Vinstristjórn ávísun á Stór-kreppu !


   Það liggur algjörlega ljóst fyrir, að ný vinstristjórn yrði ávísun
á stórfelda efnahagslega kreppu til frambúðar. Held að það sé
einstakt tilfelli í veraldarsögunni að stjórnmálaflokkur í nokkru
landi lýsi andstöðu sinni gegn könnun á hvort mikilvæg auð-
æfi leynist á yfirráðasvæði viðkomandi ríkis. En það hefur  nú
einmitt gerst á Íslandi í dag, þegar  ráðherra Vinstri  grænna
lýsir yfir andstöðu sinni  við  olíuleit á  Drekasvæðinu. En mikil
líkindi eru á að þar sé olíu og gas að finna. Auðæfi sem bjarg-
að gæti íslenzku þjóðinni á skömmum tíma upp úr þeirri miklu
efnahagslegri kreppu sem þjóðin býr við í dag.  

  Vinstri græn eru stórfurðulegasta pólitíska fyrirbæri sem sög-
ur fara af. Þessi hundasúri vindmylluflokkur virðist alls ekki
gera sér grein fyrir að til að halda þjóðfélagi gangandi og búa
til hagvöxt, þarf gjaldeyrisskapandi framleiðslu. Fyrir öllu slíku
virðast VG hafa bundið fyrir augum. - Þessi yfirlýsing Kolbrúnar
Halldórsdóttir umhverfisráðherra er slík, að lengra í óþjóðholl-
ustu og and-þjóðlegum viðhorfum gagvart íslenzkr þjóð er
varla hægt að ganga, nema þá í áformum Jóhönnu Sigurðar-
dóttir og Samfylkingarinnar, að koma þjóðinni undir erlend
yfirráð og þar með hennar auðlindum.  - Þjóðin hlýtur nú að
fara að vakna nú korter í kosningar, og sjá í hvaða skelfingar-
ástand stefnir í efnahagsmálum, nái hinir afturhaldssömu og
afdönkuðu and-þjóðlegu vinstriflokkar að halda völdum áfram
eftir 25 apríl n.k. 
mbl.is VG ekki gegn olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þau bökkuðu með þetta. Kolbrún er kjáni sem þarf aftur í leikhúslífið.

Og einu sinni enn. Innganga í ESBer ekki "að koma þjóðinni undir erlend
yfirráð og þar með hennar auðlindum".

Það sem þú lýsir sem "óþjóðhollustu og and-þjóðlegum viðhorfum" eru þau viðhorf að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um jafn umdeilt og viðamikið mál og Evrópusambandsaðild. Það er óþjóðhollustan og and-þjóðlegheitin holdi klædd.

Páll Geir Bjarnason, 23.4.2009 kl. 04:25

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég skil ekkert í þessari Kolbrúnu?

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Sigurður. Erfitt að skilja hugmyndafræðina hjá VG.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband