegt mál, og sýnir hversu langt ESB er til-
búið að ganga til að hafa áhrif á Evrópumálin á Íslandi.

   Í kjölfar þess að Bjarni Harðarson talsmaður L-listans
hefur nú gengið til liðs við Vinstri grænu og sett samtök
fullveldissinna í algjöra óvissu og upplausn,  hefur sá
sem þetta skrifar hvatt alla ESB-andstæðinga til að kjósa
Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokk í komandi kosningum.
Þetta eru einu flokkarnir í dag sem skv. stefnuskrám
hafna aðild að ESB og aðildarviðræðum. 
mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem þið önnur, hver síðu hans geyma og brúka !

Svo einfalt; er það. Kommúnistar (VG), eru svamlandi í alþjóðahyggju þeirri, (ESB)hver veður yfir álfur og lönd, ekki síður, en kratarnir - helztu hjálparkokkar þeirra, gegnum tíðina.

''Tæknilegar útfærzlur'' Ögmundar vinar míns eru, að hanga á valda stólunum, hvað sem það kostar - krötunum til gamans - Íslendingum til tjóns.

Það þarf ekkert; að ræða það frekar. 

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það er nú ekki svo að "embættis-menn ESB séu þegar farnir að hafa afskipti af íslenzkum innanríkismálum í aðdraganda þingkosninganna." Hann var nú eiginlega tilneyddur vegna þess að anti-ESB sinnar hér á landi eru svo rótheimskir að þeir skilja ekki skilaboð sem koma eftir diplómatískum leiðum á diplómatískri tungu. Það er búið að koma margoft fram hjá ESB að þeir kæra sig ekki um að við tökum upp evruna án inngöngu í ESB, þrátt fyrir það þá halda sjálfsæðismenn áfram eins og villuráfandi sauðir úti á túni að jarma um einhliða upptöku evru í samstarfi við ESB, með nýju spinni núna að vísu, með hjálp alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En fyrir þá sem ekki vita, þá þurfa peningar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins einhversstaðar að koma frá, mestmegnis frá ESB, og þannig hafa ESB ríki langmesta vægi í atkvæðagreiðlsu innan sjóðsins, þar af leiðandi er það auðvitað fráleitt að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fari eitthvað að vasast í þessum málum í óþökk ESB.

Svona eru bara staðreyndir málsins.  

Það var svo auðvitað hlægilegt að sjá Björn Bjarnason koma allt í einu grenjandi í fréttirnar um að embættismaður ESB væri að veitast að sjálfstæðisflokknum "dólgslega". Ha ha, þvílík kelling.

Jón Gunnar Bjarkan, 22.4.2009 kl. 01:13

3 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Merkilegast af þessu málæði Sjallana er að þeir virðast trúa því að þeir geti samið um þetta atriði þrátt fyrir ítrekuð svör ESB um annað en á sama tíma trúa þeir því ekki að við náum ásættanlegum samningum um fiskveiðar.Hvað gengur þessum mönnum eiginlega til ?

Tjörvi Dýrfjörð, 22.4.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mikið er nú ESB-trúboðið hér. Trúa menn þessu rugli virkilega?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 21:46

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er nú kannski ekkert trúboð, bara venjulegar samræður. Einhver verður að svara ykkur Talibönunum.

Jón Gunnar Bjarkan, 23.4.2009 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband